Skip to main content

Páskabingó

By Fréttir

Hið árlega páskabingó Neistans verður haldið 25. mars í Vinabæ! 

Bingóið hefst kl 14:00 og stendur til kl 16:00

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur, en bingóið er stórskemmtilegur og árlegur fjölskylduviðburður sem hefur verið vel sóttur hjá okkur 🙂 

Spjaldið er á 300 kr 

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Bingo

Neistabíó!

By Fréttir

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir. 

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega. 

 

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn. 

 

Hjartans þakkir fyrir okkur! 

 

bíó1

Blóðgjöf er lífgjöf!

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma. Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum. Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn – bæði af fastagestum sem og nýskráðum. 

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins. 


Blóðgjöf er lífgjöf! 


 

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum í bíó á sunnudaginn, 19. febrúar kl. 15:30 á Billa Blikk. 

Frítt er fyrir hjartabarn og einn fylgdarmann 🙂 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér í bíó, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

 

Við minnum líka á mömmuhópinn fyrir norðan, Hjartamömmur á norðurlandi 🙂 

 

 

 

Pottormar

By Fréttir

Sundhópur í Suðurbæjarlaug hittist nær daglega, syndir saman og á gott spjall í heita pottinum.

Í upphafi Þorrans hittist hópurinn í þorraveislu og gæddi sér á dýrindis veitingum í pottinum.

Var þetta áttunda árið í röð sem blásið var til slíkrar veislu.

Hver og einn sundgarpur lagði til pening í sjóð í tilefni veislunnar til styrktar Neistanum.


Hjartans þakkir Pottormar !


pottormar

Blóðsöfnunardagur Neistans og Blóðbankans 9. febrúar

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn í samvinnu í annað sinn hvetja landsmenn sérstaklega til að gefa blóð.


Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónustu bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.


Blóðsöfnunin stendur allan daginn, opið frá kl.08:00 -19:00.

Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.

Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.

Blóðgjöf er lífgjöf!


Húfuverkefni Neistans

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans. 

 

Stjórn Neistans ákvað að hefja vinnu við húfuverkefni að amerískri fyrirmynd – Bandarísku hjartasamtökin og félag hjartveikveikra barna í Ameríku hafa staðið fyrir svona verkefni sem kallast “little hats, big hearts”. 

 

Þá mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi. 

 

Við þökkum öllum kærlega fyrir ómetanlegu aðstoðina við þetta verkefni okkar, sem er örugglega eitt það krúttlegasta sem undirrituð hefur séð!

 

Netupplausn-Myndin er eftir Stefaníu Reynis, en hún gaf Neistanum vinnu sína til að styðja við þetta fallega verkefni. Kunnum við henni hjartans þakkir fyrir.  

Postular bifhjólasamtök og Neistinn

By Fréttir

Þann 31. janúar síðast liðinn var okkur í Neistanum boðið í kvöldkaffi á Selfoss hjá bifhjólasamtökunum Postular. Valur, fyrrum formaður Neistans og búsettur á svæðinu, fór fyrir okkar hönd og tók við veglegum styrk frá samtökunum.

 

Hjartans þakkir kæru Postular! 

 

p.s. þið getið kynnt ykkur starf Postulanna hér 😉 

 

IMG 0230

Unglingahópur Neistans

By Fréttir

 


Unglingahópurinn byrjaði árið snemma í ár en fyrsti hittingur okkar árið 2017 var 3 janúar s.l en þá fórum við í Keiluhöllina Egilshöll.


Fengum við pizzur og leik í boði þeirra,  hjartans þakkir fyrir okkur Keiluhöllin og Shake & pizza. Við áttum frábærar stundir þar, mikið spjallað og hlegið og auðvitað spilað keilu, næsti hittingur verður vonandi fljótt og verður þá auglýstur á Facebook síðu Neistans sem og Heimasíðunni, fylgist með. Hópurinn heldur áfram að vaxa og dafna og hvetjum við alla hjartaunglinga á aldrinum 13 – 18. ára að koma og vera með okkur. 


Minnum á að umsóknarfrestur í norrænu sumarbúðirnar er núna 30.janúar 2017.


alt

Dagatal Neistans 2017

By Fréttir

Dagatal Neistans 2017 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það í gegnum heimasíðuna okkar, með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma. 

Forsíða 2017

Jólaball 2016

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 11. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það. 


Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans. 

12314202 998687166863960 1294601292879411003 o

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

 

Unglingakvöld Neistans

By Fréttir

14 október sl. hittist unglingahópur Neistans í húsakynnum Neistans að Síðumúla 6. Byrjuðum á því að háma í okkur pizzur og með því svo mætti Pílusamband Íslands til okkar sem var svo frábært að bjóða hópnum okkar uppá kennslu í pílukasti sem endaði svo í keppni þeirra á milli, við skemmtum okkur alveg konunglega og var komin mikil keppni í mannskapinn, þau voru ótrúlega fljót að komast uppá lagið. Frábært skemmtun fyrir okkur öll!

Þökkum Pílusambandinu sem og unglingunum fyrir frábæra kvöldstund, hlökkum til næsta hittings sem verður fljótlega og auðvitað hvetjum við hjartveika unglinga á aldrinum 13 + til að mæta á næsta hittng sem verður auglýstur á heimasíðu Neistans, Facebook síðunni og í netpósti svo ef þið eruð ekki með netfangið skráð hjá Neistanum þá endilega sendið okkur línu á neistinn@neistinn.is og skráið það hjá Neistanum,


Kær kveðja . Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins


Pílukastsambandið er með flott unglingastarf sem við hvetjum alla til að kíkja á en heimasíðan þeirra er hér. Öflugt og skemmtilegt starf í frábærum félagsskap!

Endilega kíkið svo á heimasíðu Pílukastsambands Íslands og á facebook síðuna þeirra


unglingakvold

Spilakvöld foreldra og GUCH 2016

By Fréttir

Hið árlega spilakvöld Neistans verður haldið þann 4 nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð.

Hjartaforeldrar og GUCH-arar, mætum öll og skemmtum okkur saman!

ATH aldurstakmarkið er 18 ára!
Spiluð verður félagsvist

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. 
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur, veglegir vinningar og snarl.


Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 2. nóvember á netfangið: neistinn@neistinn.is.

Samfélagssjóður ISAVIA

By Fréttir

Þann 1. september síðast liðinn veitti ISAVIA styrki úr samfélagssjóði sínum,

en ISAVIA hefur síðustu ár látið til sín taka í samfélagsmálum landsins og styrkt fjöldamörg góð verkefni.

Í ár fékk meðal annars Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrk úr sjóðnum vegna Norðurlandasumarbúða unglinga,

en ISAVIA styrkti félagið um 200.000 kr.

Fyrir hönd Neistans tók Sandra Valsdóttir, varaformaður félagsins, við styrknum.


Þakkar Neistinn ISAVIA hjartanlega fyrir

styrkur í KEF2

Spennandi vetur

By Fréttir

Nú er aðeins liðið á september og nóg framundan! Allir félagsmenn ættu að hafa fengið fallegt minnisblað til að skella á ísskápinn fyrr í mánuðinum. 

