Skip to main content
All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Árshátíð Neistans 2017

By Fréttir

Árshátíð Neistans 2017

Fjölmennasta árshátíð Neistans hingað til var haldin í Galasalnum í Kópavogi laugardaginn 8. apríl.

Gísli Einarsson tók að sér að vera veislustjóri fyrir okkur og gestirnir skemmtu sér hjartanlega yfir gamanmálum hans. Grillvagninn sá til þess að enginn fór svangur heim. Tryggvi Vilmundar, trúbador, mætti og spilaði fyrir okkur nokkur lög.

Í ár var innanhússskemmtiatriðið spunnið í kringum hlaupahóp Hjartamæðra sem söfnuðu pening til að uppfæra heimasíðu félagsins sem var einnig frumsýnd á árshátíðinni. Í kjölfarið veittum við Kolbrúnu Ýr viðurkenningu en hún safnaði mest í Reykjavíkurmaraþoninu 2016.

Árshátíðinni var svo slúttað með DJ Njalla sem hélt uppi stuði langt fram eftir. Gaman var að sjá unga hjartafólkið okkar fjölmenna á árshátíðina. Við vonum að það hafi skemmt sér vel og komi aftur að ári.

Unglingahópur Neistans

By Fréttir

 


Unglingahópurinn byrjaði árið snemma í ár en fyrsti hittingur okkar árið 2017 var 3 janúar s.l en þá fórum við í Keiluhöllina Egilshöll.


Fengum við pizzur og leik í boði þeirra,  hjartans þakkir fyrir okkur Keiluhöllin og Shake & pizza. Við áttum frábærar stundir þar, mikið spjallað og hlegið og auðvitað spilað keilu, næsti hittingur verður vonandi fljótt og verður þá auglýstur á Facebook síðu Neistans sem og Heimasíðunni, fylgist með. Hópurinn heldur áfram að vaxa og dafna og hvetjum við alla hjartaunglinga á aldrinum 13 – 18. ára að koma og vera með okkur. 


Minnum á að umsóknarfrestur í norrænu sumarbúðirnar er núna 30.janúar 2017.


alt

Dagatal Neistans 2017

By Fréttir

Dagatal Neistans 2017 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það í gegnum heimasíðuna okkar, með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma. 

Forsíða 2017

Jólaball 2016

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 11. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það. 


Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans. 

12314202 998687166863960 1294601292879411003 o

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!