Skip to main content
All Posts By

formadur

Allir í bíó á laugardaginn

By Fréttir

 So undercover

 


Laugarásbíó býður okkur í Neistanum á bíó á morgun, laugardaginn 22. des. kl. 12.

 

Sýnd verður myndin So Undercover með Miley Cyrus í aðalhlutverki.

 

Fjölmennum og drögum með okkur gesti!

Jólaball Neistans 2012

By Fréttir

JlaballHó Hó Hó.  Jólaballið verður næstu helgi, laugardaginn 8. desember, kl. 14 – 16

í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 


Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það. 


Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði. 

 

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

 

Jólakort Neistans 2012

By Fréttir
 


Jólakortin komin !


Kortin eru seld til fyrirtækja í stykkjatali og á 100 kr./stk. með eða án texta.

Einnig er hægt að fá þau 10 stk. saman í pakka á 1.000 kr./pk. með texta.



Kortin eru eftir listakonuna Helmu Þorsteinsdóttur.



Allur ágóði kortanna rennur beint í Styrktarsjóð Neistans sem styrkir fjölskyldur sem þurfa að fara með börn sín í hjartaaðgerðir.



Hægt er að panta kortin hjá Neistanum:

  • Hér á vefnum (á spássíu vinstra megin).
  • Í síma : 552 5744 

  • Með tölvupósti:  neistinn@neistinn.is

Spilakvöld foreldra

By Fréttir

Spilakvöld

 

Nú styttist í það – munum að skrá okkur!

 

Fyrsta spilakvöld Neistans verðurd núna á föstudagskvöldið 2. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn að baka til) .
Spiluð verður félagsvist, sem sumur kalla framsóknarvist.

 

Flestir kunna félagsvist,  þeir sem kunna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér til að sjá reglurnar en maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Í boði verður…

  • skemmtilegur félagsskapur
  • veglegir vinningar
  • snarl
    (komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)


Hjartaforeldrar, mætum öll!


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 30. október í neistinn@neistinn.is.

Rúm milljón safnaðist í afmælissöfnun Kringlunnar

By Fréttir

 

Kringlan safnar milljón„Láttu hjartað ráða“ var söfnun sem Rekstrarfélag Kringlunnar stóð fyrir til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Söfnunin var liður í hátíðahöldum í tilefni 25 ára afmælis Kringlunnar.

 

Afraksturinn hefur nú verið afhentur Neistanum og safnaðist rúmlega ein milljón króna í stóran hjartalaga risasparibauk. Söfnunarhjartað var staðsett í hjarta Kringlunnar og var fólk hvatt til að láta 500 kr. af hendi rakna og um leið að lita hjartað rautt.

 

Stærsta einstaka framlagið í söfnunina kom frá fasteignafélaginu Reitum, sem gaf 250 þúsund krónur.

 

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar, afhenti Guðrúnu Bergmann Franzdóttur, formanni Neistans, ávísun á söfnunarupphæðina. Með á myndinni er Anney Birta Jóhannesdóttir,dóttir Guðrúnar.

 

Morgunblaðið fimmtudaginn 25. október 2012

Unglingahópurinn: Adrenalin og hamborgarar!

By Unglingastarf


AdrenalinFöstudaginn 19. október ætlar unglingahópur Neistans að fjölmenna í Adrenalíngarðinn.  Þar ætlum við að skemmta okkur í ca. 2-3 tíma og skella okkur svo á Hamborgarabúlluna og fá okkur hamborgaramáltíð.


Allt í boði Neistans!    En þið verðið að skrá ykkur með því að senda á okkur póst neistinn@neistinn.is eða hringja í síma 899 1823.


Sjáumst vonandi sem flest!


Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tímasetningar o.fl. á Fésbók.


Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Á döfinni – haust 2012

By Fréttir

Dyrin i Halsaskogi

Nú er eins gott að draga fram almanakið ogsetja hring um nokkra daga. 

Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá okkur.

 

Ævintýragarðurinn (Unglingahópurinn)

Unglingahópurinn ætlar að fjölmenna í Adrenalingarðinn á Nesjavöllum (adrenalin.is) föstudaginn 19. október.  Þetta verður dúnduruppákoma og sennilegast frítt inn fyrir krakkana okkar.  Allt um þennan viðburð á næstu dögum hér á vefnum.

 

Leikhús – Dýrin í Hálsaskógi

Þjóðleikhúsið býður félagsmönnum Neistans 800 kr. afslátt á sýningum sínum á Dýrunum í Hálsaskógi.  Sýningar eru hafnar, svo það er um að gera að rífa upp símann (551 1200) og panta miða.  Muna að nefna Neistann og þá fæst 800 kr. afsláttur af hverjum miða.  Hægt er að panta miða með tölvupósti (midasala@leikhusid.is) en afsláttarmiðareru ekki seldir á netinu.

