Skip to main content
All Posts By

formadur

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

By Fréttir

reykjavik-marathon-2011

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 20.ágúst nk. Eins og fyrri ár verður hægt að hlaupa fyrir Neistann og heita á viðkomandi hlaupara. Smelltu hér til að fara inná hlaupastyrkur.is og heita á hlaupara.

Hefur ágóðin af maraþoninu verið aðalstyrktarleið okkar til að fjármagna Unglingahóp Neistans styrktarfélags hjartveikra barna en tækninni að þakka þá eigum við orðið stóran unglingahóp sem þarf að halda utan um.

Sumarhátíð Neistans 2011

By Fréttir

Sumarhátíð 2011

Sumarhátíð Neistans 2011 verður haldin fimmtudaginn 23. júní n.k. frá kl. 17:00 til 20:00 í skemmtigarðinum Grafarvogi. Þar gæðum við okkur á grilluðum pylsum með tilheyrandi í frábærri aðstöðu garðsins.

 

Neistinn ætlar að bjóða fjölskyldum í ævintýra minigolf sem er í dag ein vinsælasta afþreying garðsins.Þeir sem ætla að þiggja boð Neistans og fara í golfið þurfa að skrá sig fyrir 21. júní n.k. í síma 899 1823 eða senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is svo hægt sé að raða upp í brautirnar.

 

Staðsetning

Frá Gullinbrú í Grafarvogi er ekið um 1 km leið að garðinum og sést stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd þegar þið nálgist garðinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi.

Stjórn Neistans

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn í gærkveldi, það var ágæt mæting og fundarhöld gengur vel.

Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og voru þeir samþykktir einróma.

Úr stjórn gengur Berglind Sigurðardóttir, Gróa Jónsdóttir og Hallgrímur Hafsteinsson og færum við þeim hjartans þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu Neistans.

Ný stjórn Neistans skipa því nú Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður, Andri Júlíusson, Guðný Sigurðardóttir, Fríða Arnardóttir, Karl Roth, Olga Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir.

Bjóðum við nýjum stjórnarmönnum hjartanlegar velkomna.

Skoðunar menn reikninga voru einnig kostnir og eru það  Martha Richart og S.Andrea Ásgeirsdóttir.

Bjóðum við þeim öllum hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Hjartans þakkir

By Óflokkað

Hjartans þakkir

fyrir að slást í hóp mánaðarlegra styrktaraðila Neistans,

styrktarfélags hjartveikra barna.hjartahendur og peningar Styrktarmannasöfnun - takk

Mánaðarlegur stuðningur þinn og annarra velviljaðra landsmanna gerir okkur meðal annars kleift að styrkja fjölskyldur fjárhagslega sem þurfa að fara með barn sitt í hjartaaðgerð.


Við munum fljótlega hafa samband og ræða helstu atriði varðand fyrirkomulag stuðningsins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að taka upp símann og
hringja í 899-1823 eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

Fræðslufundur á Norðurlandi

By Fréttir

Fræðsla fyrir foreldra hjartveikra barna á Norðurlandi
Fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16:30 ætlar dr. Sigríður Halldórsdóttir í Háskólanum á Akureyri
að fræða foreldra og aðra aðstandendur hjartveikra barna um sál- og taugaónæmisfræði.
Fræðslan fer fram í Zontahúsinu á Akureyri, Aðalstræti 54.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fræðast um hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfið og hitta aðra foreldra og félagsmenn í Neistanum.

Mömmuklúbbur 11 mai 2011

By Fréttir

MÖMMUKLÚBBUR!!
Breyting á degi en við ætluðum að hittast í kvöld 10. maí en vegna Eurovision höfum við ákveðið að fresta því um einn dag og hittast í staðinn miðvikudaginn 11.maí kl.20 á Kaffi Mílanó Faxafeni 11.

Hlökkum til að sjá sem flestar mömmur 🙂

Fjölskyldu & húsdýragarðurinn

By Fréttir

Sunnudaginn 15. maí nk. frá  kl.ca. 12-16 er öllum félagsmönnum Neistans boðið frítt í Fjölskyldu & húsdýragarðinn með fjölskylduna sína.

Sumarhátíðin okkar verður í júlí með svipuðu sniði og síðustu ár en við sendum boð á hana er nær dregur.

Vonumst við til að sjá sem flesta á í Húsdýragarðinum.

 

Kær sumarkveðja frá stjórn Neistans.

