Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Styrkur frá Höfðaskóla

By Fréttir

Í stað þess að skiptast á pökkum þetta árið ákváðu nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagaströnd að styrkja Neistann.

Saman söfnuðu þau samtals 87.000 krónum og við þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn og hlýhug í okkar garð.

Mynd fengin af heimasíða Höfðaskóla.

By Fréttir

Neistablaðið 2020 er komið út!

Í ár var ákveðið að prófa að gefa blaðið út á rafrænu formi en hér fyrir neðan má lesa blaðið.

Í blaðinu má m.a. finna grein eftir Hróðmar Helgason barnahjartalækni og viðtal við Elínu Viðarsdóttur, fyrsta formann Neistans og stofnanda og bréf til Neistans af sjúkrasæng í Svíþjóð.

Reykjavíkurmaraþon – Hlauptu þína leið!

By Fréttir

   

Hlauptu þína leið!

 

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að reima á sig hlaupaskóna með því að fara út að hlaupa. Við hvetjum alla til að taka þátt í áheitasöfnuninni sem fer fram á hlaupastyrkur.is. Veldu þína leið, og þinn tíma.

Það kostar ekkert að vera með!

 

Þeir sem vilja taka þátt í góðgerðarhlaupinu þurfa að skrá sig til leiks og velja þá vegalengd og góðgerðarfélag og byrja svo að safna áheitum.

Á rmi.is er hægt að finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir Hetjuhlaupið, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon.

Hlaupaátakið stendur yfir frá 15.- 25. ágúst 2020 en áheitasöfnuninni lýkur miðvikudaginn 26. ágúst 2020.

   

Perluhittingur hjartamæðra

By Fréttir

 

Á miðvikudagskvöld hittust nokkrar magnaðar hjartamömmur, spjölluðu, áttu góða kvöldstund saman og perluðu armbönd með áletruninni “Hjartabarn”.

Verkefnið er tilraunaverkefni og er í vinnslu en armböndin eru að sænskri fyrirmynd þar sem stendur á þeim “Hjartebarn”. Í Svíþjóð eru þau seld til styrktar sænsku barnahjartasamtakanna og vonum við að verkefnið fari vel af stað og mun Neistinn jafnvel koma til með að selja armböndin til styrktar félagsins ef vel gengur.

Við þökkum hjartamömmum kærlega fyrir framlagið!

Fréttir frá aðalfundi

By Fréttir

Aðalfundur fór fram í gær, þann 3. júní. Árið 2019 var viðburðarríkt og gott ár og almennt ríkir mikil ánægja með störf félagsins.

Kosið var í 4 sæti stjórnar auk formanns. Guðrún Bergmann Franzdóttir, Katrín Brynja Björgvinsdóttir, Arna Hlín Daníelsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram en Neistinn þakkar þeim kærlega fyrir störf þeirra í þágu félagsins.

Ragna Kristín Gunnarsdóttir var kjörinn formaður og í stjórn félagsins sitja nú:

  • Ragna Kristín Gunnarsdóttir – formaður
  • Berglind Ósk Ólafsdóttir – varaformaður
  • Jónína Sigríður Grímsdóttir – ritari
  • Elín Eiríksdóttir – gjaldkeri
  • Anna Steinsen – meðstjórnandi
  • Sara Jóhanna Jónsdóttir – meðstjórnandi
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir – meðstjórnandi

Neistinn er heppinn að fá slíkar kraftmiklar kjarnakonur til liðs við sig og við hlökkum mikið til komandi tíma með þessari öflugu stjórn.

Ellen Helga Steingrímsdóttir gegnir starfi framkvæmdastjóra félagsins.

 

25 ára afmæli!

By Fréttir

Í dag fagnar Neistinn 25 ára afmæli!

Í ljósi skrítinna tíma verður engin afmælishátíð í ár en við munum í stað þess halda upp á veglegt 26 ára afmæli að ári liðnu og vonumst við til að sjá sem flesta okkar kæru félaga þá.

Neistinn á traust og gott bakland og þökkum við öllum okkar vinum og velunnurum fyrir að gera okkur kleift að byggja upp þetta frábæra félag, styðja við fjölskyldur hjartveikra barna og vera til staðar fyrir þær þegar gengið er í gegnum óvissutíma.

Við viljum einnig þakka öllum okkar frábæru félagsmönnum fyrir samfylgdina og allar góðu jafnt sem  lærdómsríku stundirnar á síðastliðnum 25 árum.

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og horfum fram á veginn með bjartsýni og léttri lund.

Með kærri þökk,

Starfsfólk og stjórn Neistans.

 

Aðalfundur Neistans 2020

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 í Síðumúla 6 (2. hæð).

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar félagsins lagðir fram
  4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Kosning formanns*
  8. Kosning stjórnar**
  9. Önnur mál

*Kosið verður í sæti formanns til tveggja ára.

**Kosið verður í 4 sæti í stjórn til tveggja ára. 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund á netfangið neistinn@neistinn.is.

Gleðilegt sumar!

By Fréttir

Neistinn óskar öllum vinum og velunnurum gleðilegs sumars!

Með hækkandi sól og bjartari tímum framundan vonum við að sumarið færi ykkur gæfu og gleði!

Takk fyrir veturinn 🙂