Skip to main content
Category

Unglingastarf

Ógleymanleg fjórhjólaferð

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist síðastliðinn laugardag, Black Beach Tours   bauð unglingunum í ógleymanlega fjórhjólaferð. Mætingin var frábær, allir skemmtu sér ótrúlega vel og gleðin var alsráðandi allan daginn.  Við færum Black beach tours hjartans þakkir fyrir frábæran dag og ómetanlegar móttökur.  Unglingahópurinn og við öll fengum frábærar minningar í minningarbankann.

Enduðum þennan frábæra dag á pizzahlaðborði á Svarta Sauðnum.

Takk fyrir okkur !

Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins.

 

 

 

UNGLINGAHITTINGUR!

By Fréttir, Unglingastarf
Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næst laugardaginn 7 október kl. 12.30 og skella sér í  Speed boat adventure, endilega meldið ykkur á unglingasíðu Neistans eða með því að senda mail á gudrun@hjartaheill.is því við þurfum að vita fjöldan tímanlega.
Skemmtunin er í boði blackbeachtours og Neistans og er fyrir alla hjartveika unglinga á aldrinum 13 ára +, en endilega takið með ykkur smá pening því við munum koma við einhversstaðar og fá okkur saman að borða.
 
Sjáumst hress
kveðja,
Guðrún og Jói

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – umsóknarfrestur styttur

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Umsóknarfrestur fyrir norrænu sumarbúðirnar 2015 í Danmörku hefur verið styttur.  


Forgangsumsóknir skulu eigi síðar en mánudaginn 16. febrúar – þá ganga fyrir þeir sem ekki hafa farið áður.  


Eftir það verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga eru fyrir hjartakrakka 14 – 18 ára (sem fæddir eru
1997 -2001).  Þar er alltaf mikið fjör og hér má sjá myndir á Fésbók af búðunum sl. sumar

 

Búðirnar 2015 verða á Jótlandi í Danmörku og standa yfir dagana 17. – 24. júlí.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – opið fyrir umsóknir

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1997 -2001), verða á Jótlandi í Danmörku næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 17. – 24. júlí 2015.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. þó að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.  Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2015 en þá verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa áður.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Norrænu sumarbúðirnar 2014

By Unglingastarf

 

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.


Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.


Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

Norrænu sumarbúðirnar 2013 – opið fyrir umsóknir

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga, 14 – 18 ára (fædd 95 -99), verða í Noregi að þessu sinni dagana 20. – 27. júlí 2013.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2013.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Unglingahópurinn: Adrenalin og hamborgarar!

By Unglingastarf


AdrenalinFöstudaginn 19. október ætlar unglingahópur Neistans að fjölmenna í Adrenalíngarðinn.  Þar ætlum við að skemmta okkur í ca. 2-3 tíma og skella okkur svo á Hamborgarabúlluna og fá okkur hamborgaramáltíð.


Allt í boði Neistans!    En þið verðið að skrá ykkur með því að senda á okkur póst neistinn@neistinn.is eða hringja í síma 899 1823.


Sjáumst vonandi sem flest!


Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tímasetningar o.fl. á Fésbók.


Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Norrænar sumarbúðir unglinga 14 – 18 ára

By Unglingastarf

noregi3

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga verða í Svíþjóð að þessu sinni og verður farið síðustu vikuna í júlí 2012.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á gudrun@hjartaheill.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2012.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

Stjórn Neistans

Ferð í Borgarleikhúsið á ‘Fló á skinni’

By Unglingastarf

Kæru félagsmenn Neistans.

Nú er komið að því að unglingahópurinn ætlar að hittast, en Borgarleikhúsið ætlar að bjóða hjartveiku unglingunum okkar þ.e.a.s 14-18 ára á leiksýninguna ,Fló á skinni‘   fimmtudaginn 22. Janúar kl. 20.00.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 19.janúar með því að senda email á gudrun@hjartaheill.is eða með því að hringja í síma 899-1823.

Umsjónarmenn unglingahópsins eru:Guðrún Bergmann og Jóhannes Geir.

– Kær kveðja, Stjórn Neistans.