 

 

 

Ný heimasíða Neistans

By Fréttir

„Ágætu félagsmenn og aðrir velunnarar Neistans“
Í dag miðvikudaginn 20. apríl 2011 fór í loftið nýr vefur Neistans. Markmiðið með vefnum er að veita sem bestu upplýsingar um starf samtakanna, fræðslu svo og fréttir af starfi Neistans.  

Read More

Heim til afa og ömmu á Íslandi með Iceland Express.

By Reynslusögur

Þrátt fyrir að vera með íslenskt vegabréf og íslenska mömmu komst Ísabella Siddall ekki heim til Íslands fyrr en 2 ára gömul. Fjölskyldan býr í London Mark Siddall, Drífa Arnþórsdóttir, Daníel Bjartur og Ísabella og fæddist stúlkan á St Thomas´s spítalanum beint á móti bresku þinghúsunum og Big Ben 5. Júní 2003. Hún hafði aðeins verið 7 mánuði í móðurkviði og mikið gengið á, á meðgöngunni. Blæðingar eftir 9 vikur og læknar töldu að þetta fóstur myndi fara en við 12 vikna sónar virtist allt í stakasta lagi hjartað sló sterklega eins og það var orðað. En við 22 vikna sónar kom í ljós að þetta sterka litla hjarta var ekki alveg eðlilegt. Sérfræðingarnir töldu hjartagallann vera “coarctation of the aorta” og “VSD” nokkuð sem hægt væri að laga með skurðaðgerð fljótlega eftir fæðingu. En hins vegar höfðu þeir áhyggjur af að þetta litla fóstur væri etv með litningagalla líklega nokkuð sem kallast “Edwards syndrome” sem er mjög alvarlegt. Flest börn með Edwards syndrome deyja innan mánaðar eftir fæðingu og nánast öll deyja innan árs og eru hræðilega mikið veik svo foreldrum Ísabellu var sagt að ef um þetta væri að ræða væri best að framkalla fósturlát. Legvatnsstunga var gerð til að skera úr um þetta og biðin var 3 vikur eftir úrskurðinum. Það voru langar 3 vikur þar sem siðferðislegum spurningum var velt fram og aftur. Loks kom þó svarið engir litningagallar fundust og það var mikill léttir litla barnið ætti sér þá von um heilbrigt líf ef læknarnir gætu lagað ósæðina. 2 dögum síðar eða við 25 vikna meðgöngu fór legvatnið.

Það var augljóst að þetta yrði fyrirburi. Það ótrúlega var að fæðing fór ekki af stað strax. Litla barnið með sterka hjartað vildi vera lengur hjá mömmu sinni stækka aðeins meira og lét fara vel um sig í 8 vikur í viðbót í maganum og Drífa sat föst á spítalanum allan tímann með stöðugar blæðingar og í endalausum sónarskoðunum. Við 32 vikur fór allt af stað af einhverjum ástæðum og litla Ísabella fæddist aðeins 1.2 kg. Hún var á öndunarvél í 3 vikur og vart hugað líf á stundum. En það undarlega var að ósæðin virtist í lagi hjartasérfræðingarnir töldu að enga skurðaðgerð þyrfti fyrir þetta hjarta þrátt fyrir holurnar (VSD) sem virtust frekar hjálpa hjartanu. 

Ísabella lenti í alls kyns hremmingum sem fyrirburi t.d. Blæddi inn á augun hennar og talið að hún yrði blind á tímabili og hún átti að fara í lazer aðgerð á augunum en svo kom í ljós að þetta var ekki eins slæmt og talið var hún þurfti enga aðgerð og augun læknuðu sig sjálf af einhverjum undarlegum sjaldgæfum sjúkdómi sem olli blæðingunni og sjónin virðist í lagi kannski verður stúlkan aðeins nærsýn. Hún fékk slæmt bakflæði, lungun voru mjög illa stödd og hún fékk bronchitis og svo frv. Hún fékk oft undarleg köst þar sem hún hóstaði og hóstaði og kúgaðist, varð grá , blá og hætti stundum að anda. Hún var háð súrefni og fékk að koma heim á því eftir 3 mánaða dvöl á fyrirburadeild. En hún stóð stutt við heima vegna þessara kasta og var komin aftur á spítala 2 vikum síðar. Fyrstu jól og áramót voru t.d. Haldin hátíðleg á gjörgæslu.

