Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Neistabíó

By Fréttir
Árlega bíóferð Neistans í boði Laugarásbíó verður laugardaginn 2.desember kl. 11:30.
Að þessu sinni er það myndin Tröll 3 !! : Poppy kemst að því að Brans var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna Floyd og sameina bræðurna.
Sendið okkur póst á neistinn@neistinn.is og meldið ykkur á viðburðinn okkar á facebook svo við getum áætlað fjölda félagsmanna sem mæta ❤️
Hlökkum til að sjá ykkur ?

Jólakort og merkispjöld komin í sölu

By Fréttir

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort fyrir jólin og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við  sölu kortanna til Neistans ❤️

Myndin sem prýðir jólakortið og merkispjöldin í ár er eftir Rósu Þorsteinsdóttur en inni í kortinu er fallegt ljóð eftir Dag St. Ásgeirsson sem heitir Neisti ❤️

Ef smellt er á hlekkina má sjá uppsetningu og útlit jólakortsins og merkispjaldanna.

Kortin eru seld í pökkum með 10 kortum og 10 umslögum, verð á pakka er kr. 2000.

Merkispjöldin eru seld í pökkum með 12 spjöldum, verð á pakka er kr. 2000.

Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Neistans eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is og sækja þau á Háaleitisbraut 13, 3.hæð eða fá þau heimsend.

 

Spilakvöld Neistans og Takts

By Fréttir

Föstudaginn 3.nóvember komu saman foreldrar hjartveikra barna og fullorðnir með meðfædda hjartagalla og spiluðu félagsvist.

Þessi árlegi viðburður er alltaf jafn skemmtilegur og gaman að sjá hvað fólk hefur gaman af að spila saman á breiðu aldursbili.

Í ár þá spiluðum við í Flugröst, sal sem Samgöngustofa á, frábær salur með allt sem þarf til að spila góða vist.

Eins og vanalega þá fara allir heim með veglega vinninga sem fjöldinn allur af fyrirtækjum styrkja okkur með.

Ölgerðin og Steindal voru svo frábær að gefa okkur gos og Töst til að bjóða upp á með spilinu.

Við erum óendanlega þakklát fyrirtækjunum að standa við bakið á okkur. Öllum sem mættu og gerðu þetta kvöld frábært færum við hjartans kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Unglingahittingur 13.nóvember

By Fréttir, Unglingastarf
Unglingahópur Neistans ætlar að hittast mánudaginn, 13. nóvember !
Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára í Minigarðinn, mæting er 17:00.
Eftir fjörið þar er fengið sér í gogginn á svæðinu og spjallað saman ?
Skráning fer fram með því að senda póst á neistinn@neistinn.is – ATH mikilvægt er að skrá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Birkir og Margrét Ásdís

Skyndihjálparnámskeið

By Fréttir

18.október síðastliðinn stóð Neistinn frammi fyrir skyndihjálparnámskeiði fyrir foreldra og forráðamenn hjartabarna og meðlimi Takts.

Námskeiðið var haldið í húsnæði Neistans að Háaleitisbraut 13. Námskeiðið var vel sótt og stefnt verður að því að svara eftirspurnum og halda annað námskeið á komandi ári.

 

Leiðbeinandi námskeiðsins var Guðrún Ösp Theodórsdóttir sem er 41 árs bráðahjúkrunarfræðingur úr Keflavík með 16 ára reynslu af bráðamóttöku og hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp frá árinu 2016.

Henni til aðstoðar var Gyða Valdís Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hjartateymis Barnaspítala Hringsins. Gyða hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2008, útskrifaðist með master í barnahjúkrun vorið 2021 og hefur starfað við barnahjúkrun síðasliðin 12 ár, bæði á Íslandi, Danmörku og Noregi.

 

Þær stóðu sig frábærlega og gátu svarað öllum spurningum sem þær fengu mjög faglega og skiljanlega. Þeir sem sóttu námskeiðið fengu fagelga og góða fræðslu og þeir sem vildu fengu leiðbeinslu við að prufa allskyns skyndihjálparaðferðir til að rifja upp og hafa ferskara í minninu.

 

Subway gaf okkur veglegan afslátt á veislubökkum sem var boðið uppá ásamt kökum.

Ölgerðin sá um að námskeiðisgestir væru ekki þyrstir á meðan viðburði stóð.

 

Við þökkum öllum sem komu á námskeiðið og nýttu sér þessa mikilvægu fræðslu sem þörf er að rifja upp og hafa í minninu.

Einnig viljum við þakka námskeiðis leiðbeinendunum fyrir frábært námskeið og notalegt kvöld ❤️

 

Guðrún Kristín

Árshátíð Neistans og Takts 2023

By Fréttir

Okkar árlega árshátíð Neistans og Takts var haldin hátíðlega 14.október síðastliðinn.

Kvöldið og dagskráin gengu vonum framar og við hæstánægð með mætinguna þetta árið.

