Foreldrum og aðstandendum langveikra og fatlaðra barna stendur til boða að versla vörur í ABC leikföngum á lægra verði fram að jólum. ABC Leikföng er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í þroskaleikföngum. ABC leikföng varð til eftir að foreldrar fundu ekki viðeigandi þroskaleikföng fyrir barn sitt og fannst vanta vörur til að örva þroska barna.
Meðal þeirra vara sem ABC leikföng bjóða upp á eru málörvunarvörur frá Super Duper sem margir foreldrar þekkja og flestir talmeinafræðingar nota. Einnig er mikið af vörum frá Learning Resources sem hægt er að nota til þess að þjálfa og kenna m.a. liti, form, tölur og orðaforða. Nýjasta viðbótin eru síðan Stafakubbar með séríslensku stöfunum sem hægt er að tengja saman til að móta orð og jafnvel setningar. Á vefsíðu fyrirtækisins www.abcleikfong.is má sjá yfirlit yfir vörur sem eru í boði. Einnig er póstsending í boði en þá er best að senda tölvupóst á
Opið verður fyrir félagsmenn á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum milli klukkan 20 og 22 fram að jólum. Almennur afgreiðslutími er á virkum dögum milli klukkan 12 og 18 en á laugardögum er opið klukkan 12 til 16.
Kristín Hlynsdóttir stofnandi ABC leikfanga þurfti að bíða lengi eftir þroskagreiningu á barni sínu og biðlistar eftir sérfræðiaðstoð voru langir. Kristín reyndi ásamt starfsfólki leikskóla barnsins að örva það með þeim hjálpartækjum sem þau gátu fengið. Þá uppgötvaði Kristín hversu mikil þörf er á sérkennslugögnum og leikföngum fyrir börn með sérþarfir. ABC Leikföng voru stofnuð sumarið 2010. Í byrjun var fyrirtækið í Súðarvog 7 á 2. hæð í 20 fm herbergi en er nú í nóvember að flytja í 120 fm verslunapláss í sama húsi.
ABC leikföng, Súðarvogur 7, sími 841 6600