 

Í liðinni viku hófust mömmuhittingarnir aftur og var mæting góð að venju 🙂 Við hvetjum að sjálfsögðu allar mömmur til að mæta, kynnast og hafa gaman! Hægt er að fylgjast með inni á lokaða hópnum hjartamömmur á fésbókinni. 

 

En hér á eftir kemur vetrardagskráin: 

21. september – kl 20:00 –   Fræðslukvöld – SÍBS húsinu, Síðumúla 6. Hilma Hólm hjartalæknir fjallar um rannsókn á erfðum hjartagalla

25. september – kl 10:00 –   Hjartahlaupið – Kópavogsvöllur

29. september   kl. 17:30 –  Alþjóðlegi hjartadagurinn – Hjartaganga í Elliðarárdalnum

14. október       kl. 18:00 –   Unglingahittingur – Pizza og pílukast

4. nóvember      kl. 20:00  –  Spilakvöld foreldra – SÍBS húsið, Síðumúla 6

11. desember    kl. 14:00  – JÓLABALLIÐ – Safnaðarheimilinu Grensáskirkju. jóla jóla jóla!! 

 

Endilega fylgist vel með á heimasíðunni okkar og hér

 

 

Norðurlandasumarbúðirnar 2016

By Fréttir

grouppicisl16

Hjartans þakkir!

By Fréttir

Núna er liðin rétt rúm vika frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun. 

Í ár hlupu hátt í 140 manns fyrir félagið, og söfnuðu hvorki meira né minna en 3.390.500 krónum! 

 

Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!

 

Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt! 

 

                                                           hjartamommur

Nú eru aðeins 4 dagar!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Skráningarhátíðin fer fram þann 18. og 19. ágúst í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín! 

 

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu;

endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid

Reykjavíkurmaraþon 2016!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid

Sumarhátíðin okkar

By Fréttir

Nú styttist í sumarhátíð Neistans! 

 

Hún verður haldin sunnudaginn 14. ágúst kl 15-17 í Björnslundi – Norðlingaholti (rétt hjá Norðlingaskóla, SJÁ KORT HÉR). 

 

Það verður dúndur grillpartý, candy floss, pinata, hoppukastali, andlistmálning, BMX brós með sýningu og heyrst hefur að Sprengigengið muni láta sjá sig! 

 

Endilega fylgist vel með hér ! 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

sumarhátíð  alt

 

Nú styttist í hlaup!

By Fréttir

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið sem er ein af okkar stærstu fjáröflunum! 

 

Fjöldinn allur mun hlaupa fyrir Neistann þann 20. ágúst næst komandi, en þetta er félaginu ómetanlegur stuðningur. 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit boli merkta félaginu;

endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823


Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin”#Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og   #Reykjavikurmarathon 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort síðar) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Endilega fylgist vel með á Ég hleyp fyrir Neistann en það munu koma fram upplýsingar bæði fyrir hlaupara, sem og þá sem hvetja þá áfram! 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM ÞIÐ!


Landsmót hestamanna 2016

By Fréttir

Þann 2. júlí s.l. voru Neistanum og Kraft, boðið á Landsmót hestamanna í blíðskaparveðri á Hólum í Hjaltadal. 

Tilefnið var afhending styrks sem Aurora velgerðarsjóður og Hrossarækt stóðu fyrir í minningu Einars Öders, hestamanns. 

Styrkurinn hljóðar upp á rúmlega 7 milljónir króna, og skiptist jafnt á milli Neistans og Krafts. 

Hægt er að lesa nánar um aðdraganda viðburðarins hér

Við hjá Neistanum þökkum hjartanlega fyrir okkur

 

Landsmót hestamanna

 

Á myndinni eru frá vinstri, Snorri Kristjánsson og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt ehf., þá mæðgurnar Svanhvít Kristjánsdóttir og Dagmar Öder, Sandra Valsdóttir frá Neistanum, Berglind Jónsdóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Krafti og Hulda G. Geirsdóttir frá Hrossarækt ehf. Kraftur þakkar Hrossarækt og Aurora foundation innilega fyrir styrkinn.

 

 

 

Víkingahátíðin 2016

By Fréttir

Helgina 16. – 19. júní fór fram hin árlega víkingahátíð í Hafnarfirði við Fjörukránna. 

Mikið fjölmenni var á staðnum frá hinum ýmsu löndum og landshornum, sýndi og seldi handverk, kynnti forna víkingasiði, leiki og bardaga og skemmti sér saman.

Grétar Hermannsson, víkingur með meiru, búsettur í Svíþjóð, ákvað að styðja við Neistann  með sölu á eyrnalokkum með lífstrénu – Ask Yggdrasils. 

Söfnuðust alls tæpar 64 þúsund krónur til handar Neistanum.

 

En það endar ekki þar, því hann ákvað að gefa Neistanum þá eyrnalokka sem eftir urðu, og er hægt að kaupa þá í gegnum Söndru, stjórnarmeðlim Neistans, með því að senda skilaboð á fésbókinni

 

Við hjá Neistanum kunnum Grétari hjartans þakkir fyrir

 

víkingahátíðeyrnalokkar

Hjólað fyrir Neistann

By Óflokkað

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon

Hjólað fyrir Neistann

By Fréttir

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon

Reykjavíkurmaraþon 2016

By Fréttir

Núna styttist í Reykjavíkurmaraþonið en það mun fara fram þann 20. ágúst næst komandi. 

Í fyrra var frábær þátttaka og það stefnir aftur í annað eins, og að sjálfsögðu er Neistinn aftur í hópi þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að hlaupa fyrir.  

 

Hægt er að fylgjast með og heita á hlaupara Neistans hér, og svo erum við dugleg að setja inn upplýsingar á facebook síðuna okkar og einnig er hægt að fylgjast með viðburðinum á fésbókinni. 

 

Við höfum ákveðið að vera aftur með “hashtögg” sem við hvetjum alla til að nýta sér, þannig verður enn skemmtilegra að fylgjast með en þau eru #Neistinn #éghleypfyrirNeistann #skiptirekkimáliámeðanþúklárar #neistahlaup2016 og svo #hlaupastyrkur og #reykjavikmarathon

 

Við verðum svo að sjálfsögðu með hvatningarstöð við hlaupabrautina fyrir þá sem munu ekki hlaupa sjálfir, og verðum með bás á opnunarhátíðinni þann 18. og 19. ágúst sem við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja á! 

 

                                                                           hlaup

Lionsklúbburinn Fjölnir styrkir Neistann

By Óflokkað

Lionsklúbburinn Fjölnir eflir á næstu vikum til fjáröflunarátaks til stuðnings Neistanum.

Þeir sem styðja Neistann um 3980 krónur eða meira fá sendan DVD -disk með hinni mögnuðu heimildarmynd Ferðalag keisaramörgæsanna, með íslensku tali.

Myndin var tekin upp við öfgakenndar aðstæður á Suðurpólnum og í henni er sögð saga af lífi á hjara veraldar. 


