Skip to main content

Alþjóðlegi hjartadagurinn: Leikhópurinn Lotta

By Fréttir


Leikhópurinn Lotta

Haldið verður uppá 30 ár afmæli Hjartaheilla og Alþjóðlega hjartadaginn sunnudaginn 29. september 2013.   Þá munum við efna til 3 km göngu frá Síðumúla 6, kl. 11:00 og ganga um Laugardalinn.


Kl. 12:00 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum sem fullorðnum og að því loknu býður Subway gestum upp á samlokur. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

 


Einnig verður Hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir.

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon – 50 hlupu fyrir Neistann

By Fréttir

 

Reykjavikurmaraþon - Jakob hleypur

 

Reykjavíkurmaraþonið fór vel fram að vanda og hlupu um 50 hlauparar til góðs fyrir Neistann.  Ekki er enn ljóst hve mikið safnaðist fyrir okkur, en þó það að upphæðin nemur hundruðum þúsunda og er hærri en nokkru sinni. 

 

Á myndinni hér til vinstri koma hjartastrákurinn Jakob Smári og systir hans, Malín, í mark en þau hlupu ásamt bróður sínum og föður og söfnuðu áheitum fyrir Neistann.

 

Hægt er að sjá alla hlauparana okkar með því að smella hér.

 

Neistinn þakkar af öllu hjarta þessu góða fólki fyrir framgöngu þeirra svo og þeim sem tóku upp veskið og hétu á hlaupara Neistans.

Jólakortasamkeppni 2013

By Fréttir

Jólakortasamkeppni 2013Nú styttist í jólin … eða þannig.  Í ár ætlar Neistinn að leita til allra hjartabarna og systkina þeirra um hugmynd að jólakorti Neistans 2013


Það sem þið þurfið að gera er að teikna fallega mynd sem tengist jólunum og senda til okkar í Síðumúla 6, 108-Reykjavík eða á netfang okkar neistinn@neistinn.is í síðasta lagi 30. ágúst.  Jólakort Neistans í ár verður valið úr innsendum myndum, svo einhver krakkanna okkar fær heiðurinn af Jólakorti Neistans 2013. 


Hlökkum til að taka á móti fallegum myndum.

Reykjavíkurmaraþon 2013 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 

Reykjavíkurmarathon 2013Reykjavíarkurmaraþon verður hlaupið 24. ágúst.  Maraþonið er 30 ára í ár og má því búast við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
 
Hlaupara Neistans má sjá hér á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490695-2309.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn “Já, ég vil hlaupa til góðs” og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir

 

Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.

Ása Ásgeirsdóttir , okkar maður í Lundi

By Fréttir

asa asgeirsdottir

Þann 1. ágúst tekur Ása Ásgeirsdóttir við starfi tengiliðar Sjúkratrygginga Íslands í Lundi, spítalans og okkar.  Hún verðu því okkar maður þar. 


Hjartaforeldrar á leið til Lundar geta leitað til hennar með hvað sem er. Hvað sem er! 

Sendið henni línu áður en þið leggið í hann (asaasg@gmail.com) eða sláið á þráðinn þegar út er komið.  Sími Ásu er +46 (0)72 938 3475.
 
Ása tekur við af Níní Jónasdóttur, sem verið hefur okkur innan handar í Lundi síðan íslensku börnin fóru að fara þangað í hjartaaðgerðir.  Hún hefur reynst okkur óskaplega vel og viljum við hér þakka henni alla aðstoðina og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Sumarhátíð Neistans 2013

By Fréttir

Solla stirða og íþróttaálfurinn

 

Sunnudaginn 2. júní n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.


Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Íþróttaálfurinn og Solla stirða koma í heimsókn og skemmta okkur á sviðinu við Víkingavelli

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
og drykki.


Frítt verður í garðinn fyrir félaga í Neistanum þennan dag.  Það nægir að láta vita við innganginn að þið séuð í Neistanum.


Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

Aðalfundur Neistans 2013

By Fréttir

verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6.

 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

HJÖRTUR er mættur á Barnaspítala Hringsins

By Fréttir
Bjóðum hann velkominn og fögnum afmæli Neistans

Í tilefni af 18 ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður nýja hjartaómskoðunartækið Hjörtur tekið formlega í notkun miðvikudaginn 8. maí kl. 10:00 á leikstofu Barnaspítala Hringsins, 2. hæð.
 
Það var árið 2011, í þjóðarátakinu Á allra vörum, sem safnað var fyrir tækinu sem gerir læknum kleift að greina betur og fyrr hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum og skapar þannig gjörbreyttar og betri aðstæður fyrir bæði lækna og sjúklinga. 
 
Okkur þætti vænt um að sem flestir létu sjá sig og tækju þátt í þessum merku tímamótum með okkur
      – og þiggja um leið tertur að hætti Hilla Hjall í boði Sveinsbakarí.

Stjórn Neistans

Bingó 2013

By Fréttir

Páska-BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 20. mars

kl. 17 – 19

 

Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. 

Hjarta-pizza

Fullt, fullt af flottum vinningum!


 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Árshátíð Neistans 2013 – útkall

By Fréttir


Árshátíð 2Viljum minna menn á að árshátíðin verður á laugardaginn.   Á morgun (þriðjud. 5. mars.) eru síðustu forvöð að fá miðann á lægra verðinu (3.900 kr.).  
 
Hera Björk er klár – svo og Þorsteinn Guðmundsson.  
 
Þá er Örlygur Smári farinn að hita græjurnar (býður örugglega upp á “Ég á líf”).

 

Allt um árshátíðina, matseðil, tímasetningar o.fl. hér.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.