Skip to main content

Ferð í Borgarleikhúsið á ‘Fló á skinni’

By Unglingastarf

Kæru félagsmenn Neistans.

Nú er komið að því að unglingahópurinn ætlar að hittast, en Borgarleikhúsið ætlar að bjóða hjartveiku unglingunum okkar þ.e.a.s 14-18 ára á leiksýninguna ,Fló á skinni‘   fimmtudaginn 22. Janúar kl. 20.00.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 19.janúar með því að senda email á gudrun@hjartaheill.is eða með því að hringja í síma 899-1823.

Umsjónarmenn unglingahópsins eru:Guðrún Bergmann og Jóhannes Geir.

– Kær kveðja, Stjórn Neistans.

Dagatal 2011

By Fréttir

Dagatal Neistans 2011Annað árið í röð gefum við út dagatal með myndum af 13 hjartveikum börnum á aldrinum 2-18 ára.

Þau eru til sölu á skrifstofu samtakanna að Síðumúla 6, s: 552-5744 eða í gsm 899-1823 og í versluninni Engey Smáralind.  Dagatölin verða líka seld á Akureyri og Ísafirði.

Árni Rúnarsson tók myndirnar og færum við honum hjartans þakkir fyrir en hann gaf alla sína vinnu við dagatalið.

Dagatalið kostar 1500 kr. Ágóðinn rennur óskertur til handa hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra.  Hafðu stórt hjarta fyrir lítil.

Upplýsingasíður

By Fréttir

Minnum ykkur á frábærar upplýsingasíður.

Hjartagáttin sem er íslensk síða og með allar eða flestar upplýsingar fyrir fólk sem er að fara með börn sín í aðgerðir bæði hér heima og í Boston.

Svo er það Corience sem er upplýsingasíða á ensku um allt mögulegt tengt börnum og fullorðnum með meðfædda hjartagalla.

Endilega kynnið ykkur þessar frábæru síður.

http://hjartagattin.neistinn.is/

http://www.corience.org/

Stjórn Neistans.

Breytt afsláttarkort frá 1. janúar 2010

By Fréttir

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu þann 1. janúar 2010 hefja rafræna útgáfu á afsláttarkortum og greiðsluskjölum til einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Hætt verður útgáfu kortsins á plastformi en greiðsluskjöl verða fyrst um sinn send á pappírsformi til viðbótar við rafræna útgáfu. Nálgast má kortin og skjölin í Réttindagátt á www.sjukra.is. Þetta er liður í frekari rafvæðingu stjórnsýslunnar og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu.

Frekari upplýsingar á·www.sjukra.is

Bláa lónið

By Fréttir

Minnum félagsmenn á kortin í

Bláa lónið – hver fjölskylda getur haft kortið yfir helgi

Bláa lónið styrkir Umhyggju og félögin undir þeim. 

Bláa lónið hefur veitt Umhyggju, félagi langveikra barna og fjölskyldna þeirra, styrk. Styrkurinn felst í 10 fjölskyldukortum og hvert kort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa lónið fyrir tvo fullorðna og fjögur börn, 16 ára og yngri. Heildarverðmæti styrksins er 360.000 krónur.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf., afhenti Rögnu K. Marínósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, og Hafsteini Helgasyni, 15 ára félaga í Umhyggju, kortin fimmtudaginn 8. janúar í Bláa lóninu.

Bláa lónið styrkir góð málefni á ári hverju í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort. „Okkur hjá Bláa lóninu finnst það sérstaklega ánægjulegt að geta með þessum hætti veitt langveikum börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að slaka á og endurnæra kraftana í Bláa lóninu,“ sagði Grímur Sæmundsen.

Hafsteinn sem er 15 ára nemandi í Njarðvíkurskóla og jafnframt hjartabarn veitti fyrsta kortinu viðtöku. Hann sagði það skemmtilegt að hafa möguleika á að bjóða fjölskyldunni í Bláa lónið þar sem  hún gæti  átt góða stund saman.

blaalonid

Nordic Youth Camp 2008 Noregi

By Unglingastarf

það voru 7 ungmenni og tveir farastjórar sem fóru til Noregs þann 20/7-27/7.

noregi1

Hérna eru þau sem fóru til Noregs fyrir utan SÍBS. Það eru Hafdís, Guðný Sif, Margrét Ásdís og Guðný Rún og síðan eru það strákarnir: Hafsteinn, Birkir og Aron


noregi2

Guðný Rún, Guðný Sif, Margrét Ásdís og Hafdís

 

noregi3

setið við varðeld

 

noregi4

sætar nöfnurnar í fallegu umhverfi

Nordic Youth Camp 2007 Svíþjóð

By Unglingastarf

Unglingastarfið hefur verið mjög öflugt á þessu ári og það er búið að fara margt og gera skemmtilega hluti með unglingonum sem hafa komið. Þau hafa skemmt sér alveg ofsalega vel og það besta er að þau hafa kynnst vel. Við vonumst að það verði fleiri unglingar sem vilja koma og vera með okkur því að það verður alltaf eitthvað meira í boði og það verður auglýst hérna á Neistasíðunni þegar að þar að kemur.

 

svithjod1

Guðný Sif og Margrét Ásdís fóru á sumarbúðir hjartabarna í Svíþjóð árið ´2007 ásamt Guðrúnu Bergmann.

 

svithjod2

Hérna eru þær vinkonur komnar á fjórhjól.