Skip to main content
All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Sumargleði

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans var haldinn sunnudaginn 10.júní síðastliðinn í Björnslundi. Hátíðin heppnaðist prýðisvel og fengum við milt og gott veður þennan dag. Hoppukastali var á svæðinu sem er alltaf vinsæll hjá börnunum. Blaðrarinn mætti til að gleðja börnin, tvær snilldar stelpur sáu um andlitsmálingu og allir fengu grillaðar pylsur og drykk.  Að lokum fengu allir ís frá ísbílnum.

Einstaklega velheppnuð sumarhátíð og þökkum við öllum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn: Iceland,SS, Ísbílnum, Sprell.is, Vífilfell og Blaðraranum.

Takk allir sem komu og áttu góða stund með okkur ♥

Sumarhátíð Neistans 2018

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti sunnudaginn 10.júní frá 14:00-17:00.

Dagskrá hátíðarinnar verður að vanda fjölbreytt, blaðrarinn mætir á svæðið, hoppukastalar, ísbílinn, andlitsmáling, grill og gleði 🙂

Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur ♥

Frá aðalfundi Neistans 2018

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn fimmtudaginn 17.maí síðastliðinn. Almenn ánægja ríkir með vinnu félagsins síðasta liðið ár og kosið var í nýja stjórn.

Fráfarandi formaður Elín Eiríksdóttir, Ellen Helga Steingrímsdóttir varaformaður og Berglind Sigurðardóttir gjaldkeri gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu og þökkum við þeim kærlega fyrir frábærlega unnin störf síðast liðin ár hjá félaginu.

Ný stjórn hefur nú tekið við og voru fjórir stjórnarmenn kosnir inn, þrír til tveggja ára og einn til eins árs.

Í stjórn félagsins sitja nú:

Guðrún Bergmann – Formaður

Arna Hlín Daníelsdóttir

Helga Kristrún Unnarsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Katrín Brynja Björvinsdóttir

Ragna Kristín Gunnarsdóttir

Sólveig Rolfsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins.

Taktur – Stofnfundur

By Fréttir

Stofnfundur Takts var  haldinn fimmtudagskvöldið 10.maí sl. Góð mæting var á fundinn og var fyrsta stjórn Takts var samþykkt. En hana skipa Birkir Árnason formaður, Margrét Ásdís Björnsdóttir varaformaður, Helena Rós Tryggvadóttir gjaldkeri, Jakob Petersen ritari, Þórunn Stefánsdóttir samfélagsmiðlar, Aron Ingi Sigurðsson og Guðný Sif meðstjórnendur

Taktur er nýtt félag sem stendur að félagslífi og fræðslu fyrir einstaklinga sem greindir hafa verið með meðfædda hjartagalla, bæði sem börn og á fullorðinsaldri.
Taktur starfar undir stjórn Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og er félagið hugsað til að veita stuðning og félagsskap fyrir þá einstaklinga sem bæði hafa verið greindir með meðfæddan hjartagalla sem börn og einnig á fullorðins árum og er áframhaldandi stuðningsnet eftir 18 ára aldurinn en Neistinn er hugsað fyrir börn upp að 18 ára aldri.
Taktur hyggst bjóða félagsmönnum upp á fræðsluviðburði ásamt félagslífi sem stuðlar að auknum tengslum milli félaga enda getur oft verið gott að geta leitað til þeirra sem glíma við það sama og maður sjálfur.

 

Óskum Takti hjartanlega til hamingju og hlökkum til að vinna með þeim 🙂

 

 

 

Aðalfundur Neistans 2018

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning formanns*
8. Kosning stjórnar**

9.Önnur mál

 

* Núverandi formaður Elín Eiríksdóttir gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá  Guðrúnu Bergmann, fyrrum formanni Neistans. Þeir sem hug hafa á að bjóða sig fram til formanns láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á neistinn@neistinn.is.

** Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og 1 sæti til eins árs. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

By Uncategorized

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning formanns*
8. Kosning stjórnar**

9.Önnur mál

 

* Núverandi formaður Elín Eiríksdóttir gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá  Guðrúnu Bergmann, fyrrum formanni Neistans. Þeir sem hug hafa á að bjóða sig fram til formanns láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á neistinn@neistinn.is.

** Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og 1 sæti til eins árs. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

Árshátíð Neistans 2018

By Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 21.apríl 2018 í Gala salnum á Smiðjuvegi 1.

Takið kvöldið frá og setjið sparifötin í hreinsun 🙂

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en söngur og gleði verður við völd fram á nótt.

Húsið opnar kl:19 og boðið verður upp á fordrykk. Matur byrjar kl:19:30.

Happdrættið verður svo á sínum stað með stórglæsilegum vinningum.

Verðið eru litlar 5.000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning:
0133-26-012610
kt: 490695-2309
senda staðfestingu á neistinn@neistinn.is 
Hægt er að skrá sig og greiða til 18.apríl 2018.

Miðar verða afhentir við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Páskabingó

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 10. mars
kl. 14 – 16, í Vinabæ, skipholti 33.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)