 

Spilakvöld (foreldra)

Spilakvöld fyrir foreldra hjartabarna verður haldið föstudaginn 2. nóvember.  Menn ráða því hvað þeir taka spilið alvarlega en þarna verða veglegir vinningar í boði.  Og takið eftið því að allir (já, mikið rétt; allir) fá óvæntan glaðning.  Kannski menn kippi með sér einhverri hressingu en spilakvöldið verður auglýst nánar mjög fljótlega.

 

Jólaball

Að vanda verður jólaballið á sínum stað.  Jólasveinninn kemur með pokann góða.  Dansað verður í kringum jólatréð og allt það.  Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði.  Jólaböllin hafa verið rosalega vel sótt enda stemningin bara frábær. 

Takið frá laugardaginn 8. desember, kl. 14 – 16.

 

Árshátíð – 2013

Stefnan hefur sett á árshátíð foreldra (og aðstandenda og áhugamanna og …) snemma á næsta ári.   Hún hefur ekki verið haldin fyrr en þetta verður alvöru, með skemmtiatriðum, DJ o.s.frv.  Leyilegt verður að beita hvaða trixum sem er, löglegum, til að örva mál- og dansstöðvarnar.  Meira seinna … en allt í lagi að fara að hita sig upp andlega.

 

BINGO – 2013

Að sjálfsögðu verður hið árlega BINGO Neistans á sínum stað.  Bingóin Neistans eru fyrir alla fjölskyldun og er alltaf sérstaklega góð stemning á þeim og vel mætt.  Verið vakandi gagnvart tilkynnungum þar að lútandi þegar næsta ár er komið í gang.

 

Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2012 – Bronsleikarnir og Hjartagangan

By Fréttir


Alþjóðlegi hjartadagurinn verður þann 29. september.

Í tilefni dagsins hvetur Neistinn alla til að koma í Laugardalinn og taka þátt Bronsleikunum og Hjartagöngunni.

Bronsleikarnir (kl. 9:30)

Bronsleikarnir verða nú í fyrsta skipti hluti af hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlega hjartadagsins.

Keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum sem passa öllum aldurshópum, þ.a. allir fá viðfangsefni við hæfi.

Hjartabörn verða saman í hópi og fara þrautirnar hvert á sínum hraða.  Allir eru því velkomnir – já, og allir fá verðlaun.

 

Tilkynnið þátttöku á neistinn@neistinn.is eða í síma 5525744 – ekki síðar en á hádegi föstudaginn 28. september.

Hjartagangan (kl. 10:30)

Lagt verður af stað fyrir framan Laugardalshöllina.  Farnar verða 2 vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Endilega bjallið í okkur í síma 5525744 til að fá frekari upplýsingar.

 

Meira um Bronsleikana hér fyrir neðan:

Read More

Nordic Youth Camp 2012 í sumar

By Fréttir

 

forsíðumyndNorðurlandasumarbúðirnar voru haldnar í Nyköping í Svíþjóð í ár.  Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að komast í búðirnar.  Um leið og við fögnum því hvað unglingahópurinn okkar stækkar, þá er það sárt að þurfa hafna umsóknum.  En það kemur sumar aftur að ári og nýjar búðir!


Í sumar sendum við sendum 10 unglinga ásamt 2 fararstjórum og ferðin gekk vel fyrir sig, allir skemmtu sér vel og var hópurinn fljótur að blandast.  Sumarbúðirnar eru ekki bara skemmtun heldur eru þær fræðandi líka.  Krakkarnir sem farið hafa munu aldrei gleyma þessari upplifun.


Hér eru nokkrar myndir frá Nyköping í sumar, sem tala sínu máli:

Uppboð á húfum til styrktar Neistanum

By Fréttir

Uppboð á húfum


Dagana 5.-10. sept. verður uppboð á húfum til styrktar Neistanum.  


Húfurnar, sem eru 44 eru prjónaðar af Guðrúnu Magnúsdóttir, höfundi bókarinnar Húfuprjón sem er nýkomin út.  Þær er allar að finna í bókinni.


Hver einasta króna sem fólk greiðir fyrir húfurnar á uppboðinu fer til Neistans. 


Uppboðið er í samstarfi við Meba í KringlunniHúfunum er stillt upp í glugga Meba og inni í búðinni er bók þar sem fólk skráir tilboð sitt.