Loksins var hægt að halda árshátíð Neistans og Takts!
Árshátíðin var haldin þann 8. október síðastliðin og var hún mjög vel sótt. Það var alveg frábært að sjá svona marga meðlimi Neistans og Takts saman komna að njóta góðar kvöldstundar saman. Árshátíðin var haldin í Gala salnum eins og undanfarin ár, þess má til gamans geta að í fyrsta sinn notuðum við allan salinn.
Gleðin hófst með fordrykk og voru allir gestir boðnir velkomnir með happdrættismiða og gengu allir út með frábæran vinning í farteskinu. Lalli töframaður sá til þess að salurinn stóð á öndinni af hlátri. Hann heldur betur hélt stuðinu í fólki. Gerði grín af sér og fékk sjálfboðaliða úr sal til að aðstoða við töfrabrögð.
Sem fyrr var dýrindis matur frá Grillvagninum á boðstólnum. Allir borðuðu fylli sína og enginn fór svangur heim. Alltaf fagmanlega gert hjá þeim.
Erlendu gestirnir okkar, sem voru á landinu til að vera viðstödd norðurlandaþingið sem Neistinn hélt að þessu sinni, skelltu sér á árshátíðina. Þau höfðu orð á ekkert þessu líkt sé í þeirra starfi en eru núna að hugsa sig vel um hvort það verði ekki breyting á. Hugsið ykkur mögulega erum við búin að hafa áhrif á félagsstarf hinna norrænu barna hjarta félaganna til hins betra!
Eftir að eiginlegri dagskrá lauk og Lalli töframaður var búin að sjá til þess að fólk væri komið með harðsperrur af hlátri tók hann að sér DJ störf og smalaði fólki út á dansgólfið í rífandi stemmingu. Þegar hann svo lauk sínum störfum alveg þá tók DJ spotify við og gleðin varði fram á nótt.
Mikil gleði var við völd og virðist sem meðlimir Neistans og Takts fannst mjög kærkomið að koma loksins saman, lyfta sér upp, spjalla, dansa, taka myndir í mynda standinum senda myndir á instagram og knúsast!
Við þökkum skipuleggjendum árshátíðarinnar kærlega fyrir skemmtilega og fallega árshátíð.
Hlökkum til að sjá sem flesta á spilakvöldi núna í nóvember!