Skip to main content
Category

Fréttir

Framundan hjá Neistanum

By Fréttir

Það er svo margt spennandi og skemmtilegt framundan hjá okkur !

 

·         3. júlí kl. 18:00-20:00 : Unglingahópurinn –  Hópefli fyrir þau sem eru að fara í sumarbúðirnar

·         16.-23.júlí : Sumarbúðir hjartveikra unglinga –  Finnlandi

·          9. ágúst kl. 17:00-19:00 : Sumarhátíð –   Guðmundarlundi

·         15. ágúst kl. 20:00-22:00 :  Hjartamömmuhittingur –  Háaleitisbraut 13

·         17.-18. ágúst  : Fit and run expo:  Laugardalshöll – Komið endilega og heilsið upp á okkur og ef þú ert að hlaupa þá áttu bol hjá okkur.

·         19. ágúst : Reykjavíkur maraþonið : Ætlar þú að hlaupa ? Hægt er að hlaupa fyrir Neistann eða heita á þá sem hlaupa hér.

·          14. október kl. 18:30 : Árshátíð Neistans og Takts – Galasalurinn

·          3. nóvember kl. 19:30 : Spilakvöld Neistans og Takts  –  Auglýst síðar

·          Desember  : Jólaskemmtun –  Auglýst síðar

 

Fylgist nánar með hér, á Facebook síðunni okkar og á Instagraminu okkar ❤️

Reynslusaga – Hekla Björk

By Fréttir, Reynslusögur, Unglingastarf
Ég er eineggja tvíburi og fæddist fyrirburi sjö mín á undan tvíburasystur minni fyrir 23 árum, ég var greind viku gömul með alvarlegan hjartagalla og var vart hugað líf. Fór í mína fyrstu stóru opnu hjartaaðgerð aðeins 3 mánaða gömul til Boston.
Ég fæddist með m.a. þrönga fósturæð og stór göt á milli hjartahólfanna og var einnig með yfir hundrað göt í hjartabotninum, sem Hróðmar hjartalæknir kallaði Swiss cheese (svissneskur ostur). Mér var vart hugað líf þar sem ég var svo lítil og létt líka. Fór svo aftur tveggja ára til Boston í opna hjartaaðgerð og einnig í hjartaþræðingar þar sem komið var fyrir sérstöku hjartabúnaði.
Er greind með Goldenhar heilkenni, hjartagalla sem er margskonar og er í dag með hjartabúnað sem heita Starflex og Cardioseal.
Ég hef mikin áhuga á bókum, söng, ferðast, prjóna og Nútímafimleikum sem ég bæði æfi og kenni hjá Öspinni. Er einnig að vinna annan hvern mánudag á Bókasafninu í Kópavogi sem ég elska. Fór til Abu Dhabi árið 2019 og keppti í Special Olympic og fór einnig í sumar til að keppa á Norðulandamóti í Nútímafimleikum fatlaðra.
Fannst einnig mjög gaman að fara með Neistanum í Norrænar sumarbúðir fyrir unglinga með hjartagalla og hitta aðra sem hafa gengið í gegnum það sama og ég hafði gert yfir ævina ❤️

Hjartamömmuhittingur 25.maí

By Fréttir
Loksins eftir alltof langa pásu ætlum við að hafa hitting fyrir okkur mömmurnar ❤️
Við ætlum að hittast í nýja húsnæði Neistans að Háaleitisbraut 13 (sama hús og æfingastöðin) á 4 hæð.
Við viljum hvetja ykkur sem flestar til að mæta og kynnast fleiri mæðrum í svipuðum sporum 😍
Hlökkum til að sjá sem flestar mömmur ❤️
Nánari upplýsingar er hægt að sjá hér.
Neistinn logo

Fréttir frá Aðalfundi

By Fréttir

Aðalfundur Neistans fór fram  þann 4. maí síðastliðinn.

Kosið var í  3. sæti stjórnar.

Guðrún Bergmann Franzdóttir gaf ekki kost á sér áfram en Neistinn þakkar henni kærlega fyrir störf henni í þágu félagsins.

