Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Afmælissund Neistans!

By Fréttir

Í tilefni 21 árs afmælis Neistans á morgun, þann 09. maí, er félagsmönnum Neistans og vinum þeirra boðið í afmælissund!

Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði býður félagsmönnum fyrir sunnan í sund – og er innisundlaugin okkar frá kl 15:00-18:30. Úti eru svo heitir pottar og tvær vatnsrennibrautir. 

Sundlaugin á Akureyri býður einnig félagsmönnum og vinum fyrir norðan í afmælissund.

 

Spáin fyrir morgundaginn er að sjálfsögðu góð, heiðskýrt svo allir ættu að ná smá lit á kroppinn og hlaða D-vítamín byrgðirnar 🙂 

 

Endilega kíkið á viðburðinn hér

Frá aðalfundi Neistans

By Fréttir

Frá aðalfundi Neistans 2016

Aðalfundur Neistans fór fram þann 26.04.2016 að Síðumúla 6.

Sjá fundarskrá hér

Samþykktar voru breytingar á lögum Neistans

 

 * Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


Almenn ánægja ríkti með afkomu styrktarsjóðsins og vinnu félagsins síðast liðið ár, en sjóðurinn hefur eflst mikið og orðið mun sýnilegri í almennri umræðu með fyrrgreindum árangri.


Kosið var í nýja stjórn, en þau Karl Roth, Olga M. Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu.


Við þökkum þeim kærlega fyrir frábærlega unnin störf síðast liðin ár hjá félaginu.


Ný stjórn hefur nú tekið við og voru fjórir nýir stjórnarmenn kosnir inn, þrír til tveggja ára og einn til eins árs.

Í stjórn félagsins sitja nú:


Elín Eiríksdóttir – Formaður

Sandra Valsdóttir – Varaformaður

Áslaug Kolbeinsdóttir – Gjaldkeri

Sara Jóhanna Jónsdóttir – Ritari

Ellen Steingrímsdóttir

Helga Kristrún Unnarsdóttir

Sólveig Rolfsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins. 

Dagur hestsins – Neistabörnum boðið á bak

By Fréttir

 

Dagur hestsins – allir á bak 1. maí

Þann 1. maí verður dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur um allt land. Hestamannafélög munu taka á móti gestum og kynna starfsemi sína, teyma undir börnum og fræða fólk um íslenska hestinn. 


Skjólstæðingar Neistans eru boðnir sérstaklega velkomnir í Samskipahöllina þennan dag, en nánari upplýsingar um dagskrána verða birtar þegar nær dregur á vefsíðunni www.sprettarar.is.


Samskipahöllin er á hesthúsasvæði Spretts í Kópavogi sem er rétt aftan við íþróttahúsið Kórinn og stendur höllin við Hestheima 14-16.


Hestamenn safna fyrir Neistann

Við viljum enn fremur benda á söfnun Hrossaræktar ehf, til stuðnings Neistanum og Krafti

Söfnunin hófst með hinni glæsilegu stóðhestaveislu á dögunum, þar sem Sandra Valsdóttir mætti sem fulltrúi Neistans.

Hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins.  Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. 


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar á

Kt.: 600111-0510

R.: 0101-15-383439


Aurora velgerðarsjóður gefur 1 kr. á móti hverri sem safnast hjá hestamönnunum, svo það er eftir miklu að slægjast.

Aðstandendur söfnunar Hrossaræktar ehf. vonast til að sjá sem flesta Neistamenn á degi hestsins!

Aðalfundur Neistans 2016

By Óflokkað

 

 

Aðalfundur Neistans verður haldinn í kvöld (26. apríl) klukkan 20:00 að Síðumúla 6, 2. hæð

 

Dagskrá

 

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Lagabreytingar*

4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning nýs formanns**

7. Kosning stjórnar***

8. Önnur mál

 

* Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


** Núverandi formaður Fríða Björk Arnardóttir gefur ekki kost á sér.
Eitt framboð hefur borist, frá Elínu Eiríksdóttur ritara stjórnar.


***  Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Tveir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér á ný og það ræst af formannskjörinu hvort kosið verði aukalega í eitt sæti til eins árs.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita á neistinn@neistinn.is


 

 

 

 

Neistinn í stóðhestaveislu – söfnun

By Fréttir

Þann 9. apríl síðast liðinn var hin árlega stóðhestaveisla haldin af Hrossarækt ehf, en þetta er stærsti og jafnframt vinsælasti innanhússviðburðurinn innan hestaheimsins hér á landi.


