Skip to main content
All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir
Ég starfa í stjórn Neistans því að þegar drengurinn minn fæddist með alvarlegan hjartagalla árið 2006 þá kom Neistinn inn í mitt líf með stuðning.
Það skipti gífurlegu máli á þeim tíma og við höfum nýtt okkur þeirra starfsemi og stuðning í gegnum árin.
Ég ákvað það strax þegar drengurinn minn var lítill að ég ætlaði að gefa til baka.
Ég er búin að starfa í stjórninni í tvö ár og hef áhuga á því að Neistinn snerti enn fleiri hjörtu ❤️
Anna Steinsen

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Hrafnhildur Sigurðardóttir og kynntist Neistanum þegar ég eignaðist son minn Sigurstein Nóa sem er að verða 13 ára í sumar.

Eftir að hafa notið og tekið þátt í því starfi sem Neistinn hefur uppá að bjóða ákvað ég að leggja fram krafta mína og gefa tilbaka.

Neistinn hefur reynst okkur fjölskyldunni mjög vel en við hjónin eigum þrjú börn ,og þar af tvo hjartaprinsa, sem hafa notið góðs af starfi Neistans.

Það er mér mikill heiður að fá að starfa í stjórn Neistans sem ritari félagsins.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Katrín Brynja Björgvinsdóttir og er gift Eyþóri. Við eigum saman 3 börn.

Árið 2012 eignumst við okkar fyrsta barn og greindist hann með hjartagalla stuttu eftir fæðingu. Við fórum strax inn í Neistann og höfum verið virkir þáttakendur í starfinu síðan.
Þetta er í annað sinn sem ég sit í stjórn Neistans og ég hlakka mikið til að taka fullan þátt í komandi viðburðum hjá félaginu sem gjaldkeri Neistans.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Guðrún Kristín varaformaður Neistans.

Mín fyrstu kynni af Neistanum eru fyrir 20 árum síðan þegar systir mín fæddist með hjartagalla og fór beint til Boston í aðgerð.

Eftir það gengum við fjölskyldan í félagið og tókum þátt í allskyns afþreyingu og samverustundum á vegum þeirra sem gefur hjartabörnunum og fjölskyldum þeirra svo mikið.

Sjálf á ég þrjú yndisleg börn sem eru öll með mismunandi hjartasjúkdóma sem og stjúpdóttir mín líka.

Gegnum tíðina hefur Neistinn staðið okkur sem næst og erum við ævinlega þakklát fyrir allt það starf sem Neistinn stendur fyrir.

Ég hlakka til komandi tíma með Neistanum og öllu því skemmtilega sem er á döfinni með öllum yndislegu hjartabörnunum okkar.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Jónína Sigríður Grímsdóttir, kölluð Ninna.

Ég er mamma 7 ára hjartastráks sem heitir Björgvin Unnar.

Ég kynntist Neistanum í gegnum hans hjartagalla og við fjölskyldan tókum strax virkan þátt í starfinu sem er búið að halda vel utan um bæði okkur foreldrana og hann.

Mér langaði að ljá starfinu krafta mína eftir að kona mín var búin að sitja í stjórn í tvö ár. Núna er ég að hefja 4 árið mitt í stjórn fyrst sem ritari og núna Formaður.

Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.

Nýr framkvæmdastjóri

By Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við stýrinu á skriftstofu Neistans.

Fríða Björk Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Neistans af Ellen Helgu Steingrímsdóttur sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðustu ár ásamt Söru Jóhanna Jónsdóttir sem leysti hana af í veikindaleyfi.

Neistinn þakkar þeim frábært starf í þágu félagsins á heldur erfiðum tímum sem eru nú að baki og betri tíð tekur við þar sem Neistinn getur verið enn virkari.

Fríða er Neistanum heldur betur kunnug enda hefur hún áður starfað fyrir félagið bæði í stjórn þess og síðar sem framkvæmdastjóri. Hún mætir aftur tvíefld, með mikla reynslu í farteskinu og háleit markmið fyrir starf Neistans.

Neistinn býður hana velkomna til starfa!