Ferðalag keisaramörgæsanna sló algerlega í gegn þegar hún var fyrst sýnd og hlaut Óskarsverðlaunin árið 2005. Hún er ljóðræn og tilfinningaþrungin og þykir lýsa tilfinningum mannanna meistarlega vel.

Við sjáum okkur sjálf í þessum stórmerkilegum fuglum.


penguins

Lionsklúbburinn Fjölnir styrkir Neistann

By Fréttir

Lionsklúbburinn Fjölnir eflir á næstu vikum til fjáröflunarátaks til stuðnings Neistanum.

Þeir sem styðja Neistann um 3980 krónur eða meira fá sendan DVD -disk með hinni mögnuðu heimildarmynd Ferðalag keisaramörgæsanna, með íslensku tali.

Myndin var tekin upp við öfgakenndar aðstæður á Suðurpólnum og í henni er sögð saga af lífi á hjara veraldar. 


Ferðalag keisaramörgæsanna sló algerlega í gegn þegar hún var fyrst sýnd og hlaut Óskarsverðlaunin árið 2005. Hún er ljóðræn og tilfinningaþrungin og þykir lýsa tilfinningum mannanna meistarlega vel.

Við sjáum okkur sjálf í þessum stórmerkilegum fuglum.


penguins

Styrkur frá Oddfellow konum

By Fréttir

Oddfellow

 

 

 

Á dögunum fengum við afhentan veglegan styrk frá Oddfellowkonum úr

stúkunni Elísabetu í Hafnarfirði. Við færum þeim hjartans þakkir fyrir

stuðninginn.

 

Á myndinni má sjá Elínu Eiríksdóttur formann og Fríðu Björk Arnardóttur

veita styrknum viðtöku ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur frá Oddfellow.

 

20 ára afmæli styrktarsjóðs hjartveikra barna

By Óflokkað

 

Styrktarsjóður hjartveikra barna verður 20 ára á hvítasunnudag og að því tilefni ætlar Neistinn að halda afmælisveislu á leikstofu Barnaspítala Hringsins, þriðjudaginn 17. maí, kl. 15:00-17:00.


Ævar

Í veislunni verður boðið upp á ýmislegt skemmtilegt! Ævar Vísindamaður mun koma og skemmta bæði börnum og fullorðnum með sýnum einstaka hætti. Ung hjartastelpa mun leika á trompett við undirleik hjartalæknis síns, börnum gefst kostur á að fara í andlitsmálun og formaður stjórnar Styrktarsjóðsins mun segja nokkur orð.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta í þessa skemmtilegu afmælisveislu.

Afmælissund Neistans!

By Fréttir

Í tilefni 21 árs afmælis Neistans á morgun, þann 09. maí, er félagsmönnum Neistans og vinum þeirra boðið í afmælissund!

Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði býður félagsmönnum fyrir sunnan í sund – og er innisundlaugin okkar frá kl 15:00-18:30. Úti eru svo heitir pottar og tvær vatnsrennibrautir. 

Sundlaugin á Akureyri býður einnig félagsmönnum og vinum fyrir norðan í afmælissund.

 

Spáin fyrir morgundaginn er að sjálfsögðu góð, heiðskýrt svo allir ættu að ná smá lit á kroppinn og hlaða D-vítamín byrgðirnar 🙂 

 

Endilega kíkið á viðburðinn hér

Frá aðalfundi Neistans

By Fréttir

Frá aðalfundi Neistans 2016

Aðalfundur Neistans fór fram þann 26.04.2016 að Síðumúla 6.

Sjá fundarskrá hér

Samþykktar voru breytingar á lögum Neistans

 

 * Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


Almenn ánægja ríkti með afkomu styrktarsjóðsins og vinnu félagsins síðast liðið ár, en sjóðurinn hefur eflst mikið og orðið mun sýnilegri í almennri umræðu með fyrrgreindum árangri.


Kosið var í nýja stjórn, en þau Karl Roth, Olga M. Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu.


Við þökkum þeim kærlega fyrir frábærlega unnin störf síðast liðin ár hjá félaginu.


Ný stjórn hefur nú tekið við og voru fjórir nýir stjórnarmenn kosnir inn, þrír til tveggja ára og einn til eins árs.

Í stjórn félagsins sitja nú:


Elín Eiríksdóttir – Formaður

Sandra Valsdóttir – Varaformaður

Áslaug Kolbeinsdóttir – Gjaldkeri

Sara Jóhanna Jónsdóttir – Ritari

Ellen Steingrímsdóttir

Helga Kristrún Unnarsdóttir

Sólveig Rolfsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins. 

Dagur hestsins – Neistabörnum boðið á bak

By Fréttir

 

Dagur hestsins – allir á bak 1. maí

Þann 1. maí verður dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur um allt land. Hestamannafélög munu taka á móti gestum og kynna starfsemi sína, teyma undir börnum og fræða fólk um íslenska hestinn. 


Skjólstæðingar Neistans eru boðnir sérstaklega velkomnir í Samskipahöllina þennan dag, en nánari upplýsingar um dagskrána verða birtar þegar nær dregur á vefsíðunni www.sprettarar.is.


Samskipahöllin er á hesthúsasvæði Spretts í Kópavogi sem er rétt aftan við íþróttahúsið Kórinn og stendur höllin við Hestheima 14-16.


Hestamenn safna fyrir Neistann

Við viljum enn fremur benda á söfnun Hrossaræktar ehf, til stuðnings Neistanum og Krafti

Söfnunin hófst með hinni glæsilegu stóðhestaveislu á dögunum, þar sem Sandra Valsdóttir mætti sem fulltrúi Neistans.

Hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins.  Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. 


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar á

Kt.: 600111-0510

R.: 0101-15-383439


Aurora velgerðarsjóður gefur 1 kr. á móti hverri sem safnast hjá hestamönnunum, svo það er eftir miklu að slægjast.

Aðstandendur söfnunar Hrossaræktar ehf. vonast til að sjá sem flesta Neistamenn á degi hestsins!

Aðalfundur Neistans 2016

By Óflokkað

 

 

Aðalfundur Neistans verður haldinn í kvöld (26. apríl) klukkan 20:00 að Síðumúla 6, 2. hæð

 

Dagskrá

 

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Lagabreytingar*

4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning nýs formanns**

7. Kosning stjórnar***

8. Önnur mál

 

* Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


** Núverandi formaður Fríða Björk Arnardóttir gefur ekki kost á sér.
Eitt framboð hefur borist, frá Elínu Eiríksdóttur ritara stjórnar.


***  Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Tveir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér á ný og það ræst af formannskjörinu hvort kosið verði aukalega í eitt sæti til eins árs.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita á neistinn@neistinn.is


 

 

 

 

Dagur hestsins – Neistabörnum boðið á bak

By Fréttir


Dagur hestsins – allir á bak 1. maí

Þann 1. maí verður dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur um allt land. Hestamannafélög munu taka á móti gestum og kynna starfsemi sína, teyma undir börnum og fræða fólk um íslenska hestinn. 


Skjólstæðingar Neistans eru boðnir sérstaklega velkomnir í Samskipahöllina þennan dag, en nánari upplýsingar um dagskrána verða birtar þegar nær dregur á vefsíðunni www.sprettarar.is.


Samskipahöllin er á hesthúsasvæði Spretts í Kópavogi sem er rétt aftan við íþróttahúsið Kórinn og stendur höllin við Hestheima 14-16.


Hestamenn safna fyrir Neistann

Við viljum enn fremur benda á söfnun Hrossaræktar ehf, til stuðnings Neistanum og Krafti

Söfnunin hófst með hinni glæsilegu stóðhestaveislu á dögunum, þar sem Sandra Valsdóttir mætti sem fulltrúi Neistans.

 

Hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins.  Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. 


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar á

Kt.: 600111-0510

R.: 0101-15-383439


Aurora velgerðarsjóður gefur 1 kr. á móti hverri sem safnast hjá hestamönnunum, svo það er eftir miklu að slægjast.

 

Aðstandendur söfnunar Hrossaræktar ehf. vonast til að sjá sem flesta Neistamenn á degi hestsins!

Fræðslukvöld Neistans 19.04.2016

By Fréttir

Þann 19.04.2016 klukkan 20:00 verður fræðslukvöld Neistans í húsnæði okkar að Síðumúla 6.


Að þessu sinni mun Bára Sigurjónsdóttir kynna okkur hvernig heimahjúkrun barna og Leiðarljós styður við fjölskyldur langveikra barna, meðal annars hjartveikra barna.

Bára hefur áralanga reynslu í alhliða hjúkrun hjartabarna og var lengi hjúkrunarfræðingur hjartateymis LSH.
Hér fræðir hún okkur um möguleika heimahjúkrunar og svo þá stórmerkilegu og góðu þjónustu sem Leiðarljós býður upp á og stendur m.a. hjartabörnum til boða.
Léttar veitingar! 

Endilega kíkið á viðburðinn hér á facebook og fylgist með.


bára

Aðalfundur Neistans 2016

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

 Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar 
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Lagabreytingar*
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram 
5. Ákvörðun félagsgjalds 
6. Kosning nýs formanns **
7. Kosning stjórnar*** 
8. Önnur mál 

Read More

Orlofshús sumarið 2016

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2016 rennur út 20. mars nk.

 • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
 • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
  Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
 • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
  Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
 • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
 • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Smella hér og sækja um á netinu.

Hringja í síma 552-4242.

Senda tölvupóst á  umhyggja@umhyggja.is

Páskabingó Neistans

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 12. mars  kl. 14 – 16. 


Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Vinabæ, Skipholti 33.

 

Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu!

 

Að vanda verður fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr. 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 

 

Árshátíð Neistans 2016

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin!

 

Hvenær: Laugardaginn 5. mars, 2016.

(enn er hægt að kaupa miða – jafnvel fram á föstudag)

Össur-Jóhannes-Svavar Knútur

 
Klukkan: 19:30 – Fordrykkur,   20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk


Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson (er algerlega meððedda)

Uppistand: Jóhannes Kristjánsson (maður er strax farinn að hlæja)

Tónlistaratriði: Svavar Knútur (ó, hann syngur svo fallega)


Dans: Auðvitað!  –  Happdrætti:  Auðvitað! –  Fordrykkur:  Jebbs!

MATSEÐILL (smellið og fyrir yður um upp lokið verða)


Prís5.500 kall

Greiðsla:  Millifæra á …

    kt. 490695-2309

    reikn. 101-26-777147 

    staðfesting sendist á: neistinn@neistinn.is

 

…eða með korti á skrifstofunni (í síma 552-5744)

 

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Neistinn og Blóðbankinn

By Fréttir

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla, dagana 7. – 14. febrúar

7. – 14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfæddra hjartagalla (CHD awareness week).  Í þessari viku verður sérstök áhersla lögð á að fræða almenning um meðfædda hjartagalla, hetjurnar sem lifa með þá alla sína ævi, fjölskyldur þeirra og lífið með hjartagalla.

Félagið mun á hverjum degi viku velja eitt atriði til kynningar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  Hápunktur vikunnar verður svo blóðsöfnunardagur sem skipulagður er í samvinnu við Blóðbankann.  Þann dag eru aðstandendur og almenningur hvattir til að gefa blóð.

 

Blóðsöfnunardagur Blóðbankans og Neistans, 11. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn hvetja menn sérstaklega til að gefa blóð.  Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónusta bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.

Blóðsöfnunin stendur allan fimmtudaginn 11. febrúar, opið frá 08:00 -19:00. 
Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.
Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.


Blóðbankinn er staðsettur á Snorrabraut 60 en einnig verður vel tekið á móti fólki í Blóðbankanum á Akureyri, ásamt því að Blóðbankabíllinn verður staddur við Menntaskólann í Hamrahlíð frá kl. 09:30-14:00


Við hvetjum alla sem geta að mæta og leggja inn í mikilvægasta banka landsins. Þeir sem vilja, endilega smellið af mynd og merkið #Neistinn og #einstokhjortu. Hægt er að fylgjast með viðburðinum hér 

þátttakendur sumarbúða

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – Umsóknarfrestur

By Fréttir

Við minnum á umsóknarfrestinn fyrir sumarbúðirnar en hann er til 31. janúar, 2016.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

sumarbúðir mynd

Almennur félagsfundur 19.jan 2016

By Fréttir

Almennur félagsfundur Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn að Síðumúla 6 Reykjavík þriðjudaginn 19. janúar kl. 20:00.

 

Dagskrá:
1. Ráðning framkvæmdastjóra Neistans í hálft starf.
2. Starf félagsins á vormánuðum.
3. Önnur mál.

 

Stjórnin

Flugeldar til styrktar Neistanum

By Fréttir

 

Púðurkerlingin


Flugeldasalan Púðurkerlingin vill gefa til baka til samfélagsins.


Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að gefa vænan hluta af hagnaði til góðs málefnis. Í ár styrkir hún Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Með þessu vill Púðurkerlingin leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem Neistinn stendur fyrir.


Það er alveg gráupplagt að kaupa flugeldana í ár hjá Púðurkerlingunni, því 10% af hagnaði flugeldasölunnar fer til Neistans og þar að auki mun allur ágóði af Krakkapakkanum renna til okkar óskiptur.

Tilboð Olís til Neistans og Neistafélaga

By Fréttir

 

Föstudaginn 11. desember runnu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá OLÍS til Neistans.  Þetta gaf okkur hvorki meira né minna en 1,5 milljónir!  Neistinn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og keyptu eldsneyti þennan dag eða hvöttu aðra til dáða.

Nú hefur Olís ákveðið að láta kné fylgja kviði og ætlar að bjóða vinum Neistans vildarkjör á eldsneyti og styrkja Neistann í leiðinni.

 

– 8 kr. á þínum stöðvum 
* 6 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís. 
* 2 kr. viðbótarafsláttur með því að velja þína ÓB- og Olís-stöð

 15 kr. af hverjum 1.000 kr.
Í formi Vildarpunkta eða Aukakróna Landsbankans

– 1 kr. til Neistans
Auk ofangreindra afsláttarkjara rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til Neistans-Styrktarfélags hjartveikra barna.

