Evrópskar sumarbúðir hjartveikra unglinga voru haldnar hér á Íslandi, á Reykjum í hrútafirði dagana 9.- 16.júlí.
Níu ofurhressir unglingar voru frá Íslandi ásamt fjórum fararstjórum og hjúkrunarfræðing og er þáttaka í þessum sumarbúðum ómetanleg reynsla fyrir þau og dýrmætur tími sem þau munu varðveita um alla tíð. Ásamt íslenska hópnum voru ungmenni frá Bretlandi, Finnlandi, Írlandi og Spáni.
Eins og alltaf var full dagskrá alla daga !
Við gátum notað frábæra aðstöðu á Reykjum þessa vikuna þar sem farið var í hópleiki, Anna Steinsen kom og hélt frábæran fyrirlestur fyrir ungmennin, fórum í sund og pottana og vorum með frábært ball þar sem dansað var allt kvöldið. Kíktum til Akureyrar þar sem farið var í ratleik um bæinn, jólahúsið var heimsókt og farið var í Zip Line.
Heimsóktum Stóru-Ásgeirsá þar sem tekið var vel á móti okkur. River rafting og búbblubolti á Bakkaflöt og Hestaferð hjá Iceland horse tour og margt margt fleira var brallað þessa vikuna.
Árlega dodgeball keppnin var auðvitað haldin og þar stóð Ísland sem sigurvegari og fær að hafa bikarinn fram að næstu sumarbúðum.
Við erum í skýjunun yfir því hversu gaman var hjá okkur og getum ekki beðið eftir næstu !
Við viljum þakka Inga bílstjóra, MS, Ölgerðinni, ÓJK-ÍSAM, Gæðabakstri, Nóa Siríus, Omnom, Góu, Medor, Umhyggju og öllu frábæra starfsfólkinu á Reykjum sérstaklega fyrir ❤️