Unglingahópur Neistans ætlar að hittast fimmtudaginn 21.nóvember !
Neistinn býður hjarta – unglingum 13 – 18 ára i GT Akademíuna.
Fjörið byrjar kl. 18 ( gott að vera kominn nokkrum mín fyrr) og stendur yfir í 90 mín.
Eftir þetta ætlum við að rölta saman yfir í ísbúðina í Fákafeni þar sem hægt verður að fá sér ís og spjalla saman ??
Skráning fer fram með því að senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 20.nóvember !
ATH mikilvægt er að skrá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Ásta Guðný og Birkir
Föstudaginn 1.nóvember þá hittist saman hópur foreldra hjartveikra barna og meðlimir Takts og spiluðu saman félagsvist.
Árlegur viðburður hjá Neistanum sem slær alltaf í gegn. Við áttum saman góða kvöldstund og allir voru leystir út með happdrættisvinning.
Berglind og Ágúst stóðu uppi sem sigurvegarar með flest stig og fengu í vinning hótelgistingu.
Hlökkum til að spila aftur með ykkur að ári liðnu.
Helgina 23.-24.nóvember verða haldnar Systkinasmiðjur á vegum Umhyggju í salnum á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Yngri hópur (8-12 ára, f. 2013-2016) hittast á laugardegi og sunnudegi frá 10-13.
Eldri hópur (12-14 ára, f.2010-2012) hittist á laugardegi og sunnudegi frá 13.30-15.30.
Hér er að finna frekari upplýsingar og hlekk á skráningu: https://www.umhyggja.is/is/frettir/systkinasmidjur-helgina-23-24-november
Hið árlega spilakvöld Neistans fyrir foreldra hjartveikra barna og fullorðna með hjartagalla verður haldið á föstudagskvöldið 1. nóvember kl. 19:30 í húsnæði Kvan, Hábraut 1a, 200 Kópavogi.
Hjartaforeldrar og meðlimir Takts, mætum öll en aldurstakmark er 18 ára – við höfum gott af því !
Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).
Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.
Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur
veglegir vinningar
snarl
(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 30.október á neistinn@neistinn.is.
ATH mikilvægt að tilkynna þáttöku.
Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 5. október 2024!
Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.
Arnar Friðriks mun halda uppi fjörinu í veislunni þangað til að Dj Spotify tekur við keflinu.
Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !
Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf ?
Verðið eru litlar 6000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is
Hægt er að skrá sig og greiða til 2.október og miðar verða afhentir við innganginn
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman
6 hressir krakkar hittust í Skemmtigarðinum og skelltu sér í minigolf. Mikil gleði og gaman í yndislegu veðri.
Að golfi loknu fengu allir pizzu og drykki. Krakkarnir nýttu svo síðustu sólargeislana í leik um svæðið.
Hlökkum til að hittast aftur í vor í einhverri skemmtilegri afþreyingu og vonumst til að sjá enn fleiri krakka í 10-12 ára hópnum okkar ?
Félagsmenn Neistans hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum Umhyggju. Húsin eru staðsett í Brekkuskógi rétt fyrir austan Laugarvatn og í Vaðlaborgum við Akureyri.
Jólaúthlutun skiptist í tvennt, annars vegar tímabilið 23. til 28. desember og hins vegar 28. desember til 2. janúar. Geta þarf þess í umsókn hvort tímabilið sótt er um.
Umsóknarfrestur vegna jólaúthlutunar er 1. október og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir þann tíma. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 10. október.
Athugið að þrif eru ekki innifalin í jólaleigu. Verð jólaleigu er 25.000.
Nánari upplýsingar og umsóknarferli er að finna hér
Núna eru liðnir nokkrir dagar frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun.
Í ár söfnuðust hvorki meira né minna en 3.389.560 krónur !
Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!
Takk fyrir okkur ♥ Takk fyrir að vera sýnileg og vekja athygli á okkar fallega félagi ♥
Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt ♥