Skip to main content
Category

Fréttir

Fræðslukvöld Neistans 19.04.2016

By Fréttir

Þann 19.04.2016 klukkan 20:00 verður fræðslukvöld Neistans í húsnæði okkar að Síðumúla 6.


Að þessu sinni mun Bára Sigurjónsdóttir kynna okkur hvernig heimahjúkrun barna og Leiðarljós styður við fjölskyldur langveikra barna, meðal annars hjartveikra barna.

Bára hefur áralanga reynslu í alhliða hjúkrun hjartabarna og var lengi hjúkrunarfræðingur hjartateymis LSH.
Hér fræðir hún okkur um möguleika heimahjúkrunar og svo þá stórmerkilegu og góðu þjónustu sem Leiðarljós býður upp á og stendur m.a. hjartabörnum til boða.
Léttar veitingar! 

Endilega kíkið á viðburðinn hér á facebook og fylgist með.


bára

Aðalfundur Neistans 2016

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

 Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar 
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Lagabreytingar*
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram 
5. Ákvörðun félagsgjalds 
6. Kosning nýs formanns **
7. Kosning stjórnar*** 
8. Önnur mál 

Read More

Orlofshús sumarið 2016

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2016 rennur út 20. mars nk.

  • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
  • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
    Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
  • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
    Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
  • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
  • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Smella hér og sækja um á netinu.

Hringja í síma 552-4242.

Senda tölvupóst á  umhyggja@umhyggja.is

Páskabingó Neistans

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 12. mars  kl. 14 – 16. 


Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Vinabæ, Skipholti 33.

 

Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu!

 

Að vanda verður fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr. 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 

 

Árshátíð Neistans 2016

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin!

 

Hvenær: Laugardaginn 5. mars, 2016.

(enn er hægt að kaupa miða – jafnvel fram á föstudag)

Össur-Jóhannes-Svavar Knútur

 
Klukkan: 19:30 – Fordrykkur,   20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk


Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson (er algerlega meððedda)

Uppistand: Jóhannes Kristjánsson (maður er strax farinn að hlæja)

Tónlistaratriði: Svavar Knútur (ó, hann syngur svo fallega)


Dans: Auðvitað!  –  Happdrætti:  Auðvitað! –  Fordrykkur:  Jebbs!

MATSEÐILL (smellið og fyrir yður um upp lokið verða)


Prís5.500 kall

Greiðsla:  Millifæra á …

    kt. 490695-2309

    reikn. 101-26-777147 

    staðfesting sendist á: neistinn@neistinn.is

 

…eða með korti á skrifstofunni (í síma 552-5744)

 

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Neistinn og Blóðbankinn

By Fréttir

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla, dagana 7. – 14. febrúar

7. – 14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfæddra hjartagalla (CHD awareness week).  Í þessari viku verður sérstök áhersla lögð á að fræða almenning um meðfædda hjartagalla, hetjurnar sem lifa með þá alla sína ævi, fjölskyldur þeirra og lífið með hjartagalla.

Félagið mun á hverjum degi viku velja eitt atriði til kynningar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  Hápunktur vikunnar verður svo blóðsöfnunardagur sem skipulagður er í samvinnu við Blóðbankann.  Þann dag eru aðstandendur og almenningur hvattir til að gefa blóð.

 

Blóðsöfnunardagur Blóðbankans og Neistans, 11. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn hvetja menn sérstaklega til að gefa blóð.  Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónusta bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.

Blóðsöfnunin stendur allan fimmtudaginn 11. febrúar, opið frá 08:00 -19:00. 
Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.
Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.


Blóðbankinn er staðsettur á Snorrabraut 60 en einnig verður vel tekið á móti fólki í Blóðbankanum á Akureyri, ásamt því að Blóðbankabíllinn verður staddur við Menntaskólann í Hamrahlíð frá kl. 09:30-14:00


Við hvetjum alla sem geta að mæta og leggja inn í mikilvægasta banka landsins. Þeir sem vilja, endilega smellið af mynd og merkið #Neistinn og #einstokhjortu. Hægt er að fylgjast með viðburðinum hér 

þátttakendur sumarbúða

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – Umsóknarfrestur

By Fréttir

Við minnum á umsóknarfrestinn fyrir sumarbúðirnar en hann er til 31. janúar, 2016.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

sumarbúðir mynd

Almennur félagsfundur 19.jan 2016

By Fréttir

Almennur félagsfundur Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn að Síðumúla 6 Reykjavík þriðjudaginn 19. janúar kl. 20:00.

 

Dagskrá:
1. Ráðning framkvæmdastjóra Neistans í hálft starf.
2. Starf félagsins á vormánuðum.
3. Önnur mál.

 

Stjórnin

Flugeldar til styrktar Neistanum

By Fréttir

 

Púðurkerlingin


Flugeldasalan Púðurkerlingin vill gefa til baka til samfélagsins.


Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að gefa vænan hluta af hagnaði til góðs málefnis. Í ár styrkir hún Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Með þessu vill Púðurkerlingin leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem Neistinn stendur fyrir.


Það er alveg gráupplagt að kaupa flugeldana í ár hjá Púðurkerlingunni, því 10% af hagnaði flugeldasölunnar fer til Neistans og þar að auki mun allur ágóði af Krakkapakkanum renna til okkar óskiptur.

Tilboð Olís til Neistans og Neistafélaga

By Fréttir

 

Föstudaginn 11. desember runnu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá OLÍS til Neistans.  Þetta gaf okkur hvorki meira né minna en 1,5 milljónir!  Neistinn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og keyptu eldsneyti þennan dag eða hvöttu aðra til dáða.

Nú hefur Olís ákveðið að láta kné fylgja kviði og ætlar að bjóða vinum Neistans vildarkjör á eldsneyti og styrkja Neistann í leiðinni.

 

– 8 kr. á þínum stöðvum 
* 6 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís. 
* 2 kr. viðbótarafsláttur með því að velja þína ÓB- og Olís-stöð

 15 kr. af hverjum 1.000 kr.
Í formi Vildarpunkta eða Aukakróna Landsbankans

– 1 kr. til Neistans
Auk ofangreindra afsláttarkjara rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til Neistans-Styrktarfélags hjartveikra barna.

Sjá í viðhengi hvernig nálgast má tilboðið

 

Smellið hér til að sjá allt um þetta tilboð.