Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Páskabingó 2019

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 10. apríl
kl. 17 – 19, í safnaðarheimili Grensáskirkju, háaleitisbraut 68.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)

Árshátíð Neistans 2019

By Fréttir
Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 16.mars 2019 í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, 200 Kópavogi.

Takið kvöldið frá og setjið sparifötin í hreinsun ?

Veislustjórar: Hjartamömmurnar Elín og Jónína !
Skemmtileg skemmtiatriði verða í boði

Dans: Auðvitað DJ ! – Happdrætti: Auðvitað! – Fordrykkur: Jebbs!

Húsið opnar kl:19 og boðið verður upp á fordrykk. Matur byrjar kl:19:30.

Verðið eru litlar 5.000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning:
0133-26-012610
kt: 490695-2309
senda staðfestingu á neistinn@neistinn.is
Hægt er að skrá sig og greiða til 11.mars 2019.

Miðar verða afhentir við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Spil á hendi

Spilakvöld foreldra og GUCH á Norðurlandi

By Fréttir

Ágætu félagsmenn í Neistanum á Norðurlandi

Föstudaginn 1. mars ætlar stjórn Neistans að koma til Akureyrar og halda spilakvöld með foreldrum hjartabarna á svæðinu og fullorðnum með hjartagalla. Stjórnin mætir með sína maka og er markmiðið að kynnast, spjalla, spila og skemmta sér saman. Spiluð verður félagsvist og eru velkomið að taka með sér drykki, bæði veika og sterka.

Kvöldið er fyrir foreldra hjartveikra bara og 18 ára og eldri sem fæddust með hjartagalla.  Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að koma saman og efla tengsl okkar við félagið.

Lífland styrkir Neistann

By Fréttir

Í stað þess að senda jólagjafir eins og Lífland hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði gjafa og sendingarkostnaðar renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og styrkja þannig gott málefni. Fríða Björk Arnardóttir framkvæmdastjóri Neistans, tók á móti framlaginu til félagsins frá Þóri Haraldssyni forstjóra Líflands.

Hjartans þakkir fyrir okkur Lífland !

Jólakveðja frá Neistanum

By Fréttir

Neistinn óskar öllum félagsmönnum sínum sem og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með hjartans þakklæti fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Styrkur starfsmanna Norðurbergs

By Fréttir

Í desember á hverju ári eru starfsmenn leikskólans Norðurbergs með vinaviku þar sem þau draga út leynivin og gera vel við hann í orði og litlum glaðningum. Í lok vinaviku var hefðin að gefa fallega lokagjöf með ákveðna upphæð í huga. Síðastliðin ár hafa þau gefið félagasamtökum sem hlúa að börnum, andvirði jólagjafarinnar. Í  ár varð Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna fyrir valinu. Leikskólinn bauð framkvæmdarstjóra félagsins Fríðu Björk Arnardóttur og dóttur hennar Maríu Dís Gunnarsdóttir, til þeirra til að taka við 58.000 kr. gjöf fyrir starfsemi þeirra. Á myndinni má sjá Fríðu, Maríu Dís og Björgvin Unnar hjartastrákur, sem er á leikskólanum Norðurbergi.

Hjartans þakkir fyrir okkur og gleðileg jól.

Landsnet styrkir Neistann

By Fréttir

Í liðinni viku fékk Neistinn veglegan styrk frá Landsneti en í stað þess að senda jólakort ákváðu þau að styrkja okkur í staðinn.

Við erum Landsneti hjartanlega þakklát og óskum stjórnendum og starfsfólki þeirra gleðilegra jóla.

 

Norrænu sumarbúðirnar 2019

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2001 -2005), verða á Íslandi næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 19. – 26. júlí 2019.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2019.

Dagatal Neistans 2019

By Fréttir

Dagatal Neistans 2019 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma.