Skip to main content
All Posts By

formadur

þátttakendur sumarbúða

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – Umsóknarfrestur

By Fréttir

Við minnum á umsóknarfrestinn fyrir sumarbúðirnar en hann er til 31. janúar, 2016.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

sumarbúðir mynd

Almennur félagsfundur 19.jan 2016

By Fréttir

Almennur félagsfundur Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn að Síðumúla 6 Reykjavík þriðjudaginn 19. janúar kl. 20:00.

 

Dagskrá:
1. Ráðning framkvæmdastjóra Neistans í hálft starf.
2. Starf félagsins á vormánuðum.
3. Önnur mál.

 

Stjórnin

Flugeldar til styrktar Neistanum

By Fréttir

 

Púðurkerlingin


Flugeldasalan Púðurkerlingin vill gefa til baka til samfélagsins.


Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að gefa vænan hluta af hagnaði til góðs málefnis. Í ár styrkir hún Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Með þessu vill Púðurkerlingin leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem Neistinn stendur fyrir.


Það er alveg gráupplagt að kaupa flugeldana í ár hjá Púðurkerlingunni, því 10% af hagnaði flugeldasölunnar fer til Neistans og þar að auki mun allur ágóði af Krakkapakkanum renna til okkar óskiptur.

Tilboð Olís til Neistans og Neistafélaga

By Fréttir

 

Föstudaginn 11. desember runnu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá OLÍS til Neistans.  Þetta gaf okkur hvorki meira né minna en 1,5 milljónir!  Neistinn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og keyptu eldsneyti þennan dag eða hvöttu aðra til dáða.

Nú hefur Olís ákveðið að láta kné fylgja kviði og ætlar að bjóða vinum Neistans vildarkjör á eldsneyti og styrkja Neistann í leiðinni.

 

– 8 kr. á þínum stöðvum 
* 6 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís. 
* 2 kr. viðbótarafsláttur með því að velja þína ÓB- og Olís-stöð

 15 kr. af hverjum 1.000 kr.
Í formi Vildarpunkta eða Aukakróna Landsbankans

– 1 kr. til Neistans
Auk ofangreindra afsláttarkjara rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til Neistans-Styrktarfélags hjartveikra barna.

Sjá í viðhengi hvernig nálgast má tilboðið

 

Smellið hér til að sjá allt um þetta tilboð.

Neistinn

Dælum til góðs fyrir Neistan 11. desember

By Fréttir

 


Olís eða ÓB bensín hafa ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, í átakinu Gefum og gleðjum.

 

Ef þú þarft að taka bensín þá væri frábært að gera það föstudaginn 11.desember – hjá Olís eða ÓB bensíni.

Þannig styrkir þú Neistann um 5 kr. af hverjum lítra.


Þá er gott að joina á fésbókinni til að fá áminningu þegar kemur að þessum ágæta degi.


2015-12-02 15 03 39-Document12 - Word

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – opið fyrir umsóknir

By Fréttir

 

 NYC 2015-net

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2016.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – opið fyrir umsóknir

By Fréttir

 

 NYC 2015-net

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2016.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Leikhús

By Fréttir

Félagsmenn Neistans fá 50% afslátt af aðventuleikritinu Leitin að jólunum í þjóðleikhúsinu laugardaginn 28.nóvember. Þegar miðinn er pantaður þarf að tilkynna að þið séuð félagsmenn til að fá afsláttinn. Hægt er að velja um tvær tímasetningar þennan dag, kl. 13:00 og 14:30.

 

 

Jólaleikrit

 

 

 

 

Styrktarmót Pílusambands Íslands fyrir Neistann

By Fréttir


Styrktarmót fyrir Neistann – styrktarfélag hjartveikra barna

 

Pílusamband Íslands heldur styrktarmót fyrir Neistann laugardaginn 21. nóvember

Allir eru velkomnir, happdrætti, kynning, krakkar geta æft sig og allir geta prufað! Lánspílur á staðnum.

Allir geta skráð sig í keppnina sjálfa og tekið þátt, en keppt verður í tvímenningi (tveggja manna lið) og vanir og óvanir paraðir saman svo allt verði nú sanngjarnt 🙂

 

Hvar: Pílufélag Reykjavíkur Skúlagata 26, gengið inn Vitastígsmegin
Hvenær: 21. nóvember 2015

 

Dagskrá:

14.00 – 17.00 Opið hús – 1000kr fyrir kaffi og aðgang að kökuhlaðborði.

(frítt fyrir 12 ára og yngri)

Komdu og prófaðu pílu!

Kepptu í örkeppni

Smákökusala

Happadrætti


19.00-? Pílumót keppt verður í 501, riðlar, síðan útsláttur í A og B úrslit.

1500kr mótsgjald

Mótsstýrur: Ingibjörg Magnúsdóttir og Sandra Valsdóttir

Glæsileg verðlaun fyrir efstu 3 sætin

Allir velkomnir

 

Allur ágóði rennur beint til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna

 

https://www.facebook.com/events/1503883479939055/

Spilakvöld foreldra og GUCH 2015

By Fréttir



Hið árlega spilakvöld Neistans verður haldið þann 6. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð.

Hjartaforeldrar, aðstandendur og GUCH-arar, mætum öll og skemmtum okkur saman!


ATH aldurstakmarkið er 18 ára!


SpilakvoldNeistans




 

 

 




Spiluð verður félagsvist


Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur, veglegir vinningar og snarl.



(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 4. nóvember á netfangið: neistinn@neistinn.is.