Sjá í viðhengi hvernig nálgast má tilboðið

 

Smellið hér til að sjá allt um þetta tilboð.

Neistinn

Dælum til góðs fyrir Neistan 11. desember

By Fréttir

 


Olís eða ÓB bensín hafa ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, í átakinu Gefum og gleðjum.

 

Ef þú þarft að taka bensín þá væri frábært að gera það föstudaginn 11.desember – hjá Olís eða ÓB bensíni.

Þannig styrkir þú Neistann um 5 kr. af hverjum lítra.


Þá er gott að joina á fésbókinni til að fá áminningu þegar kemur að þessum ágæta degi.


2015-12-02 15 03 39-Document12 - Word

Norrænu sumarbúðirnar 2016 – opið fyrir umsóknir

By Fréttir

 

 NYC 2015-net

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1998 -2002), verða í Finnlandi næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 22. – 29. júlí 2016.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar. 

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2016.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Leikhús

By Fréttir

Félagsmenn Neistans fá 50% afslátt af aðventuleikritinu Leitin að jólunum í þjóðleikhúsinu laugardaginn 28.nóvember. Þegar miðinn er pantaður þarf að tilkynna að þið séuð félagsmenn til að fá afsláttinn. Hægt er að velja um tvær tímasetningar þennan dag, kl. 13:00 og 14:30.

 

 

Jólaleikrit

 

 

 

 

Styrktarmót Pílusambands Íslands fyrir Neistann

By Fréttir


Styrktarmót fyrir Neistann – styrktarfélag hjartveikra barna

 

Pílusamband Íslands heldur styrktarmót fyrir Neistann laugardaginn 21. nóvember

Allir eru velkomnir, happdrætti, kynning, krakkar geta æft sig og allir geta prufað! Lánspílur á staðnum.

Allir geta skráð sig í keppnina sjálfa og tekið þátt, en keppt verður í tvímenningi (tveggja manna lið) og vanir og óvanir paraðir saman svo allt verði nú sanngjarnt 🙂

 

Hvar: Pílufélag Reykjavíkur Skúlagata 26, gengið inn Vitastígsmegin
Hvenær: 21. nóvember 2015

 

Dagskrá:

14.00 – 17.00 Opið hús – 1000kr fyrir kaffi og aðgang að kökuhlaðborði.

(frítt fyrir 12 ára og yngri)

Komdu og prófaðu pílu!

Kepptu í örkeppni

Smákökusala

Happadrætti


19.00-? Pílumót keppt verður í 501, riðlar, síðan útsláttur í A og B úrslit.

1500kr mótsgjald

Mótsstýrur: Ingibjörg Magnúsdóttir og Sandra Valsdóttir

Glæsileg verðlaun fyrir efstu 3 sætin

Allir velkomnir

 

Allur ágóði rennur beint til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna

 

https://www.facebook.com/events/1503883479939055/

Spilakvöld foreldra og GUCH 2015

By FréttirHið árlega spilakvöld Neistans verður haldið þann 6. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð.

Hjartaforeldrar, aðstandendur og GUCH-arar, mætum öll og skemmtum okkur saman!


ATH aldurstakmarkið er 18 ára!


SpilakvoldNeistans
 

 

 
Spiluð verður félagsvist


Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur, veglegir vinningar og snarl.(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 4. nóvember á netfangið: neistinn@neistinn.is.

 

Vitar og völundarhús

By Fréttir

Við bendum á málþing um efni sem við þekkjum mörg hver vel

Vitar og völundarhús – vegferð fjölskyldna langveikra barna um þjónustuna.


Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju nú í október býður félagið til málþings þann föstudaginn 30. október á Hilton Nordica hefst kl. 14.00 og lýkur kl. 16.30.

Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar.

Málþingið er öllum opið  Smellið hér til að sjá nánar um dagskrána og skráningu.

Sérstaklega athyglisverðir fræðslufundir

By Fréttir


Sérstaklega áhugaverður fræðslufundur Neistans þriðjudaginn 20. október.

 

Greining alvarlegra hjartagalla á Íslandi 2000-2014

 

hjartarannsóknirHallfríður Kristinsdóttir, læknanemi, hefur rannsakað allt milli himins og jarðar varðandi hjartagalla í íslenskum börnum undir handleiðslu Gylfa Óskarssonar barnahjartalæknis.  


Þau kynna okkur þessar rannsóknir á næsta fræðslufundi Neistans þriðjudaginn 20.10 kl. 20 í Síðumúla 6.  


HallfríðurHallfríður mun fjalla um hvenær og hvernig alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast hjá börnum. Einnig hvenær aðgerðir og inngrip eru framkvæmd ásamt hvernig börnum með alvarlega hjartagalla á Íslandi hefur vegnað á sl. 15 árum. Velt verður upp spurningunni hvort gera megi betur í að greina alvarlega meðfædda hjartagalla fyrr, og hvort sein greining slíkra galla sé vandamál á Íslandi.


Í kjölfarið munu þau Gylfi sitja fyrir svörum og spjalla nánar um efnið ef áhugi er fyrir hendi.


Foreldrar, aðstandendur, fjölmennum nú og fræðumst um mál sem snertir okkur öll.


 –   –   –   –   –   –   –   –   –   –


Þá viljum við benda á opinn fræðslufund hjá Íslenskri erfðagreiningu laugardaginn 17. október.

 

Um hjörtu mannanna


Opinn fræðslufundur í samstarfi við Hjartaheill, um hjartasjúkdóma og erfðir verður haldinn laugardaginn 17. október kl. 14:00 til 15:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8.

 

Erindi flytja:

 

Davíð O. Arnar, hjartalæknir, Landspítalagoogle-banner-02

Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir, Landspítala

Hilma Hólm, hjartalæknir, Landspítala og ÍE
Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE


Nánar hér.

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2015: Solla stirða, hlaup, ganga, sund

By Fréttir

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á
Kópavogsvelli sunnudaginn, 27. september.

Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

 Solla stirða
Solla stirða, Goggi mega og Siggi sæti heilsa upp á börnin.
 

Dagskrá

Hjartahlaupið:

Hlaupið af stað kl. 10:00

Vegalengd  – boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.

Skráning     – ókeypis – á www.hlaup.is 
                     eða við stúkuna fyrir hlaup (frá kl. 9:00 á hlaupadag)

Verðlaun     – já, fyrir efstu sætin … vegleg

Hjartagangan:

Gengið af stað kl. 10:00 frá hlaupabrautinni (gegnum stúkuna)
Gengið hvert      – um Kópavogsdal
Leiðsögumenn   2-3 km: Garðyrkjustjóri Kópavogsb
æjar.
                          – 5-6 km: Kjartan Birgisson frá Hjartaheillum
Skráning            – nei, bara mæta

Sund:

Frítt að loknu hlaupi (eða göngu).

 

Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun á vef Hjartaheilla..

