Skip to main content
All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Fréttir frá aðalfundi 2019

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn miðvikudaginn 22.maí síðastliðinn. Almenn ánægja ríkir með vinnu félagsins síðasta liðið ár og kosið var í nýja stjórn.

Helga Kristrún Unnarsdóttir, ritari og Sólveig Rolfsdóttir, meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér aftur og þökkum við þeim báðum kærlega fyrir vel unnin störf fyrir.

Ný stjórn hefur nú tekið við og voru þrír  stjórnarmenn kosnir inn til tveggja ára.

Í stjórn félagsins sitja nú:

Guðrún Bergmann – Formaður

Arna Hlín Daníelsdóttir

Berglind Ósk Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Jónína Sigríður Grímsdóttir

Katrín Brynja Björvinsdóttir

Ragna Kristín Gunnarsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins.

Sumarhátíð Neistans 2019

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti miðvikudaginn 12.júní frá 17:00-19:00.

Dróttskátar úr skátafélaginu Skjöldungum verða á svæðinu og munu þeir poppa á eldi og vera með snúrubrauð. Hoppukastalinn góði verður á svæðinu og auðvitað kemur ísbílinn og gefur öllum börnum ís ( fullorðnir mega kaupa 🙂 )

Verðum með ratleik þar sem hægt er að vinna flottan vinning, grillum pylsur og skemmtum okkur saman.

 

Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur ♥

Unglingahittingur

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að  hittast sumardaginn fyrsta ( 25.apríl ) i Rush garðinum kl 16:00.

Kostnaður er 2000 krónur sem  veitir aðgang að garðinum i 120 mín og eftir hoppið borðum við saman pizzu og fáum okkur gos að drekka 😁

Unglingahópur Neistans er fyrir hjartveik börn 14 ára og eldri.  Þeir sem áhuga hafa á að fræðast meira um unglingastarfið geta haft samband við Neistann í síma 899-1823 eða sent okkur línu á neistinn@neistinn.is.

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér 

Hlökkum til að sjá ykkur !

 

Aðalfundur Neistans 2019

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál

*Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

Páskabingó 2019

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 10. apríl
kl. 17 – 19, í safnaðarheimili Grensáskirkju, háaleitisbraut 68.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)

Árshátíð Neistans 2019

By Fréttir
Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 16.mars 2019 í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, 200 Kópavogi.

Takið kvöldið frá og setjið sparifötin í hreinsun ?

Veislustjórar: Hjartamömmurnar Elín og Jónína !
Skemmtileg skemmtiatriði verða í boði

Dans: Auðvitað DJ ! – Happdrætti: Auðvitað! – Fordrykkur: Jebbs!

Húsið opnar kl:19 og boðið verður upp á fordrykk. Matur byrjar kl:19:30.

Verðið eru litlar 5.000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning:
0133-26-012610
kt: 490695-2309
senda staðfestingu á neistinn@neistinn.is
Hægt er að skrá sig og greiða til 11.mars 2019.

Miðar verða afhentir við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Spil á hendi

Spilakvöld foreldra og GUCH á Norðurlandi

By Fréttir

Ágætu félagsmenn í Neistanum á Norðurlandi

Föstudaginn 1. mars ætlar stjórn Neistans að koma til Akureyrar og halda spilakvöld með foreldrum hjartabarna á svæðinu og fullorðnum með hjartagalla. Stjórnin mætir með sína maka og er markmiðið að kynnast, spjalla, spila og skemmta sér saman. Spiluð verður félagsvist og eru velkomið að taka með sér drykki, bæði veika og sterka.

Kvöldið er fyrir foreldra hjartveikra bara og 18 ára og eldri sem fæddust með hjartagalla.  Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að koma saman og efla tengsl okkar við félagið.

Lífland styrkir Neistann

By Fréttir

Í stað þess að senda jólagjafir eins og Lífland hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði gjafa og sendingarkostnaðar renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og styrkja þannig gott málefni. Fríða Björk Arnardóttir framkvæmdastjóri Neistans, tók á móti framlaginu til félagsins frá Þóri Haraldssyni forstjóra Líflands.

Hjartans þakkir fyrir okkur Lífland !