 

Árshátíð var haldin í Gala salnum að vana og byrjaði hátíðlega með fordrykk og happdrættismiða. Enginn fór tómhentur heim, enda frábærir happdrættisvinningar fyrir alla árshátíðargesti.

 

Guðrún formaður tók að sér veislustjórn þetta árið með kahoot spurningakeppni og fleiru skemmtilegu. Taktur sá um frábærlega skemmtilegan leik sem fékk alla til að hlægja og skemmta sér konunglega. Það er strax byrjað að skipuleggja næstu árshátíð þar sem stjórnin ætlar að veislustýra ógleymanlegu kvöldi!

 

Grillvagninn sá um matinn eins og síðustu ár við mikinn fögnuð árshátíðargesta. Dásamlegur matur og enn betri matreiðslumenn sem stóðu sig með prýði.

 

Dj spotify var á sínum stað með tónlist fyrir allar kynslóðir.

 

Töst og Vínus-Vínheimar gáfu okkur svakalega bragðgóðar flöskur í fordrykk.

Fallegu blöðruvendirnir og skraut fengum við hjá yndislegu mæðgunum í Balún.

Instamyndir gáfu okkur frábæran díl á myndakassa til að festa þetta frábæra kvöld á filmu.

Blómin voru keypt í Samasem blómaheildsölu, dásamlega falleg og ilmuðu enn betur.

Myllan bauð okkur uppá dýrindis marengskökur í eftirétt sem gestir eru enn að tala um!

 

Þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta að ógleymanlegu kvöldið fyrir félagsmenn Neistans og Takts. Sjáumst að ári !

 

 

-Guðrún Kristín

Global Arch

By Fréttir

Global ARCH eru regnhlífasamtök sem tengja saman hjartasamtök um allan heim ❤️

Neistanum var boðið að vera hluti af Global Arch og við erum ótrúlega þakklát fyrir að vera hluti af þessu magnaða samfélagi.

Við höfum kynnst ótrúlegu fólki sem brennur fyrir málstað barna með meðfædda hjartagalla, lært af þeim og einnig aðstaða aðra.

Haft var samband við Fríðu framkvæmdastjóra okkar og hún var beðin um að skrifa  grein um hennar reynslu inn í hjartaheiminn og hvernig hún tengist Neistanum.

Hægt er að lesa greinina hér ❤️

 

Neistinn‘s Children’s Heart Foundation in Iceland

Spilakvöld Neistans og Takts 2023

By Fréttir
Hið árlega spilakvöld verður haldið föstudaginn 3. nóvember klukkan 19:30, í Flugröst í nauthólsvík ♠️♥️♣️♦️

Hjartaforeldra og fullorðnir með hjartagalla, mætum öll en aldurstakmark er 18 ára – við höfum gott af því !

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, þær verða rifjaðar upp áður en við byrjum. Þeir sem hafa mætt áður vita hversu mikil skemmtun þessi kvöld eru og þeir sem hafa aldrei mætt ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara enda þrusu góður félagsskapur, veglegir vinningar og snarl í boði.

Spilarar sjá sjálfir um að koma með drykki með sér.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 1. nóvember á neistinn@neistinn.isATH mikilvægt að tilkynna þátttöku.

 

Fía Sól 14.janúar 2024

By Fréttir

Leikhúsferð á Fíu Sól

Neistinn býður félagsmönnum og meðlimum Takts að kaupa miða á þessa frábæra sýningu – Fíasól gefst aldrei upp

Miðaverð er niðurgreitt af Neistanum og er miðverð fyrir félagsmenn aðeins 2500 kr á mann.

Bóka þarf miða með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is með ósk um fjölda miða  og við sendum ykkur nánari upplýsingar.

ATH við erum með takmarkaðann miðafjölda og er því gott að vera með hraðar hendur til að missa ekki af þessu frábæra tilboði ❤️❤️

Ævintýri í Jólaskógi

By Fréttir
Neistinn býður félagsmönnum sínum í jólaskóginn 13.desember næstkomandi !
Til að skrá sig þarf að senda póst á neistinn@neistinn.is og við sendum áfram hlekk til að klára skráninguna.
Farið er á 10 mín fresti og fyrsta ferðin er kl. 17:00 – ATH aðeins félagsmenn  geta farið í jólaskóginn ❤️
Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.
Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum.
Eftir gönguna er öllum boðið í myndatöku með jólasveini auk þess sem boðið er upp á heitt kakó og piparkökur.
Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, koma vel skóaðir og með vasaljós en öll þessi atriði eru nauðsynleg til að hægt sé að njóta sýningarinnar til hins ítrasta. Við mælum með sýningunni fyrir fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til okkar.
ATH Leiðin er þó ekki fær kerrum svo yngstu börnunum þarf að halda á ef þið þurfið að hafa þau með í för. Við biðjum ykkur líka um að skilja hunda eftir heima og er það bæði svo þeir trufli ekki sýninguna og aðra gesti.