Af starfinu – Á döfinni 2015

By Fréttir

Í ár fagnar Neistinn 20 ára afmæli.  Í því tilefni hefur óvenjumargt verið gangi hjá okkur.

Skoppa og skrítla


Frá vorinu og sumrinu

Fræðsluerindi

Styrktartónleikar á Café Rosenberg

Afmælishátíð í Keiluhöllinni

Grill í boði Securitas

Norrænu unglingasumarbúðirnar

Sumarhátíð Neistans

Reykjavíkurmaraþon

Diskaútgáfa: Komdu kisa mín

 

Á döfinni

27. sept – Alþjóðlegi hjartadagurinn

 – Unglingahópurinn (snemma í október)

 – Fræðsluerindi (vonandi í október)

6. nóv   – Spilakvöld foreldra og aðstandenda (og GUCH)

21. nóv – Pílukeppni 

6. des   – Jólaball Neistans

 

 

Fræðsluerindi: “Hjartagallar í gölluðum löndum”

salman

Þriðjudaginn 21. apríl hélt nýi barnahjartalæknirinn okkar, Sigurður Sverrir Stephensen, erindi af merkri reynslu sinni af störfum meðal hjartveikra barna í þriðja heiminum.

 

Þetta var vægast sagt ákaflega forvitnilegt málefni og létu gestir sérstaklega vel af. Boðið var upp á HRESSINGU að tölu lokinni.Styrktartónleikar: Fimm karlar á palli 

altNeistinn blés til sérstaklega athyglisverðra styrktartónleika á Café Rosenberg, fimmtudaginn 7. maí.  Fram komu listamennirniKK,  Skúli mennski, Bjartmar Guðlaugsson Teitur Magnússon og Jóhann Helgason.

Kynnir á tónleikunum var hin geðþekka hjartamamma og fjölmiðla- og hjólakona Kolbrún Björnsdóttir 

Öll gáfu þau vinnu sína og rennur ágóðinn af tónleikunum í Styrktarsjóð Neistans.

 Á Fésbókarsíðu okkar má sjá myndir frá tónleikunum.

 

 

20 ára afmælishátíð Neistans í Keiluhöllinni

alt

Á afmælisdaginn sjálfan, 9. maí héldum við rosalega afmælisveislu í Keiluhöllinni í Egilshöll.  Þar var boðið upp á keilu fyrir þá sem það vildu og síðan var meiriháttar pizzupartí.  Að lokum var þessi fína terta borin fram … ekki ein heldur tvær!

Myndir eru að sjálfsögðu á  Fésbókarsíðunni.  Afmælisgrill í boði Securitas

Securitas2

Í tilefni 20 ára afmæli Neistans bauð Securitas félagsmönnum Neistans og fjölskyldum þeirra í grillveislu í Húsdýragarðinum þriðjudaginn 30. júní.

Takk, takk, kæra SECURITAS!


 

 

Norrænu unglingasumarbúðirnar

alt

Búðirnar fóru að þessu sinni fram í Danmörku, nærri Billund á Jótlandi, dagana 17. – 23. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.

 

Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins og létu sérstaklega vel af stemmningunni.  

   

 

Sumarhátíð Neistans

Sunnudaginn 16. ágúst héldum við sumarhátíðina okkar í Guðmundarlundi.Sumarhátið 2015

Veðurguðirnir voru kannski ekki í banastuði, en hann hékk að mestu þurr og var mætingin til fyrirmyndar.

Skoppa og Skrítla litu við og spjölluðu við krakkana. Flykktust gestir að til að fá af sér mynd með þessum skemmtilegu fígúrum.

 

Grilluðu pylsurnar, drykkirnir og ísinn runnu vel niður og allir fóru glaðir heim.
Kæri ÍSBÍLL, bestu þakkir fyrir komuna og að bjóða okkur ís.  Þú varst æði!

Þá sló sú nýbreytni, að bjóða upp á andlitsmálun, algerlega í gegn!


Á Fésbókarsíðu okkar má sjá skemmtilegar myndir frá hátíðinni.Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmarathon-hvetjarar1

111 hlauparar hlupu til góðs fyrir Neistann í Reykjavíkurmaraþoni í ár.  Þetta var metþáttaka og safnaðis metfé, um 2,4 milljónir sem renna munu í Styrktarsjóð Neistans

Image result for 10-11 gaf öllum hlaupurum okkar sem vildu, fínan hlaupabol með Neistamerkinu og var frábært að sjá alla Neistabolina í hlaupinu. 
Kærar þakkir, 10-11, fyrir þessa góðu gjöf.

 

Og hlauparar okkar voru ekki einir í harkinu því Neistamenn og vinir söfnuðust saman undir fánaborg yfir kakói og kleinum við hlaupabrautina hjá JL-húsinu og hvöttu sína menn.  Skemmtu sér allir konunglega, hlauparar og hvetjarar. 

 

Á myndinni má sjá hvernig hjartapabbinn Hörður Aðalsteinsson, hlaupandi heilt maraþon, eflist við eggjan hvatningarliðs félagsins.

 

Á Fésbókarsíðu okkar má sjá  myndir frá hlaupinu.

  

Diskur til styrktar Neistanum: “Komdu kisa mín”

Komdu kisa mín - front cover

Tónlistarmaðurinn góðkunni, Jóhann Helgason, og Neistinn endurútgáfu hljómdiskinn vinsæla í tilefni af 20 ára afmæli Neistans.  Diskurinn sem skartar lögum Jóhanns við þekktar kísuvísur. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú / Snælda) syngur lögin en útsetningar voru í höndum Ragnhildar Gísladóttur. 

Textabókin er einnig litabók með bráðsmellnum myndum, teiknuðum af Ingu Dóru Jóhannsdóttur.

Sala á diskinum hefur gengið vel.  Hann hefur aðallega verið í símasölu en ennþá er hægt að fá hann á skrifstofu Neistans eða hér á vefnum.


 

Á döfinni:

  

Alþjóðlegi hjartadagurinn – Hjartadagshlaupið og Hjartagangan

Solla stirðaAlþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Kópavogsvelli sunnudaginn, 27. september.

Hjartavernd, Neistinn og Heilaheill hafa haldið upp á daginn með Hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu.  Boðið verðurupp á 5 og 10 km vega­lengd­ir. Að loknu hlaupinu verður Hjarta­gangan geng­in og verður farið um Kópa­vogs­dal und­ir leiðsögn. 

Solla stirða, Goggi mega og Siggi sæti taka á móti krökkunum þegar þau koma í mark. Að lokum verður öllum boðið í sund.

 

Video/pizzu-kvöld unglingahóps

Bráðlega koma unglingarnir okkar saman og spjalla, háma í sig pizzu og kíkja á eitthvert flott vídeó.  Annars er allt um þetta og fleira á fésbókarsíðu unglingahópsins

Krakkar 13 ára og eldri, endilega bætið ykkur í hópinn á fésbókarsíðunni.

 

Fræðsluerindi

Neistinn stefnir að því að vera með fræðsluerindi í október.  Nánar um það seinna.


