Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.

Neistinn hlaut styrk frá Verkís

By Fréttir

Í síðustu viku afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður Verkís, styrki til þriggja aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu samfélagsins. Styrkina hlutu Barnaspítali Hringsins, Neistinn – félag til stuðnings hjartveikum börnum, og Stuðlar – meðferðarstöð fyrir börn og unglinga.

Verkís leggur áherslu á að styðja verkefni sem stuðla að bættri líðan barna og unglinga, auk stuðnings við fjölskyldur þeirra. Með styrkveitingunni vill fyrirtækið hvetja þessi félög til að halda áfram að vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Við þökkum Verkís innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.

Neistinn hlaut styrk frá Coca-Cola Íslandi

By Fréttir

Neistinn, Styrktarfélag hjartveikra barna hlaut í ár styrk upp á 1.250.000 krónur í verkefninu Support My Cause / Mitt Góðgerðarfélag, sem er hluti af sjálfbærnistefnu CCEP. Verkefnið veitir starfsfólki Coca-Cola á Íslandi tækifæri til að styðja málefni sem skiptir þau máli. Jóhann Kröyer Halldórsson, sem tilnefndi Neistann, deilir persónulegri reynslu af því hversu ómetanlegur stuðningur félagsins hefur verið fyrir fjölskyldu hans.

Starfsfólk Coca-Cola á Íslandi fær tækifæri einu sinni á ári til þess að tilnefna góðgerðarfélag eða gott málefni sem skipta þau máli í verkefni sem heitir Support My Cause/ Mitt Góðgerðarfélag. Verkefnið er hluti af sjálfbærnistefnu CCEP og styrkir fyrirtækið það málefni sem fær flest atkvæði hjá starfsfólki. Það félag eða málefni sem hlýtur flest atkvæði fær styrk uppá 1.250.000 ísl. krónur. Neistinn – Styrktarfélag hjartveikra barna hlaut styrkinn í ár. 
 
Jóhann Kröyer Halldórsson tilnefndi Neistann og hefur hann persónulega reynslu af því að leita til félagsins:

“Félagið hefur verið okkur ómetanlegt í þeim áskorunum sem við þurftum að takast á við þegar sonur okkar fór í opna hjartaaðgerð aðeins 3 mánaða gamall.

Við þökkum Coca-Cola á Íslandi innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.

200% úlfur

By Fréttir
Árlega bíóferð fyrir félagsmenn Neistans og fjölskyldur í boði Myndform verður í Laugarásbíó 30.nóvember kl11:30 ❤️
Í ár verður það myndin 200% úlfur – Þegar duttlungafull ósk Freddy Lupin breytir honum í varúlf og sendir illkvittinn tunglálf til Jarðar, þarf Freddy að koma reglu á alheiminn áður en Jörðin og Máninn rekast á.
Endilega meldið ykkur annaðhvort með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is eða meldið ykkur á viðburðinn okkar á Facebook svo við getum áætlað hversu margir félagsmenn mæta❤️
Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn Neistans og fjölskyldur í bíó📽️❤️

Unglingahittingur 21.nóvember

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast fimmtudaginn 21.nóvember !

Neistinn býður hjarta – unglingum 13 – 18 ára i GT Akademíuna. 

Fjörið byrjar kl. 18 ( gott að vera kominn nokkrum mín fyrr) og stendur yfir í 90 mín.

Eftir þetta ætlum við að rölta saman yfir í ísbúðina í Fákafeni þar sem hægt verður að fá sér ís og spjalla saman ??

Skráning fer fram með því að  senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 20.nóvember !

ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Ásta Guðný og Birkir

Spilakvöld

By Fréttir

Föstudaginn 1.nóvember þá hittist saman hópur foreldra hjartveikra barna og meðlimir Takts og spiluðu saman félagsvist.

Árlegur viðburður hjá Neistanum sem slær alltaf í gegn. Við áttum saman góða kvöldstund og allir voru leystir út með happdrættisvinning.

Berglind og Ágúst stóðu uppi sem sigurvegarar með flest stig og fengu í vinning hótelgistingu.

Hlökkum til að spila aftur með ykkur að ári liðnu.

Börn að leik

Systkinasmiðjur 23.-24.nóvember

By Fréttir

Helgina 23.-24.nóvember verða haldnar Systkinasmiðjur á vegum Umhyggju í salnum á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Yngri hópur (8-12 ára, f. 2013-2016) hittast á laugardegi og sunnudegi frá 10-13.

Eldri hópur (12-14 ára, f.2010-2012) hittist á laugardegi og sunnudegi frá 13.30-15.30.

Hér er að finna frekari upplýsingar og hlekk á skráningu: https://www.umhyggja.is/is/frettir/systkinasmidjur-helgina-23-24-november

Ævintýri í jólaskógi

By Fréttir
Neistinn býður félagsmönnum sínum í jólaskóginn 26.nóvember næstkomandi !
Til að skrá sig þarf að senda póst á neistinn@neistinn.is og við sendum áfram hlekk til að klára skráninguna.
Farið er á 10 mín fresti og fyrsta ferðin er kl. 18:10 – ATH aðeins félagsmenn sem skrá sig geta farið í jólaskóginn ❤️
Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.
Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum.
Eftir gönguna er öllum boðið í myndatöku með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur.
Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, koma vel skóaðir og með vasaljós en öll þessi atriði eru nauðsynleg til að hægt sé að njóta sýningarinnar til hins ítrasta. Við mælum með sýningunni fyrir fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til okkar.
ATH Leiðin er þó ekki fær kerrum svo yngstu börnunum þarf að halda á ef þið þurfið að hafa þau með í för. Þá biðjum við ykkur um að skilja hunda eftir heima og er það bæði svo þeir trufli ekki sýninguna og aðra gesti.

Spilakvöld Neistans og Takts 2024

By Fréttir

Hið árlega spilakvöld Neistans fyrir foreldra hjartveikra barna og fullorðna með hjartagalla verður haldið á föstudagskvöldið 1. nóvember kl. 19:30 í húsnæði Kvan, Hábraut 1a, 200 Kópavogi.
Hjartaforeldrar og meðlimir Takts, mætum öll en aldurstakmark er 18 ára – við höfum gott af því !

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).
Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur
veglegir vinningar
snarl
(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 30.október á neistinn@neistinn.is.
ATH mikilvægt að tilkynna þáttöku.

Árshátíð 2024

By Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 5. október 2024!

Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.

Arnar Friðriks mun halda uppi fjörinu í veislunni þangað til að Dj Spotify tekur við keflinu.

Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !

Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf ?

Verðið eru litlar 6000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is

Hægt er að skrá sig og greiða til 2.október og miðar verða afhentir við innganginn

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman

Minigolf

By Fréttir

6 hressir krakkar hittust í Skemmtigarðinum og skelltu sér í minigolf. Mikil gleði og gaman í yndislegu veðri.

Að golfi loknu fengu allir pizzu og drykki. Krakkarnir nýttu svo síðustu sólargeislana í leik um svæðið.

 

 

 

Hlökkum til að hittast aftur í vor í einhverri skemmtilegri afþreyingu og vonumst til að sjá enn fleiri krakka í 10-12 ára hópnum okkar ?