Skip to main content

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie

By Fréttir

 dalecarnige

 

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie bjóða upp á námskeið fyrir ungt fólk. Námskeiðin eru fyrir 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og 21-25 ára. Yfir 3000 unglingar hafa útskrifast af námskeiðunum síðan í mars 2004 með mjög góðum árangri.

Félagsmenn Neistans (og systkini þeirra undir 25 ára) frá 25% afslátt af námskeiðunum.

 Í nútímaumhverfi er mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa gott sjálfstraust, kunna að setja sér markmið, hafa jákvætt hugarfar, kunna að vinna í hópum, geta tjáð sig af öryggi og tekist á við ábyrgð og það álag sem oft skapast í þeirra lífi.

 Námskeiðið byggist upp á sex meginmarkmiðum:

  • Efla sjálfstraustið
  • Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
  • Efla tjáningarhæfileika
  • Þróa leiðtogahæfileika
  • Bæta lífsviðhorf
  • Læra markmiðasetningu

Þess má geta að Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og Einstök börn hafa verið í samstarfi við Dale Carnegie til að styrkja sitt unga fólk undanfarin ár, með mjög góðum árangri.

 Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 13.september kl.19 fyrir 10-12 ára og 13-15 ára (æskilegt að foreldrar mæti með) og kl.20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára. Fundurinn er haldinn í Ármúla 11, 3.hæð – allir velkomnir.

 Skráning fer fram á kynningarfundi, síma 555-7080 eða á netfanginu anna@dale.is           

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.naestakynslod.is

Sundferð Neistans

By Fréttir

lgafellslaug

 

Nú er sumarfrí Mömmuklúbbsins á enda og ætlum við að fara í Lágafellslaugina Mosfellsbæ sunnudaginn 4.september og skemmta okkur saman, hittumst í anddyrinu kl. 11 :=)

 

Allir velkomnir mömmur,pabbar,ömmur,afar,systkini og frændsystkini, sjáumst hress!!

Á allra vörum

By Fréttir

allravrum

 

Ríflega 40 milljónir króna  söfnuðust í átakinu „Á allra vörum“ 2011.  Söfnunarféð verður notað til að kaupa nýtt hjartaómskoðunartæki fyrir börn,  

sem staðsett verður á Barnaspítala Hringsins. Tækið hefur verið nefnt „Hjörtur“, en sú tillaga kom fram með þessum orðum: „Megi Hjörtur bjarga mörgum litlum hjörtum“ – í beinni útsendingu á Skjá einum á föstudagskvöldið s.l.

Átakið hófst formlega 12. ágúst með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“ glossum frá Dior og lauk á föstudaginn með söfnunarþætti á Skjá einum.

 Enn er hægt að leggja átakinu lið með því að hringja í símanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000.

Söfnunarþáttur í opinni á SkjáEinum á föstudaginn

By Fréttir

aallravorum

Á föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21:00 verður söfnunar- og skemmtiþáttur í opinni dagskrá á SkjáEinum. 

Þar geta landsmenn tekið þátt og safnað fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Á meðan á söfnuninni stendur verður fjöldi skemmtiatriða auk þess sem landsþekktir svara í síma og taka á móti styrkjum. 

Allir sem koma að útsendingunni leggja átakinu lið í sjálfboðavinnu.

Einnig er hægt að horfa á þáttinn á netinu á http://www.skjarinn.is/live/ og www.mbl.is.

Hafið stórt hjarta fyrir lítil, og hjálpið okkur að safna fyrir lífsnauðsynlegu tæki fyrir börn með meðfædda hjartagalla.

Á ALLRA VÖRUM KVÖLD Í KRINGLUNNI 18. ÁGÚST

By Fréttir

aallravorum_18agust

Á allra vörum kvöldið verður í Krinlgunni fimmtudagskvöldið 18. ágúst kl. 18:00 – 21:00.  Frábært kvöld sem enginn má missa af.  Á allra vörum glossinn og bolir frá Aunts Design verða til sölu.  Neistinn kynnir starfsemi sína og aðrar frábærar kynningar og tilboð, s,s. Dior kynning og meðferðir til betra útlits.   Drykkir í boði Ölgerðarinnar.  Kynnir kvöldsins verður hin yndislega Sigga Lund.  Helgi Björns, Bogomil Font, Helga Mölller, Sigga Kling og fleiri mæta á svæðið.

Á allra vörum styður hjartveik börn

By Fréttir

Á allra vörum
Góðgerðarfélagið „Á allra vörum“ leggur nú af stað í sína fjórðu landssöfnun. Um er að ræða kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast og lætur gott af sér leiða. Félagið velur árlega eitt viðráðanlegt verkefni og hefur m.a. safnað fyrir SKB, Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands.