icelandexpressSjö mánaða gömul fór Ísabella í hjartaþræðingu þar sem hún var greind með afar sjaldgæfan lungna og hjartasjúkdóm sem heitir Primary Pulmonary hypertension. Í stuttu máli þá eru vefir og æðar lungnanna of þröngar eða stífar og blóðið flæðir ekki nógu vel milli lungna og hjarta sem veldur of miklu álagi á hægri hlið hjartans og smátt og smátt þreytist hjartað meira og meira og gefst upp að lokum. Sem stendur er þetta ólæknandi sjúkdómur, engin skurðaðgerð eða lyf lækna hann nema þá lungna og hjarta transplant. Hins vegar eru lyf sem hjálpa og mikil framþróun í gangi á rannsóknum á þeim. Eitt af því áhrifaríkasta er súrefni og Ísabella mun alltaf þurfa að hafa súrefni á nóttunni. Fyrir 5 árum síðan voru nánast engin lyf fyrir börn með PPH en nú eru komin lyf sem hægt er að gefa og lengja etv tímann sem þau hafa. En þetta er mjög dýr lyf og sum ekki ennþá lögleg því það er svo stutt síðan farið var að prófa þau. Eftir 10 mánaða dvöl á 6 mismunandi sjúkrahúsum komst Ísabella loksins heim til að vera -háð súrefni og ýmsum öðrum lyfjum en þrátt fyrir það bara lítil tæplega eins árs dama full lífsgleði. Hún fór í bakflæðisaðgerð eins og hálfs árs sem breytti lífinu mikið og upp úr því gat hún hætt að hafa súrefni á daginn.

Fólk með Primary Pulmonary Hypertension þolir ekki að fara í löng flug yfirleitt talað um að 3-4 klst flug sé hámark og það þarf að hafa súrefni á leiðinni. Sem betur fer tekur aðeins 3 tíma að fljúga frá Bretlandi til Íslands svo eftir 2 ára afmæli Ísabellu var farið að plana sumarfrí til afa og ömmu og læknar hennar studdu það heils hugar þar sem allt var farið að ganga vel ( þeir hvetja okkur stöðugt til að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi). En það gekk erfiðega því flest flugfélög krefjast vottorðs frá lækni sem segir að viðkomandi sé “fit to travel” áður en þau hleypa farþegum með alvarlega sjúkdóma og á súrefni um borð af skiljanlegum ástæðum. En læknar Ísabellu gátu ekki skrifðað uppá slíkt plagg þar sem sjúkdómurinn felur í sér að hjartað geti gefist upp hvenær sem er og ef eitthvað kæmi upp á yrðu þeir sóttir til saka.

Hins vegar gátu læknarnir sagt að stúlkan væri í stöðugu ástandi núna. Eftir að allt hafði verið útskýrt fyrir frábæru starfsfólki hjá Iceland Express ákvað það flugfélag að gefa Ísabellu tækifæri. Þau vissu að foreldrarnir færu aldrei með barnið sitt í svona flugferð nema þeir treystu að allt væri öruggt og samþykktu að fljúga með fjölskylduna heim. Þjónusta þeirra var framúrskarandi. Yfirmanneskja þar skipulagði það að ein af flugfreyjum þeirra sem einnig er lærður hjúkrunarfræðingur yrði á vakt á flugferðum Ísabellu fram og tilbaka foreldrunum til halds og trausts. Allar flugfreyjurnar voru yndislega góðar við okkur en sérstaklega Guðrún sem við kölluðum hjúkrunarflugfreyjuna okkar. Og það var grínast mikið með handfarangurinn okkar eða “mini spítalann” sem var í stærra og þyngsta lagi enda vorum við með allar græjur með okkur til öryggis. 

Ferðalagið gekk allt saman vel og Siddall fjölskyldan þakkar Iceland Express fyrir að gefa Ísabellu tækifæri til að heimsækja afa og ömmu og aðra ættingja á Íslandi. Flestir sem voru að hitta Ísabellu í fyrsta skipti voru alveg gáttaðir á því hvað hún leit vel út miðað við allt sem hún hefur gengið í gegnum. Hún er bara lítil stelpa á svipuðu þroskastigi og önnur 2 ára börn elskar Siggu og Maríu í Söngvaborg, rólar sér og fer á rennibrautir, buslar í sundlaugum, vildi helst láta lesa fyrir sig bækur allan daginn, skríkir af hlátri yfir fíflagangi 5 ára bróður síns-talar kannski ekki mikið því hún er jú að læra 2 tungumál bæði enskuna og íslenskuna. 

Nánari upplýsingar um Primary Pulmonary Hypertension er að finna á 

www.PHA-UK.com og www.phassociation.org