Skip to main content

Af starfinu – sumar/haust 2014

By Fréttir

Sumarhátíð 2014 Lína pósar


Frá sumrinu

Norrænu unglingasumarbúðirnar

Sumarhátíð Neistans

Reykjavíkurmaraþon

Alþjóðlegi hjartadagurinn

 

Á döfinni

Soon! – UNGLINGAHÓPURINN: Bogfimi!

7.nóv – Spilakvöld foreldra og aðstandenda

30.nóv – Jólaball Neistans

 


Norrænu unglingasumarbúðirnar

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.

 

Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.

 

Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

 

Read More

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2014: Hlaup, ganga, sund

By Fréttir

Hjartadagurinn – hjartahlaupið – hjartagangan – sund!

 

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Kópavogsvelli sunnudaginn, 28. september.

Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.
 
Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

skór-hjartareimar small
 
 

Hjartahlaupið:

Vegalengd  – boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.
Skráning  – á www.hlaup.is eða við stúkuna fyrir hlaup (frá kl. 9:00 á hlaupadag)
Hlaupið af stað  – kl. 10:00
Verðlaun  – já, fyrir efstu sætin … vegleg

 

 

Hjartagangan:

Gengið af stað – strax í kjölfar hlaupsins
Gengið hvert – um Kópavogsdal
Leiðsögumaður – garðyrkjustjóri Kópavogsb
æjar.
Hve langt – klukkustund eða svo
Skráning – nei
 

Sund:

Frítt að loknu hlaupi (eða göngu).

 

Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun á vef Hjartaheilla.

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – áfram Neistinn

By Fréttir

 

 

Nú verður Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn.  Neistinn verður að sjálfsögðu í eldlínunni.

 

Heitum á hlaupara – styrkjum Neistann – náum 1 milljón!


Velunnarar NeiReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurstans eru hvattir til að láta eitthvað af hendi rakna og heita á hlaupara Neistans.   Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.

 

Við erum komin með hátt í kr. 800.000 í áheit á Neistahlaupara.  Hvernig væri að ná 1 milljón?
 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

Netskráningu á www.marathon.is lýkur í dag, fimmtudag) en hægt verður að skrá sig á skráningarhátíðinni í Laugardal í dag og á morgun (föstudag) kl. 14-19 báða daga.

 

Hvetjum okkar menn – mætum hjá JL-húsinu kl. 9:00

Neistafólk ætlar að safnast saman við JL-húsið (sjávarmegin – nær göngustígnum) og hvetja sína menn þegar þeir hlaupa hjá.  Heitt kakó verður á könnunni.

 

Sjá á korti hér fyrir neðan…

 

Read More

Lína langsokkur

By Fréttir

Lína langsokkur - Eva ÁgústaHvísl hvísl hvísl …

 

… ekki segja neinum en við vitum að leynigesturinn á Sumarhátíðinni verður Lína langsokkur.

 

Hún mætir á slaginu 3!  Svo ekki koma of seint.

Sumarhátíð Neistans 2014

By Fréttir

hoppikastali

 

Sunnudaginn 17. ágúst n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Guðmundarlundi.


Hátíðin stendur frá kl 15:00 til kl. 17:00.

 

Ratleikur, Hoppukastalar, leynigestur (Lí.. La..) og fleira skemmtilegt. 

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
, drykki og ís.


 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.



Hey, okkur vantar fólk til að aðstoða við að frussa sinnepi á pulsurnar, fylgjast með hoppuköstulunum o.fl.  Þeir sem eru til meldi sig á neistinn@neistinn.is eða á Fésbókarsíðunni okkar.


Hér er leiðarlýsing að Guðmundarlundi frá Breiðholtsbraut:

(smellið hér til að sjá hana á Google Maps)


Guðmundarlundur - leið

Hverjir vilja vera memm?

By Fréttir

 

Nú leitum við að hjálparhöndum. 

 

Þeir sem eru til í að vera með hafi samband á neistinn@neistinn.is.

 Hendur

Sumarhátið Neistans  17. ágúst

  1. Hverjir vilja vera með í veitingunum?
    Pylsur ís o.fl.
  2. Vill einhver vera með skemmtiatriði?
  3. … eða bara koma með hugmynd?

 

Reykjavíkurmaraþon 2014

Þeir sem geta hugsað sér að hlaupa fyrir Neistann eru minntir á það hér.  Nánar hér.

Þeir sem ekki hlaupa geta mætt að hlaupaleiðinni og hvatt hlaupara Neistans.  Hvernig staðið verður að þessu að hálfu Neistans er ekki enn ákveðið en verður rækilega tilkynnt hér og á Fésbókarsíðunni okkar.

 

Allir geta styrkt Neistann með áheitum á þá sem hlaupa.  Nánar hér.

 

Dagatal Neistans 2015

Við leitum að ljósmyndafyrirsætum í dagatalið, hjartabörnum og/eða systkinum.  Ef fleiri en 12 gefa sig fram förum við að skrá fyrirsætur á þarnæsta ár, 2016.

 

Og bara hvað sem er

Þeir sem vilja bara yfir höfuð taka virkari þátt í starfinu, s.s. vera í skemmtinefnd fyrir árshátíð eða bara hvernig sem er, hafi einfaldlega samband strax (neistinn@neistinn.is)

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 Reykjavikkurmarathon 2014

Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið 23. ágúst.  Búist er við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 25. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 23. ágúst 2014.
 
Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn “Já, ég vil hlaupa til góðs” og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir.  Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.

Ný stjórn – nýr formaður

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn þriðjudaginn 3. júní, 2014.

 

 Guðrún Bergmann og Guðný Sigurðardóttir

Þar bar helst til tíðinda að tveir reyndustu stjórnarmennirnir, þær Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður og Guðný Sigurðardóttir, gjaldkeri, gengu úr stjórn.  Tveir nýir menn voru kosnir í þeirra stað, þau Arna Bjartmarsdóttir og Árni Finnsson.

 

Nýr formaður var kosinn, Fríða Björk Arnardóttir.

 

 

Stjórn Neistans þakkar þeim Guðrúnu og Guðnýju sérstaklega vel unnin störf og mikilsvert framlag til málefna hjartafólks.

 

Skipan stjórnarinnar allrar má sjá hér.

 

 

Þá voru samþykktar lagabreytingar í þá veru að félagið nær nú utan um hjartafólk á öllum aldri – ekki bara börn.  Þetta kemur til vegna framfara og frábærs árangurs í lækningu og meðferð hjartagalla á börnum og fjölgar því fullorðnum með hjartagalla eftir því sem börnin okkar vaxa úr grasi.

Aðalfundur Neistans 2014

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 3. júní kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

Léttar veitingar.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

4. Kosning nýs formanns*

5. Kosning stjórnar**

6. Lagabreytingar***
7. Önnur mál

 

* Núverandi formaður Guðrún Bergmann gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá Fríðu Björk Arnardóttur, núverandi varaformanni.

**Tveir menn ganga úr stjórn.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

*** Sjá tillögu hér.

 

Tillaga að lagabreytingu fyrir Neistann 2014

By Fréttir


Nú líður að aðalfundi Neistans.  Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum fyrir Neistann.  Þær eru kynntar hér til sögunnar og verður greitt um þær atkvæði á aðalfundinum.  Aðalfundur verður boðaður fljótlega.

Lagt er til að lögin verði eins og hér stendur:

Read More