Í ár beinir „Á allra vörum“ kastljósinu að Neistanum og málefnum hjartveikra barna, en um 70 börn greinast með hjartagalla árlega. Sérstakt hjartatæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins er nú komið til ára sinna og er veruleg vöntun á endurnýjun. Mikið álag er á tækið þar sem það er eitt sinnar tegundar á landinu og notað oft á dag til að greina tilfelli í fóstrum svo og nývoðungum. Það er alveg ljóst að með endurnýjuðu tæki má bæði spara peninga og bjarga mannslífum.

„Það er með gleði og bjartsýni í hjarta sem við leggjum af stað í þessa fjórðu ferð okkar því málefnið er bæði þarft og viðráðanlegt. Tilhugsunin um að svona tæki bjargi litlum mannslífum og hjörtum barnanna okkar, gerir það einnig auðveldara og vonumst við stöllur til þess að þjóðin taki okkur jafn vel og undanfarin ár“
– segir Gróa Ásgeirsdóttir ein forsvarskvenna félagsins.

Átakið hefst 12. ágúst og þá með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“ varaglossum frá Dior. Tveir nýir litir verða í boði og fást þeir hjá viðurkenndum Dior snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig verður hægt að panta gloss hjá Neistanum, Síðumúla 6.

Sjónvarpsþáttur og konukvöld í Kringlunni

„Á allra vörum“ konukvöld er fyrirhugað í Kringlunni fimmtudaginn 18. ágúst þar sem kennir ýmissa grasa, m.a. frábær tilboð í verslunum, ýmsar kynningar auk þess sem landsþekktir skemmtikraftar láta sjá sig.

Átakinu lýkur með landssöfnun 26. ágúst í beinni útsendingu á Skjá Einum. Maríanna Friðjónsdóttir stýrir henni ásamt fjölda sjálfboðaliða úr íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum, sem tekið hafa saman höndum umliðin ár til að setja ómetanlegan og veglegan lokahnykk á átakið.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

By Fréttir

reykjavik-marathon-2011

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 20.ágúst nk. Eins og fyrri ár verður hægt að hlaupa fyrir Neistann og heita á viðkomandi hlaupara. Smelltu hér til að fara inná hlaupastyrkur.is og heita á hlaupara.

Hefur ágóðin af maraþoninu verið aðalstyrktarleið okkar til að fjármagna Unglingahóp Neistans styrktarfélags hjartveikra barna en tækninni að þakka þá eigum við orðið stóran unglingahóp sem þarf að halda utan um.

Sumarhátíð Neistans 2011

By Fréttir

Sumarhátíð 2011

Sumarhátíð Neistans 2011 verður haldin fimmtudaginn 23. júní n.k. frá kl. 17:00 til 20:00 í skemmtigarðinum Grafarvogi. Þar gæðum við okkur á grilluðum pylsum með tilheyrandi í frábærri aðstöðu garðsins.

 

Neistinn ætlar að bjóða fjölskyldum í ævintýra minigolf sem er í dag ein vinsælasta afþreying garðsins.Þeir sem ætla að þiggja boð Neistans og fara í golfið þurfa að skrá sig fyrir 21. júní n.k. í síma 899 1823 eða senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is svo hægt sé að raða upp í brautirnar.

 

Staðsetning

Frá Gullinbrú í Grafarvogi er ekið um 1 km leið að garðinum og sést stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd þegar þið nálgist garðinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi.

Stjórn Neistans

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn í gærkveldi, það var ágæt mæting og fundarhöld gengur vel.

Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og voru þeir samþykktir einróma.

Úr stjórn gengur Berglind Sigurðardóttir, Gróa Jónsdóttir og Hallgrímur Hafsteinsson og færum við þeim hjartans þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu Neistans.

Ný stjórn Neistans skipa því nú Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður, Andri Júlíusson, Guðný Sigurðardóttir, Fríða Arnardóttir, Karl Roth, Olga Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir.

Bjóðum við nýjum stjórnarmönnum hjartanlegar velkomna.

Skoðunar menn reikninga voru einnig kostnir og eru það  Martha Richart og S.Andrea Ásgeirsdóttir.

Bjóðum við þeim öllum hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Hjartans þakkir

By Óflokkað

Hjartans þakkir

fyrir að slást í hóp mánaðarlegra styrktaraðila Neistans,

styrktarfélags hjartveikra barna.hjartahendur og peningar Styrktarmannasöfnun - takk

Mánaðarlegur stuðningur þinn og annarra velviljaðra landsmanna gerir okkur meðal annars kleift að styrkja fjölskyldur fjárhagslega sem þurfa að fara með barn sitt í hjartaaðgerð.


Við munum fljótlega hafa samband og ræða helstu atriði varðand fyrirkomulag stuðningsins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að taka upp símann og
hringja í 899-1823 eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is.