Í stjórn Neistans sitja nú:

  • Jónína Sigríður Grímsdóttir – formaður
  • Guðrún Kristín Jóhannesdóttir – varaformaður
  • Katrín Björgvinsdóttir – gjaldkeri
  • Þórhildur Rán Torfadóttir- ritari
  • Anna Steinsen- meðstjórnandi
  • Elín Eiríksdóttir – meðstjórnandi
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir – meðstjórnandi

Neistinn er heppinn að fá slíkar kraftmiklar kjarnakonur til liðs við sig og við hlökkum mikið til komandi tíma með þessari öflugu stjórn.

 

Urð x Neistinn

By Fréttir
URÐ kynnir nýja sápu sem er mótuð eins og hjarta til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna á Hönnunarmars í verslun Epal.
Markmiðið með sölu á sápunni er að fræða og vekja fólk til umhugsunar og um leið styrkja starfsemi Neistans.
Neistinn miðlar hvers kyns fræðslu sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra. Félagið heldur úti öflugri dagskrá, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings, ásamt því að styrkja hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Opnunartímar á Hönnunarmars í Epal eru eftirfarandi,
Þriðjudagur: Opnunarhóf frá 17-19.
Miðvikudagur: 10-18
Fimtudagur: 10-18
Föstudagur: 10-18
Laugardagur: 10-16

Páskabingó Hjalla í Kjós

By Fréttir

Á hverju ári halda eðalhjónin Hermann og Birna í Hjalla í Kjós páskabingó til styrktar góðu félagi. Í ár völdu þau Neistann og erum við þeim ótrúlega þakklát fyrir þeirra góðmennsku ❤️

Fríða Björk framkvæmdastjóri Neistans fór í gær í kjósina og hitti þessi yndislegu hjón og tók við styrk frá þeim upp á 230 þúsund krónur.

Við þökkum kærlega fyrir rausnarlegt framtak og mikla velvild ❤️❤️

 

 

Páskafrí

By Fréttir

Skrifstofa Neistans lokar vegna páskafrís eftir daginn í dag og við opnum aftur fimmtudaginn 13.apríl

Hægt er að senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is eða hafa samband í gegnum samfélagsmiðla ef erindið er brýnt ❤️

Neistinn logo

Aðalfundur Neistans 2023

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn fimmtudaginn 4. maí n.k. klukkan 20:00.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2.  Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar félagsins lagðir fram
  4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Lagabreytingar
  8. Kosning stjórnar*

 

*Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára.

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beiðnir um að láta vita eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

 

Tillögur að lagabreytingu ( lög neistans )skulu berast skrifstofu Neistans eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund ( 6.apríl í síðasta lagi).

 

Við vekjum athygli á því að aðeins þeir sem eru félagsmenn og hafa greitt félagsgjöldin a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund hafa atkvæðisrétt.

Góðgerðarpizza safnaði 7,3 milljónum fyrir Neistann

By Fréttir

Góðgerðarp­izza Dom­ino‘s þetta árið safnaði 7,3 millj­ón­um fyr­ir Neist­ann, styrkt­ar­fé­lag hjartveikra barna.

Þetta er 10. árið í röð sem að góðgerðarp­izza er á boðstól­um hjá Dom­ino‘s en öll sala góðgerðarp­izzunn­ar hef­ur farið óskipt til góðgerðasam­taka ár hvert.

Hrefna Sætr­an hef­ur unnið með Dom­ino‘s að góðgerðarp­izzunni frá upp­hafi og gefið alla sína vinnu tengda verk­efn­inu og í ár var eng­in breyt­ing þar á, og MS og Ali styrktu verk­efnið með hrá­efn­um líkt og árin á und­an.

Við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þetta frá­bæra fram­tak Dom­ino‘s og að hafa valið okk­ur í ár og Hrefnu fyr­ir að út­búa þessa dá­sam­lega góðgerðarp­izzu. Styrk­ur­inn mun nýt­ast í að út­búa nýtt fræðslu- og upp­lýs­inga­efni fyr­ir aðstand­end­ur hjart­barna og hjarta­börn­in sjálf. Hjart­ans þakk­ir til allra viðskipta­vina Dom­ino‘s fyr­ir að kaupa góðgerðarp­izzuna í ár og hjálpa okk­ur þar með að stuðla að betri þjón­ustu fyr­ir hjartveik börn og þeirra fjöl­skyld­ur.