Spilakvöld foreldra og aðstandenda (og GUCH)

Hinir fullorðnu taki frá föstudaginn 6. nóvember.  Þá ætlum við aðstandendur og “stóru” hjartbörnin að koma saman – kannski með dreitil til að væta kverkarnar – og þeir sem nenna spila framsóknarvist.  Svo má blaðra og bera saman verðlaunin sem flestir (ef ekki allir) fá.

Tilkynnum þáttöku með pósti á neistinn@neistinn.is ekki seinna en á 3. nóv.

Spilakvöldin hafa verið fáránlega skemmtileg.

 

Pílukeppni

Íslenska Pílukastsambandið ætlar að halda pílumót til styrktar Neistanum laugardaginn 21. nóvember.  Mótið verður í höfuðstöðvum Pílukastfélags Reykjavíkur, Skúlagötu 26.

Keppt verður í tvímenning. Dregið í tveggja manna lið, vanur og óvanur saman (svo óvanir Neistamenn geta skráð sig og barasta unnið). Nánar um fyrirkomulag þegar nær dregur.

 

Jólaball Neistans

…og ekki gleyma jólaballinu.  Við erum að tala um sunnudaginn 6. desember.  Það þarf náttúrulega ekki að hafa mörg orð um jólaballið, þangað koma venjulega allir (m.a.s. jólasveinninn). 

Hver og einn leggur í hressingarpúkkið en Neistinn skaffar jólatré, hljómsveit, nammipoka (ef jólasveinarnir klikka ekki).

Til hlaupara Neistans í Reykjavíkurmaraþoni 2015

By Fréttir

Reykjavíkurmaraþon 2015 póstmynd

 

Hlauparar, takið eftir:

 • Allir sem hlaupa fyrir Nestann fá gefins dry-fit bol, merktan Neistanum í boði 10-11.  Hágæða-flík sem gott er að hlaupa í. Nálgast má bolinn á skráningarhátíðinni eða á neistinn@neistinn.is
 • Við hvetjum alla til að skrá sig á Fésbókar-atburðinn okkar (Ég hleyp fyrir Neistann).
  Þar má fylgjast með hugleiðingum Neista-hlaupara (og -hvetjara) fram að hlaupi.
 • Neistinn verður með hvatningarlið á hliðarlínunni við JL-húsíðReykjavíkurmaraþon hvatning
  Endilega gefið þeim vink í hlaupinu.
 • Neistinn verður með borð á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll. 
  Kíkið við ef þið eigið leið hjá!

 

Til allra: Verið óspör á millumerkin #hlaupastyrkur#eghleypfyrirneistann#reykjavikmarathon.

Sumarhátíð Neistans 2015

By Fréttir

Skoppa og skrítla

 

Sunnudaginn 16. ágúst n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Guðmundarlundi.


Hátíðin stendur frá kl 15:00 til kl. 17:00.

 

Hoppukastalar

Skoppa og Skrítla

Ísbíllinn

andlitsmálun og fleira skemmtilegt. 

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á grillaðar pylsur, drykki o. fl.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.


 

Hér fyrir neðan er leiðarlýsing að Guðmundarlundi frá Breiðholtsbraut:

(smellið hér til að sjá leiðarlýsingu á Google Maps)

Read More

Aðalfundur Neistans 2015

By Fréttir

verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

Léttar veitingar.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 

2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Lagabreytingar*

4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram 

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar** 
7. Önnur mál 

  * Sjá tillögu hér.  Sjá núverandi lög hér.

** Einn maður gengur úr stjórn en kosið er í öll sæti.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast láti vita á neistinn@neistinn.is 

Fimm karlar á palli – tónleikar 7. maí

By Fréttir

Fimm karlar á palli

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og af því tilefni blæs félagið til sérstaklega athyglisverðra styrktartónleika á Café Rosenberg, fimmtudaginn 7. maí , kl. 20:30.

Þeir sem fram koma eru listamennirnir

KK,  Skúli mennski,  Bjartmar Guðlaugsson Teitur Magnússon og  Jóhann Helgason

kolla
 Kynnir á tónleikunum er hin geðþekka fjölmiðla- og hjólakona

Kolbrún Björnsdóttir

Öll gefa þau vinnu sína og rennur ágóðinn í Styrktarsjóð Neistans.
Sjóðurinn styrkir fjölskyldur hjartveikra barna og ungmenna.

Aðgangseyrir verður 3.000 kr.

Hjartagallar í “gölluðum” löndum

By Fréttir


FRÆÐSLUKVÖLD þri. 21. apríl: Hjálpum þeim að hjálpa sér sjálf

 

Sjálfboðastarf meðal hjartveikra barna í Mið-Ameríku og miðausturlöndum.


Gölluð lönd4

 

Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00 ætlar nýi barnahjartalæknirinn okkar SIGURÐUR SVERRIR STEPHENSEN að segja okkur af merkri reynslu sinni af störfum meðal hjartveikra barna í þriðja heiminum.


Þetta er vægast sagt ákaflega forvitnilegt málefni.


Mætum öll og þiggjum HRESSINGU að tölu lokinni.

Árshátíð Neistans 2015

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin vofir yfir!


Frestur til að skrá sig og greiða hefur verið framlengdur til fimmtu-/föstudags.


ari ossur og pétur

 

Hvenær: Laugardaginn 21. mars, 2015.


Klukkan: 19:30 – Fordrykkur

20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!)
Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk


Uppistand: ARI ELDJÁRN (say no more)

Tónlistaratriði: Pétur Örn (Jesú?)

Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson 
(Sló í gegn síðast)


Dans: Auðvitað!
  


Happdrætti:  Auðvitað!
Fordrykkur:  Jebbs!
ATHUGIÐ; breyttur og betri matseðill – hlaðborð?  Smellið hér ->  Matseðill


Prís:  4.900 

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309

    reikn. 345-26-141

    staðfesting sendist á: neistinn@neistinn.is

 

…eða borga með korti á skrifstofunni (í síma 552-5744)

 

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Bingó 2015

By Fréttir

BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 7. mars

kl. 14 – 16

 

Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Grensáskirkja (rétt eins og jólaballið). 


Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. Hjarta-pizza

 

Fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr.

 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Leikhúsferð Neistamanna

By Fréttir


Nú ætlar Neistafólk og aðstandendur að flykkjast í Tjarnarbíó og sjá leikritið…


* * * BJÖRT Í SUMARHÚSI * * *

Björt í sumarhúsi

eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og
Þórarin Eldjárn.

 

Laugardaginn 28. febrúar, kl 15:00.


Pöntum miða í síma 527 2100 og segjumst vera í Neistanum.


Miðaverð fyrir okkur verður 2.200 kr.

 

Sjá nánar á http://tjarnarbio.is/?id=963.

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – umsóknarfrestur styttur

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Umsóknarfrestur fyrir norrænu sumarbúðirnar 2015 í Danmörku hefur verið styttur.  


Forgangsumsóknir skulu eigi síðar en mánudaginn 16. febrúar – þá ganga fyrir þeir sem ekki hafa farið áður.  


