Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Nordic Youth Camp 2012 í sumar

By Fréttir

 

forsíðumyndNorðurlandasumarbúðirnar voru haldnar í Nyköping í Svíþjóð í ár.  Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að komast í búðirnar.  Um leið og við fögnum því hvað unglingahópurinn okkar stækkar, þá er það sárt að þurfa hafna umsóknum.  En það kemur sumar aftur að ári og nýjar búðir!


Í sumar sendum við sendum 10 unglinga ásamt 2 fararstjórum og ferðin gekk vel fyrir sig, allir skemmtu sér vel og var hópurinn fljótur að blandast.  Sumarbúðirnar eru ekki bara skemmtun heldur eru þær fræðandi líka.  Krakkarnir sem farið hafa munu aldrei gleyma þessari upplifun.


Hér eru nokkrar myndir frá Nyköping í sumar, sem tala sínu máli:

Uppboð á húfum til styrktar Neistanum

By Fréttir

Uppboð á húfum


Dagana 5.-10. sept. verður uppboð á húfum til styrktar Neistanum.  


Húfurnar, sem eru 44 eru prjónaðar af Guðrúnu Magnúsdóttir, höfundi bókarinnar Húfuprjón sem er nýkomin út.  Þær er allar að finna í bókinni.


Hver einasta króna sem fólk greiðir fyrir húfurnar á uppboðinu fer til Neistans. 


Uppboðið er í samstarfi við Meba í KringlunniHúfunum er stillt upp í glugga Meba og inni í búðinni er bók þar sem fólk skráir tilboð sitt.

 

Kringlan með afmælissöfnun fyrir hjartveik börn

By Fréttir

hjartabaukurÍ tilefni þess að Kringlan er 25 ára hefur verið ákveðið að gefa einskonar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans á þessum tímamótum.

 

Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja þetta góða málefni.  Hugmyndin er að fylla hann af “rauðum” peningaseðlum, sem að söfnun lokinni munu verða afhentir Neistanum.

Helga Valdís Árnadóttir, grafískur hönnuður, hannaði hjartað en Format-Akron smíðaði það og gaf vinnuna. 

Sumarhátíð Neistans 2012 í Árbæjarsafni

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans í ár verður haldin sunnudaginn 1. júlí n.k. í Árbæjarsafni.

 

Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Þarna ætlum við að njóta þess að eiga góðan dag saman. Leikhópurinn Lotta kemur og skemmtir okkur og Fornbílaklúbburinn verður með sýningu á bílum sínum. Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á samlokur og drykki.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

Myndin “70 lítil hjörtu” komin á vefinn

By Fréttir

70_litil_hjortuSjónvarpsmynd Páls Kristins Pálssonar, 70 lítil hjörtu, sem Neistinn lét gera og sýnd hefur verið í sjónvarpinu, er nú aðgengileg á Netinu.

 

– Með íslenskum texta: https://vimeo.com/43075759

– Ótextuð: https://vimeo.com/42640755).

– Með enskum texta:

http://www.youtube.com/watch?v=XDN1a47-khM&feature=share

 

Í myndinni er fjallað um meðfædda hjartagalla og þeir skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum. Rætt er við lækna, aðstandendur hjartabarna og konu með hjartagalla sem sjálf hefur eignast barn. Myndin hlaut góða dóma og þótti sérstaklega fræðandi. Við hvetjum aðstandendur hjartabarna til að benda vinum og vandamönnum á myndina.

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6.

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

 

Guðrún Bergmann Franzdóttir sitjandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

Norrænar sumarbúðir unglinga 14 – 18 ára

By Unglingastarf

noregi3

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga verða í Svíþjóð að þessu sinni og verður farið síðustu vikuna í júlí 2012.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á gudrun@hjartaheill.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2012.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

Stjórn Neistans

Bingó – BINGÓ

By Fréttir

Neistinn býður félagsmönnum sínum í bingó laugardaginn 18. febrúar n.k.  frá kl.12:00 til 14:00 í Seljakirkju.  Fullt, FULLT af flottum vinningum eins og ávallt.

 

Svo gæðum við okkur á dýrindis pizzum að bingói loknu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Neistans

Hjartaþegi hvetur þingheim

By Fréttir

„Það sem vakir fyrir mér er að fá íslensku þjóðina til að vera gjafmildari á líffæri og að stytta bið einstaklinga eftir nýjum líffærum vegna veikinda sem ekki er hægt að lækna á annan máta,“segir Kjartan Birgisson hjartaþegi, sem í morgun afhenti þingheimi áskorun um að taka frumvarp um líffæragjafir á dagskrá þingsins sem allra fyrst.

Read More