Skip to main content
All Posts By

Neistinn

hjarta

Sorgarhópur fyrir foreldra sem misst hafa barn eftir veikindi

By Fréttir, Uncategorized

Nú stendur yfir skráning í lokaðan sorgarhóp fyrir foreldra sem misst hafa barn eftir veikindi þar sem boðið verður upp á faglega leiðsögn og vandaða dagskrá.

Hvenær:

Sorgarmiðstöðin mun halda utan um hópinn sem mun hittast klukkan 20:00 alla mánudaga frá 11. október til 15. nóvember (6 skipti).

Þátttakendur hittast í viðtalsherbergi Einstakra barna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð til hægri, 108 Reykjavík.

Skráning:

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið  neistinn@neistinn.is eða með því að hringja í síma 899-1823.

Standa saman

Systkinasmiðjan

By Fréttir, Uncategorized

Í vetur býðst systkinum hjartabarna að sækja námskeið sem Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna stendur fyrir. Samstarfið hefst á kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður á Zoom þann 13. október klukkan 20:00.

Kynningarfundur

Fyrir hverja?

Systkinasmiðjan er með námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga langveik systkini. 

Markmið:

Námskeið Systkinasmiðjunnar eiga að hjálpa börnum við að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir. 

Markmið námskeiðsins er að veita systkinunum:

  • Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
  • Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir. 
  • Innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir. 
  • Tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna. 

 Hvenær:

Fyrsta námskeiðið verður haldið 5.- 7. nóvember á Háaleitisbraut 13

Hjardagshlaup og ganga

By Uncategorized

Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert og við höldum upp á daginn með hjartadagshlaupi og hjartadagsgöngu.

Laugardaginn 2. október klukkan 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnesið.

Hjartadagshlaup

Þann sama dag klukkan 9:30 hefst hjartadagsgangan fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa. Gengið verður inn Kópavogsdalinn ca. 2-3 km. Labbað verður af stað fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli.

Hjartadagsganga

Hjartadagshlaup og ganga

By Fréttir

Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert og við höldum upp á daginn ásamt Hjartavernd, Hjartaheill og Heilaheill með hjartadagshlaupi og hjartadagsgöngu.

Laugardaginn 2. október klukkan 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnes.

Hjartadagshlaup

Þann sama dag klukkan 9:30 hefst hjartadagsgangan fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa. Gengið verður inn Kópavogsdalinn ca. 2-3 km. Labbað verður af stað fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli.

Hjartamynd

Styrktarsjóður hjartveikra barna

By Fréttir

Næsti úthlutunarfundur Styrktarsjóðs hjartveikra barna verður þriðjudaginn 28. september. Fjölskyldur sem orðið hafa fyrir fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna eru hvattar til að sækja um styrk fyrir þann tíma.

5 milljónir
Það er ánægjulegt að segja frá því að hægt hefur verið að styðja við bakið á öllum þeim fjölskyldum sem sótt hafa um fjárhagsstuðning í ár. Veittur hefur verið einn útfararstyrkur ásamt styrkjum til að létta undir kostnaði og tekjumissi tengdum aðgerðum og rannsóknum. Fjölskyldur hjartveikra barna hafa því fengið um 5 milljónir króna úthlutað úr sjóðnum í ár.

Styrktarumsókn
Fylla þarf út umsókn um fjárstyrk og láta læknisvottorð fylgja með. Umsókninni er síðan skilað til:
Gunnlaugs Sigfússonar barna-hjartasérfræðings
Barnaspítala Hringsins
101 Reykjavík

Styrktarumsókn 

Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Neistans, í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

hoppandi börn

KVAN námskeið fyrir 10-15 ára

By Fréttir, Uncategorized

Nú stendur yfir skráning á KVAN námskeið fyrir systkini langveikra barna þar sem þátttakendur ættu að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið trú sína á eigin getu.

Hvenær:

Námskeiðið hefst 17. september fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og mun fara fram á föstudögum frá klukkan 16:00 til 18:30 (8 skipti).  Fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára hefst námskeiðið 21. september og mun fara fram á þriðjudögum frá klukkan 18:30-21:30.

Þátttakendur hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Fyrir hverja:

Námskeiðin eru ætluð börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).

Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 krónur).

Skráning fyrir 10-12 ára börn           Skráning fyrir 13-15 ára ungmenni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. september

By Fréttir, Uncategorized

Hlaupum til góðsReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka mun fara fram laugardaginn 18. september.

Hlaupið er tilvalin fjölskylduskemmtun þar sem frábær stemming myndast þegar styrktaraðilar Neistans leggja sitt af mörkum með því að hlaupa eða hittast á hliðarlínunni til þess að hvetja hlauparana áfram.

Þátttakendur geta valið á milli fjögurra mismunandi vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.

Í kringum 70 börn greinast árlega með hjartagalla og er maraþonið ein helsta fjáröflunarleið Neistans.

Við erum endalaust þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir félagið, mæta til að hvetja hlauparana áfram og öllum þá sem hafa styrkt við starf félagsins með því að heita á hlauparana.

 

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið           Áheitasöfnun

 

Allir sem hlaupa fyrir Neistann fá gefins dri-fit bol sem er merktur félaginu til að hlaupa í. Hlauparar eru hvattir til að panta bol með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is og tilgreina bolastærð.

Hlökkum mikið til að hvetja ykkur áfram í hlaupinu.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára

By Fréttir, Uncategorized

Umhyggja í samstarfi við KVAN býður upp á vandað námskeið fyrir systkini langveikra barna. Þátttakendur eru efldir á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra.

Hvenær:

Námskeiðið hefst 19. ágúst og mun fara fram á fimmtudögum frá klukkan 16:30 til 18:30 (8. skipti). Börnin hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað 7-9 ára börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).

Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 kr)

 

Skráning á námskeið

 

 

hjarta

Aðalfundur Neistans 2021 – breyttur fundartími

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 26. maí klukkan 20:30 í Síðumúla 6 (2. hæð).

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál
*Kosið verður um sæti í stjórn til tveggja ára.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast látið vita með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Spurningakeppni Neistans

By Fréttir

Neistinn hélt rafræna spurningakeppni fyrir félagsmenn fimmtudaginn 6. maí síðastliðinn. Mikil ánægja ríkti meðal þeirra sem tóku þátt. Við hlökkum þó mikið til að halda viðburði þar sem hægt er að hitta félagsmenn í eigin persónu.

Sigurvegarar spurningakeppni Neistans

Sigurvegar spurningakeppni Neistans

Systkinin Elsa Rán Hallgrímsdóttir, Sigursteinn Nói Hallgrímsson og Sólon Theodór Hallgrímsson voru stigahæst og við óskum þeim hjartanlega til hamingju með að sigurinn. Stjórn Neistans þakkar kærlega fyrir frábæra samverustund og vill jafnframt þakka fyrirtækjunum Ásbirni Ólafssyni, Ó. Johnson og Kaaber og Rush fyrir að gefa veglega vinninga.