Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Fimm karlar á palli – tónleikar 7. maí

By Fréttir

Fimm karlar á palli

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og af því tilefni blæs félagið til sérstaklega athyglisverðra styrktartónleika á Café Rosenberg, fimmtudaginn 7. maí , kl. 20:30.

Þeir sem fram koma eru listamennirnir

KK,  Skúli mennski,  Bjartmar Guðlaugsson Teitur Magnússon og  Jóhann Helgason

kolla
 Kynnir á tónleikunum er hin geðþekka fjölmiðla- og hjólakona

Kolbrún Björnsdóttir

Öll gefa þau vinnu sína og rennur ágóðinn í Styrktarsjóð Neistans.
Sjóðurinn styrkir fjölskyldur hjartveikra barna og ungmenna.

Aðgangseyrir verður 3.000 kr.

Hjartagallar í “gölluðum” löndum

By Fréttir


FRÆÐSLUKVÖLD þri. 21. apríl: Hjálpum þeim að hjálpa sér sjálf

 

Sjálfboðastarf meðal hjartveikra barna í Mið-Ameríku og miðausturlöndum.


Gölluð lönd4

 

Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00 ætlar nýi barnahjartalæknirinn okkar SIGURÐUR SVERRIR STEPHENSEN að segja okkur af merkri reynslu sinni af störfum meðal hjartveikra barna í þriðja heiminum.


Þetta er vægast sagt ákaflega forvitnilegt málefni.


Mætum öll og þiggjum HRESSINGU að tölu lokinni.

Árshátíð Neistans 2015

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin vofir yfir!


Frestur til að skrá sig og greiða hefur verið framlengdur til fimmtu-/föstudags.


ari ossur og pétur

 

Hvenær: Laugardaginn 21. mars, 2015.


Klukkan: 19:30 – Fordrykkur

20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!)
Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk


Uppistand: ARI ELDJÁRN (say no more)

Tónlistaratriði: Pétur Örn (Jesú?)

Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson 
(Sló í gegn síðast)


Dans: Auðvitað!
  


Happdrætti:  Auðvitað!
Fordrykkur:  Jebbs!
ATHUGIÐ; breyttur og betri matseðill – hlaðborð?  Smellið hér ->  Matseðill


Prís:  4.900 

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309

    reikn. 345-26-141

    staðfesting sendist á: neistinn@neistinn.is

 

…eða borga með korti á skrifstofunni (í síma 552-5744)

 

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Bingó 2015

By Fréttir

BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 7. mars

kl. 14 – 16

 

Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Grensáskirkja (rétt eins og jólaballið). 


Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. Hjarta-pizza

 

Fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr.

 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Leikhúsferð Neistamanna

By Fréttir


Nú ætlar Neistafólk og aðstandendur að flykkjast í Tjarnarbíó og sjá leikritið…


* * * BJÖRT Í SUMARHÚSI * * *

Björt í sumarhúsi

eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og
Þórarin Eldjárn.

 

Laugardaginn 28. febrúar, kl 15:00.


Pöntum miða í síma 527 2100 og segjumst vera í Neistanum.


Miðaverð fyrir okkur verður 2.200 kr.

 

Sjá nánar á http://tjarnarbio.is/?id=963.

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – umsóknarfrestur styttur

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Umsóknarfrestur fyrir norrænu sumarbúðirnar 2015 í Danmörku hefur verið styttur.  


Forgangsumsóknir skulu eigi síðar en mánudaginn 16. febrúar – þá ganga fyrir þeir sem ekki hafa farið áður.  


Eftir það verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga eru fyrir hjartakrakka 14 – 18 ára (sem fæddir eru
1997 -2001).  Þar er alltaf mikið fjör og hér má sjá myndir á Fésbók af búðunum sl. sumar

 

Búðirnar 2015 verða á Jótlandi í Danmörku og standa yfir dagana 17. – 24. júlí.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Á döfinni – vor 2015

By Fréttir

Paddington


BÍÓ! 


Neistinn verður 20 ára þann 9. maí. 
Því er hér með blásið til starfs og til gleði.


Byrjum 20. afmælisárið á bíóferð laugardaginn 31.jan. kl 11:30!

Frítt fyrir okkur í Laugarásbíó á laugardaginn. Vinir og ættingjar velkomnir.

 

Síðan rekur hver atburðurinn annan eins og sjá má hér að neðan.


·     lau. 31. jan.   kl. 11:30     Bíóferð     Paddington í Laugarásbíó – takið með gesti
·     fim.   5. feb.   kl. 20:00    Mömmuhittingur   (sjá Hjartamömmur á Facebook)

·     lau. 28. feb    kl. 15:00    Leikhús    Björt í sumarhúsum  í  Tjarnarbíói.
·     lau.   7. mars kl. 14:00    Bingó        Safnaðarh. Grensáskirkju
·     lau. 21. mars kl. 19:(?)    Árshátíð fullorðinna  í Rúgbrauðsgerðinni
·                  apríl ófrágengið  Fræðslukvöld – læknir spjallar
·     fim.   7. maí   kl. 20: 30    Afmælistónleikar   á   Café Rosenberg
                                                Ellen Kristjánsdóttir o.fl. góðir gestir á styrktartónleikum
·     lau.   9. maí   kl. 14: 30    Afmælisgrill     
 
– Svo eru auðvitað Sumarbúðir unglingahóps í júlí.  Síðustu plássin fara að ganga út
– Reykjavíkurmaraþon í ágúst (skráning hafin – allir að hlaupa/safna fyrir Neistann.
–  O.fl o.fl. o.fl.

 

– Það vantar alltaf hjálparhendur (fólk) í allk konar stúss (skemmtilegt og leiðinlegt)!
Þeir sem eru í stuði fyrir svoleiðis skjóti pósti á neistinn@neistinn.is.

Hjartamömmur – nýi mömmuklúbburinn

By Fréttir

Nokkrar hjartamömmur sem hafa kynnst síðustu 2 ár í gegnum veikindi barnanna sinna; ýmist á Barnaspítalanum eða í Lundi, hafa sett á fót Fésbókarsíðuna Hjartamömmur.  Sandra Valsdóttir, ein af stofnendunum, skrifaði 16. des. á Neistasíðuna m.a.:

Við hittumst og spjöllum reglulega og erum hálfgerður saumaklúbbur!
Við hittumst allar saman s.l helgi og skemmtum okkur yfir góðum umræðum og mat.
Ég kom úr Keflavík, Helga kom alla leið frá Akureyri, Dagmar Bjork úr Hveragerði og Katrín er í stórborginni.

Út frá spjalli stofnuðum við grúppu hér á fésbókinni fyrir hjartamömmur (við leyfum kannski pöbbum að vera með seinna, og stundum fá þeir að vera með þegar við hittumst).

Þetta er vettvangur fyrir spjall, til að kynnast öðrum í svipuðum sporum og styðja hvor við aðra. Okkur stöllum hefur amk þótt ómetanlegt að geta leitað til hver annarrar hvort sem það tengist börnunum okkar eða menningarnótt!

Hjartamömmur, sláumst í hópinn!

Dagatal Neistans 2015

By Fréttir

 

 

dagatal2015 small

Dagatal Neistans 2015 er komið út!

 

 

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

 


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 552-5744.