Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Haust dagskrá

By Fréttir

 Helst á döfinni

Margt spennandi framundan hjá okkur í vetur.

Fylgist með á heimasíðu okkar neistinn.is, á fésbókarsíðunum okkar, instagram og snapchat.

 

·         27. september kl. 18:00        Hjartaganga:   Hjartaganga í Elliðárdalnum

·         28. september kl. 10:00        Hjartahlaupið:   Kópavogsvöllur

·         Október         kl. 20:00          Fræðslukvöld:  Síðurmúla 6

·         1. nóvember    kl. 19:30         Spilakvöld:      Síðurmúla 6

·         Nóvember        Kl. ?               Unglingahittingur: keila fyrir 10-18 ára

·         8. desember    kl. 14:00        Jólaballið:       Safnaðarheimili Grensáskirkju

·         Desember       kl. 12:00         Bíóferð:   Auglýst síðar

 

 

Fáið þið ekki netpóst Neistans? Endilega sendið okkur rétt netföng á neistinn@neistinn.is

 

Nýtt hjartaþræðingartæki

By Fréttir

Hjartaþræðingardeild Landspítalans fær gjöf frá Jónínusjóðnum

Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun hjá hjartaþræðingardeild Landspítala við Hringbraut, 13.september.  Með því er 11 ára gamalt tæki endurnýjað og hefur deildin nú yfir að ráða þremur fullkomnum þræðingartækjum sem öll hafa verið keypt á síðustu fimm árum. Nýja tækið mun nýtast við fjölþætt inngrip, þar á meðal fyrir börn með hjartagalla.

Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkti kaupin á tækinu.

Hjartamömmuhittingur

By Fréttir

Jæja núna þegar allt er að smella í rútínu og svona er ekki tilvalið að hnoða í fyrsta hjartamömmuhittingi vetrarins?

Allar hjartamömmur velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Síðumúla 6 kl 20:00 þann 4. september 2019.

Hver kemur með eitthvað til að maula á ef hún hefur tök á, ekkert vera að henda í 10 sortir fyrir hittinginn.

Annars ætlum við bara að hafa það notalegt saman, ræða um börnin okkar eða bara allt hitt, líka velkomið að mæta bara og hlusta og sjá okkur hinar 🙂

Hlökkum til að sjá sem flestar ♥

Reykjavíkurmaraþon 2019

By Fréttir

Nú styttist heldur betur í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 24. ágúst n.k.

Skráningarhátíðin er í fullu fjöri í  Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín!

 

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Til þess að sýna þakklæti okkar gefum við öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu, á meðan birgðir endast.

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann!

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar!

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

Sumarlokun

By Fréttir

Lokað vegna sumarleyfa.

Skrifstofur Neistans og Hjartaheillar verða lokaðar 1. júlí til og með 5. ágúst 2019. Hægt verður að hafa samband í síma 899-1823 ef eitthvað kemur upp á þessum tíma.

GLEÐILEGT SUMAR

Fréttir frá aðalfundi 2019

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn miðvikudaginn 22.maí síðastliðinn. Almenn ánægja ríkir með vinnu félagsins síðasta liðið ár og kosið var í nýja stjórn.

Helga Kristrún Unnarsdóttir, ritari og Sólveig Rolfsdóttir, meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér aftur og þökkum við þeim báðum kærlega fyrir vel unnin störf fyrir.

Ný stjórn hefur nú tekið við og voru þrír  stjórnarmenn kosnir inn til tveggja ára.

Í stjórn félagsins sitja nú:

Guðrún Bergmann – Formaður

Arna Hlín Daníelsdóttir

Berglind Ósk Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Jónína Sigríður Grímsdóttir

Katrín Brynja Björvinsdóttir

Ragna Kristín Gunnarsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins.

Sumarhátíð Neistans 2019

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti miðvikudaginn 12.júní frá 17:00-19:00.

Dróttskátar úr skátafélaginu Skjöldungum verða á svæðinu og munu þeir poppa á eldi og vera með snúrubrauð. Hoppukastalinn góði verður á svæðinu og auðvitað kemur ísbílinn og gefur öllum börnum ís ( fullorðnir mega kaupa 🙂 )

Verðum með ratleik þar sem hægt er að vinna flottan vinning, grillum pylsur og skemmtum okkur saman.

 

Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur ♥

Unglingahittingur

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að  hittast sumardaginn fyrsta ( 25.apríl ) i Rush garðinum kl 16:00.

Kostnaður er 2000 krónur sem  veitir aðgang að garðinum i 120 mín og eftir hoppið borðum við saman pizzu og fáum okkur gos að drekka ?

Unglingahópur Neistans er fyrir hjartveik börn 14 ára og eldri.  Þeir sem áhuga hafa á að fræðast meira um unglingastarfið geta haft samband við Neistann í síma 899-1823 eða sent okkur línu á neistinn@neistinn.is.

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér 

Hlökkum til að sjá ykkur !

 

Aðalfundur Neistans 2019

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál

*Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.