Skip to main content
Yearly Archives

2017

Heiðursmerki Hjartaheillar

By Fréttir

Á formannafundi Hjartaheilla þann 8. desember s.l. voru 20 félagar heiðraðir fyrir margvísleg störf í þágu Hjartaheilla. Á meðal þeirra sem voru heiðraðir átti Neistinn  þrjá flotta fulltrúa. Valur Stefánsson fyrrverandi formaður, Guðrún Bergmann fyrrverandi formaður og Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri.

Hjartanlega til hamingju öllsömul !

By Fréttir

Félag austfirskra kvenna bauð stjórnarmeðlimum Neistans á jólafund þeirra þann 4.desember þar sem formaður félagsins, hún Sigurbjörg Bjarnadóttir, færði fulltrúum stjórnarinnar þeim Ellen og Ingibjörgu, 300 þúsund króna styrk úr minningarsjóði þeirra.

Félagið lætur árlega gott af sér leiða fyrir jólin með peningagjöfum og í ár varð Neistinn fyrir valinu. Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast fjölskyldum hjartveikra barna vel

 

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2000 -2004), verða í Gotlandi, Svíþjóð næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 24. – 31. júlí 2018.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2018.

Dagatal Neistans 2018

By Fréttir

Dagatal Neistans 2018 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma.

Jólaball 2017

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 10. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða.

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það.

Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans.

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

By Fréttir

Á dögunum kom golfarinn Bjarni Sigurðsson færandi hendi í höfuðstöðvar Neistans og afhenti Fríðu framkvæmdastjóra veglegan styrk. Um er að ræða fé sem safnaðist í leiknum „Látum gott af okkur leiða” í CostaBlanca Open 2017 golfmótinu á Spáni í vor. Við hjá Neistanum færum  öllum golfurum sem tóku þátt hjartans þakkir , auk þeirra fyrirtækja og vildarvina Costablanca sem létu gott af sér leiða í tengslum við mótið!

Stórafmæli og framlag til Neistans

By Fréttir

Karl Roth og Margrét Kristjánsdóttir, foreldrar Heklu hjartastelpu héltu saman upp á stórafmæli sín í október síðastliðinn. Saman héltu þau stóra veislu og í stað gjafa óskuðu þau eftir framlagi til Neistans í afmælisbauk. Upp úr bauknum komu svo 300 þúsund krónur !

Hjartans þakkir til ykkar kæru hjón og innilega til hamingju með daginn ykkar !

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Neistinn

By Fréttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Neistinn hafa haldist þétt í hendur þetta sumarið. Við fengum afhentan styrk frá þeim sem er afrakstur samvinnu sumarsins. Hjólandi og hlaupandi, hafa þau glatt okkur með því að vekja athygli á Neistanum.

Við þökkum öllum vinum okkar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hjartanlega fyrir !

Ógleymanleg fjórhjólaferð

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist síðastliðinn laugardag, Black Beach Tours   bauð unglingunum í ógleymanlega fjórhjólaferð. Mætingin var frábær, allir skemmtu sér ótrúlega vel og gleðin var alsráðandi allan daginn.  Við færum Black beach tours hjartans þakkir fyrir frábæran dag og ómetanlegar móttökur.  Unglingahópurinn og við öll fengum frábærar minningar í minningarbankann.

Enduðum þennan frábæra dag á pizzahlaðborði á Svarta Sauðnum.

Takk fyrir okkur !

Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins.