Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Pizza og keila

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist loksins aftur síðastliðinn miðvikudag í Egilshöllinn.

Allir spiluðu saman keilu og fengu sér síðan pizzu og gos. Mætingin var mjög góð og allir skemmtu sér ótrúlega vel og ánægð að unglingastarfið sé byrjað aftur !

Mikið spjallað saman og nýjar vináttur mynduðust. Erum ótrúlega ánægð með þennan flotta hóp og hlökkum til að sjá hann blómstra ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég skráði mig í Neistann um leið og dóttir okkar fæddist árið 2002 og þurfti til Boston í aðgerð.

Neistinn styrkti okkur eftir þá ferð og vildum við strax fá að borga Neistanum til baka en það höfum við fjölskyldan gert í tuttugu ár með sjálfboðastarfi og stjórnarsetu.

Við erum félaginu ævinlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem félagið hefur ávallt veitt okkur og vinskap sem við höfum eignast í gegnum félagið.

Guðrún Bergmann Franzdóttir

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Elín Eiríksdóttir, mamma Hákons Torfa hjartastráks sem er alveg að verða 8 ára.

Neistinn tók á móti okkur þegar hann fæddist og fylgdi okkur fyrstu skrefin þangað til við náðum áttum í nýjum heimi.

Ég var komin í stjórn Neistans nokkrum mánuðum seinna og er komin aftur eftir nokkurra ára hlé.

Mér finnst frábært að geta gefið til baka fyrir frábæra félagið okkar sem styður svo vel við hjartabörn og fjölskyldur þeirra.

Reykjavíkurmaraþon

By Fréttir

Nú er loksins komið að því eftir tveggja ára bið! Það er hægt að hlaupa fyrir Neistann í Reykjavíkurmaraþoninu 2022.

Neistinn leitar eftir ofurhugum til að hlaupa fyrir ofurhetjurnar okkar! Reykjavíkurmaraþonið er helsta fjáröflunarleið Neistans ár hvert og hafa fjölmargir hlaupið fyrir félagið í gegnum tíðina, svo núna leitum við eftir flottu fólki til að skrá sig inná hlaupastyrk og safna áheitum!

https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/394-neistinn-styrktarfelag-hjartveikra-barna

Neistinn lofar fjörugri hvatningarstöð á hlaupadegi, einnig verður Neistinn með aðstöðu til að afhenda hlaupagöng á Fit and Run Expo tveimur dögum fyrir hlaup.

Okkur hlakkar mikið til að hitta alla þá flottu hlaupara sem ætla að standa við bakið á Neistanum!

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir
Ég starfa í stjórn Neistans því að þegar drengurinn minn fæddist með alvarlegan hjartagalla árið 2006 þá kom Neistinn inn í mitt líf með stuðning.
Það skipti gífurlegu máli á þeim tíma og við höfum nýtt okkur þeirra starfsemi og stuðning í gegnum árin.
Ég ákvað það strax þegar drengurinn minn var lítill að ég ætlaði að gefa til baka.
Ég er búin að starfa í stjórninni í tvö ár og hef áhuga á því að Neistinn snerti enn fleiri hjörtu ❤️
Anna Steinsen

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Hrafnhildur Sigurðardóttir og kynntist Neistanum þegar ég eignaðist son minn Sigurstein Nóa sem er að verða 13 ára í sumar.

Eftir að hafa notið og tekið þátt í því starfi sem Neistinn hefur uppá að bjóða ákvað ég að leggja fram krafta mína og gefa tilbaka.

Neistinn hefur reynst okkur fjölskyldunni mjög vel en við hjónin eigum þrjú börn ,og þar af tvo hjartaprinsa, sem hafa notið góðs af starfi Neistans.

Það er mér mikill heiður að fá að starfa í stjórn Neistans sem ritari félagsins.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Katrín Brynja Björgvinsdóttir og er gift Eyþóri. Við eigum saman 3 börn.

Árið 2012 eignumst við okkar fyrsta barn og greindist hann með hjartagalla stuttu eftir fæðingu. Við fórum strax inn í Neistann og höfum verið virkir þáttakendur í starfinu síðan.
Þetta er í annað sinn sem ég sit í stjórn Neistans og ég hlakka mikið til að taka fullan þátt í komandi viðburðum hjá félaginu sem gjaldkeri Neistans.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Guðrún Kristín varaformaður Neistans.

Mín fyrstu kynni af Neistanum eru fyrir 20 árum síðan þegar systir mín fæddist með hjartagalla og fór beint til Boston í aðgerð.

Eftir það gengum við fjölskyldan í félagið og tókum þátt í allskyns afþreyingu og samverustundum á vegum þeirra sem gefur hjartabörnunum og fjölskyldum þeirra svo mikið.

Sjálf á ég þrjú yndisleg börn sem eru öll með mismunandi hjartasjúkdóma sem og stjúpdóttir mín líka.

Gegnum tíðina hefur Neistinn staðið okkur sem næst og erum við ævinlega þakklát fyrir allt það starf sem Neistinn stendur fyrir.

Ég hlakka til komandi tíma með Neistanum og öllu því skemmtilega sem er á döfinni með öllum yndislegu hjartabörnunum okkar.

Kynning á stjórn Neistans

By Fréttir

Ég heiti Jónína Sigríður Grímsdóttir, kölluð Ninna.

Ég er mamma 7 ára hjartastráks sem heitir Björgvin Unnar.

Ég kynntist Neistanum í gegnum hans hjartagalla og við fjölskyldan tókum strax virkan þátt í starfinu sem er búið að halda vel utan um bæði okkur foreldrana og hann.

Mér langaði að ljá starfinu krafta mína eftir að kona mín var búin að sitja í stjórn í tvö ár. Núna er ég að hefja 4 árið mitt í stjórn fyrst sem ritari og núna Formaður.

Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.

Nýr framkvæmdastjóri

By Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við stýrinu á skriftstofu Neistans.

Fríða Björk Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Neistans af Ellen Helgu Steingrímsdóttur sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðustu ár ásamt Söru Jóhanna Jónsdóttir sem leysti hana af í veikindaleyfi.

Neistinn þakkar þeim frábært starf í þágu félagsins á heldur erfiðum tímum sem eru nú að baki og betri tíð tekur við þar sem Neistinn getur verið enn virkari.

Fríða er Neistanum heldur betur kunnug enda hefur hún áður starfað fyrir félagið bæði í stjórn þess og síðar sem framkvæmdastjóri. Hún mætir aftur tvíefld, með mikla reynslu í farteskinu og háleit markmið fyrir starf Neistans.

Neistinn býður hana velkomna til starfa!

Jónína Sigríður Grímsdóttir, formaður Neistans