Frá árinu 2011 hafa félög tengd börnum og ungmennum verið valið og styrkt. Í ár varð breyting á, tvö félög voru fyrir valinu; Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur verið greint með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í ár varð sú nýbreytni að Auróra velgjörðarsjóður mun einnig styðja við félögin. Vilja félögin heiðra minningu mikils hestamanns sem féll frá á síðasta ári, Einars Öder Magnússonar, en hann glímdi bæði við hjartasjúkdóm og krabbamein. 


Undirrituð fór fyrir hönd Neistans ásamt Írisi Eysteinsdóttur á þessa glæsilegu veislu. Þarna mátti sjá flottustu stóðhesta landsins, frábæra knapa og var stemningin hreint ótrúleg og öll umgjörð í kringum viðburðinn hin glæsilegasta. 


Neistinn og Kraftur voru með kynningarbása þar sem gestir og gangandi gátu fræðst um starfsemi félagana og keypt happdrættismiða af ungmennum frá hestamannafélaginu Spretti, en ágóði þeirrar sölu mun renna til félagana. 


Að lokum viljum við benda á að enn er hægt að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins. Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. Dregið verður úr happdrættinu á Landsmóti hestamanna  sem mun fara fram 27. júní – 3. júlí


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar inn á kt: 60011-0510 reikn: 0101-15-383439 

 

 

Við þökkum kærlega fyrir okkur

 

Sandra

 


Dagur hestsins – Neistabörnum boðið á bak

By Fréttir


Dagur hestsins – allir á bak 1. maí

Þann 1. maí verður dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur um allt land. Hestamannafélög munu taka á móti gestum og kynna starfsemi sína, teyma undir börnum og fræða fólk um íslenska hestinn. 


Skjólstæðingar Neistans eru boðnir sérstaklega velkomnir í Samskipahöllina þennan dag, en nánari upplýsingar um dagskrána verða birtar þegar nær dregur á vefsíðunni www.sprettarar.is.


Samskipahöllin er á hesthúsasvæði Spretts í Kópavogi sem er rétt aftan við íþróttahúsið Kórinn og stendur höllin við Hestheima 14-16.


Hestamenn safna fyrir Neistann

Við viljum enn fremur benda á söfnun Hrossaræktar ehf, til stuðnings Neistanum og Krafti

Söfnunin hófst með hinni glæsilegu stóðhestaveislu á dögunum, þar sem Sandra Valsdóttir mætti sem fulltrúi Neistans.

 

Hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins.  Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. 


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar á

Kt.: 600111-0510

R.: 0101-15-383439


Aurora velgerðarsjóður gefur 1 kr. á móti hverri sem safnast hjá hestamönnunum, svo það er eftir miklu að slægjast.

 

Aðstandendur söfnunar Hrossaræktar ehf. vonast til að sjá sem flesta Neistamenn á degi hestsins!

Fræðslukvöld Neistans 19.04.2016

By Fréttir

Þann 19.04.2016 klukkan 20:00 verður fræðslukvöld Neistans í húsnæði okkar að Síðumúla 6.


Að þessu sinni mun Bára Sigurjónsdóttir kynna okkur hvernig heimahjúkrun barna og Leiðarljós styður við fjölskyldur langveikra barna, meðal annars hjartveikra barna.

Bára hefur áralanga reynslu í alhliða hjúkrun hjartabarna og var lengi hjúkrunarfræðingur hjartateymis LSH.
Hér fræðir hún okkur um möguleika heimahjúkrunar og svo þá stórmerkilegu og góðu þjónustu sem Leiðarljós býður upp á og stendur m.a. hjartabörnum til boða.
Léttar veitingar! 

Endilega kíkið á viðburðinn hér á facebook og fylgist með.


bára

Aðalfundur Neistans 2016

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

 Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar 
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Lagabreytingar*
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram 
5. Ákvörðun félagsgjalds 
6. Kosning nýs formanns **
7. Kosning stjórnar*** 
8. Önnur mál 

Read More

Orlofshús sumarið 2016

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2016 rennur út 20. mars nk.

  • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
  • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
    Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
  • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
    Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
  • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
  • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Smella hér og sækja um á netinu.

Hringja í síma 552-4242.

Senda tölvupóst á  umhyggja@umhyggja.is

Páskabingó Neistans

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 12. mars  kl. 14 – 16. 


Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Vinabæ, Skipholti 33.

 

Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu!

 

Að vanda verður fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr. 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!