Jónína Sigríður Grímsdóttir, formaður Neistans

Aðalfundur Takts 2022

By Fréttir
Stjórn Takts 2022-2024
Ný stjórn Takts félags fullorðinna með meðfædda hjartagalla var kosin á aðalfundi félagsins í gær.
Neistinn þakkar fráfarandi stjórn fyrir störf sín seinustu ár og hlökkum til samstarfs við nýja stjórn.
Frá vinstri: Guðný Rún Guðnadóttir, Anney Birta Jóhannesdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure, Birkir Árnason, Margrét Ásdís Björnsdóttir og Helena Rós Tryggvadóttir.

Fréttir frá aðalfundi

By Fréttir

Aðalfundur Neistans fór fram  þann 18. maí síðastliðinn.

Kosið var í  6 sæti stjórnar auk formanns.

Ragna Kristín Gunnarsdóttir og Sara Jóhanna Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram en Neistinn þakkar þeim kærlega fyrir störf þeirra í þágu félagsins.

Jónína Sigríður Grímsdóttir var kjörinn formaður og í stjórn félagsins sitja nú:

  • Jónína Sigríður Grímsdóttir– formaður
  • Anna Steinsen – meðstjórnandi
  • Elín Eiríksdóttir – meðstjórnandi
  • Guðrún Bergmann Franzdóttir– meðstjórnandi
  • Guðrún Kristín Jóhannesdóttir– meðstjórnandi
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir – meðstjórnandi
  • Katrín Björgvinsdóttir– meðstjórnandi

Neistinn er heppinn að fá slíkar kraftmiklar kjarnakonur til liðs við sig og við hlökkum mikið til komandi tíma með þessari öflugu stjórn. Skipað verður í hlutverk stjórnar í júní.

Ellen Helga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, hefur látið af störfum.

Neistinn þakkar Ellen fyrir þann tíma sem hún starfaði fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Nýr starfsmaður

By Fréttir

Stjórn Neistans hefur ráðið Ellen Helgu Steingrímsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Ellen Helga hefur mikla reynslu af starfi Neistans, sem fyrrverandi stjórnarmaður og sem móðir hjartabarns. Ellen Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur síðustu ár starfað sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins og mun hún halda áfram starfi sínu þar, samhliða starfinu hjá Neistanum.

Ellen Helga tekur við starfinu um miðjan mars af Fríðu Björk Arnardóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin 4 ár.

Neistinn óskar Ellen Helgu til hamingju með starfið og þakkar Fríðu fyrir vel unnin störf síðustu ár.

Leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni

By Fréttir

Frá sóttvarnalækni

Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana að undanförnu til að hefta útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar hér á landi. Veirunnar varð fyrst vart í Kína í lok desember síðastliðnum og varð þar að faraldri. Síðan hefur hún breiðst nokkuð hratt til annarra landa og hér á landi hefur greinst smit hjá nokkrum einstaklingum sem allir höfðu verið í útlöndum.  

Einkenni þeirra sem veikjast í kjölfar smits líkjast helst inflúensusýkingu, þ.e. hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Flestir sem smitast finna aðeins fyrir vægum einkennum og jafna sig fljótt. Ekki verður þó horft fram hjá því að veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í verstu tilfellum reynst lífshættuleg. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir leggist á eitt til að hefta útbreiðslu og fylgi í einu og öllu leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir. 

Heilbrigðisyfirvöld beita margvíslegum leiðum til að koma upplýsingum og leiðbeiningum til almennings á framfæri sem víðast. Með þessu bréfi er óskað eftir liðsinni ykkar sem það fáið við að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við félagsmenn ykkar og skjólstæðinga: 

·         Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn. 

·         Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða. 

·         Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni. 

·         Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðahúna. 

·         Sleppa handaböndum og faðmlögum og heilsa fremur með brosi.  

Meðfylgjandi er einnig leiðbeiningar á veggspjaldi sem má prenta út og hengja upp.

Ef einstaklingur finnur fyrir veikindum og óttast að um smit af völdum kórónaveiru sé að ræða á hann að hringja í símanúmerið 1700 til að fá nánari upplýsingar. Ekki mæta á bráðamóttöku eða á heilsugæslustöð nema að fengnum ráðleggingum í síma. 

 

Á vef embættis landlæknis www.landlaeknir.is eru birtar ítarlegar leiðbeiningar til almennings og nýjustu upplýsingar af kórónaveirunni eftir því sem þörf krefur. 

 

Samhæfingarstöð almannavarna