Eftir það verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga eru fyrir hjartakrakka 14 – 18 ára (sem fæddir eru
1997 -2001).  Þar er alltaf mikið fjör og hér má sjá myndir á Fésbók af búðunum sl. sumar

 

Búðirnar 2015 verða á Jótlandi í Danmörku og standa yfir dagana 17. – 24. júlí.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Á döfinni – vor 2015

By Fréttir

Paddington


BÍÓ! 


Neistinn verður 20 ára þann 9. maí. 
Því er hér með blásið til starfs og til gleði.


Byrjum 20. afmælisárið á bíóferð laugardaginn 31.jan. kl 11:30!

Frítt fyrir okkur í Laugarásbíó á laugardaginn. Vinir og ættingjar velkomnir.

 

Síðan rekur hver atburðurinn annan eins og sjá má hér að neðan.


·     lau. 31. jan.   kl. 11:30     Bíóferð     Paddington í Laugarásbíó – takið með gesti
·     fim.   5. feb.   kl. 20:00    Mömmuhittingur   (sjá Hjartamömmur á Facebook)

·     lau. 28. feb    kl. 15:00    Leikhús    Björt í sumarhúsum  í  Tjarnarbíói.
·     lau.   7. mars kl. 14:00    Bingó        Safnaðarh. Grensáskirkju
·     lau. 21. mars kl. 19:(?)    Árshátíð fullorðinna  í Rúgbrauðsgerðinni
·                  apríl ófrágengið  Fræðslukvöld – læknir spjallar
·     fim.   7. maí   kl. 20: 30    Afmælistónleikar   á   Café Rosenberg
                                                Ellen Kristjánsdóttir o.fl. góðir gestir á styrktartónleikum
·     lau.   9. maí   kl. 14: 30    Afmælisgrill     
 
– Svo eru auðvitað Sumarbúðir unglingahóps í júlí.  Síðustu plássin fara að ganga út
– Reykjavíkurmaraþon í ágúst (skráning hafin – allir að hlaupa/safna fyrir Neistann.
–  O.fl o.fl. o.fl.

 

– Það vantar alltaf hjálparhendur (fólk) í allk konar stúss (skemmtilegt og leiðinlegt)!
Þeir sem eru í stuði fyrir svoleiðis skjóti pósti á neistinn@neistinn.is.

Hjartamömmur – nýi mömmuklúbburinn

By Fréttir

Nokkrar hjartamömmur sem hafa kynnst síðustu 2 ár í gegnum veikindi barnanna sinna; ýmist á Barnaspítalanum eða í Lundi, hafa sett á fót Fésbókarsíðuna Hjartamömmur.  Sandra Valsdóttir, ein af stofnendunum, skrifaði 16. des. á Neistasíðuna m.a.:

Við hittumst og spjöllum reglulega og erum hálfgerður saumaklúbbur!
Við hittumst allar saman s.l helgi og skemmtum okkur yfir góðum umræðum og mat.
Ég kom úr Keflavík, Helga kom alla leið frá Akureyri, Dagmar Bjork úr Hveragerði og Katrín er í stórborginni.

Út frá spjalli stofnuðum við grúppu hér á fésbókinni fyrir hjartamömmur (við leyfum kannski pöbbum að vera með seinna, og stundum fá þeir að vera með þegar við hittumst).

Þetta er vettvangur fyrir spjall, til að kynnast öðrum í svipuðum sporum og styðja hvor við aðra. Okkur stöllum hefur amk þótt ómetanlegt að geta leitað til hver annarrar hvort sem það tengist börnunum okkar eða menningarnótt!

Hjartamömmur, sláumst í hópinn!

Dagatal Neistans 2015

By Fréttir

 

 

dagatal2015 small

Dagatal Neistans 2015 er komið út!

 

 

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

 


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 552-5744.

Jólaballið 2014

By Fréttir

 

Hó Hó Hó Nú minnum við á JóLABALLIÐ.  Allir þurfa að vera klárir sunnudaginn 30. nóvember, kl. 14 – 16 að mæta í safnarðarheimili Grensássóknar.


Jólasveinninn kemur með pokann góða … æ, hvað var aftur í pokanum.

NÝTT NÝTT:  Litir og blöð öllum aðgengileg á staðnum!

NÝTT NÝTT:  Allir komi með eitthvað gott í gogginn á hlaðborð

Drykkir og kaffi í boði Neistans.

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – jújú.


Guðrún og jólasveinn

 

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans.

Hlökkum rosalega til að sjá ykkur öll!

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – opið fyrir umsóknir

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1997 -2001), verða á Jótlandi í Danmörku næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 17. – 24. júlí 2015.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. þó að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.  Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2015 en þá verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa áður.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Spilakvöld foreldra og GUCH 2014

By Fréttir

 Spilakvöld Ellý

Nú styttist í það  –  munum að skrá okkur ekki seinna en á morgun, þriðjudag!

 

Hið árlega spilakvöld Neistans brestur á föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn á vinstri hlið) .

 

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).  Athugið að myndin hér til hliðar er ekki Corona-auglýsing.

 

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér.

En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

 

Spilakvöld

 

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…

 • skemmtilegur félagsskapur
 • veglegir vinningar
 • snarl

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)Hjartaforeldrar, aðstandendur, GUCH, mætum öll – (við höfum gott af því) !


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 4. nóvember á neistinn@neistinn.is.

Norrænu sumarbúðirnar 2014

By Unglingastarf

 

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.


Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.


Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

Jólakortin 2014

By Fréttir

… eru komin !


Þau skarta myndum eftir hjartabarn og hjartasystkini, Galdur engilsins og Hlýju jólanna.Sigurkortin saman á mynd


Jólakortasalan er ein af meginfjáröflunarleiðum Neistans og rennur allur ágóði beint í Styrktarsjóð félagsins sem styrkir fjölskyldur sem þurfa að fara með börn sín í hjartaaðgerðir.


Kortin eru seld til fyrirtækja í stykkjatali á 150 kr./stk.

Einnig er hægt að fá þau 10 stk. saman í pakka á 1.500 kr./pk. með texta.

 

Hægt er að panta kortin hjá Neistanum:

 • Hér á vefnum (hnappur á spássíu vinstra megin).
 • Í síma :  899 1823
 • Með tölvupósti:  neistinn@neistinn.is

Af starfinu – sumar/haust 2014

By Fréttir

Sumarhátíð 2014 Lína pósar


Frá sumrinu

Norrænu unglingasumarbúðirnar

Sumarhátíð Neistans

Reykjavíkurmaraþon

Alþjóðlegi hjartadagurinn

 

Á döfinni

Soon! – UNGLINGAHÓPURINN: Bogfimi!

7.nóv – Spilakvöld foreldra og aðstandenda

30.nóv – Jólaball Neistans

 


Norrænu unglingasumarbúðirnar

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.

 

Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.

 

Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

 

Read More

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2014: Hlaup, ganga, sund

By Fréttir

Hjartadagurinn – hjartahlaupið – hjartagangan – sund!

 

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Kópavogsvelli sunnudaginn, 28. september.

Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.
 
Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

skór-hjartareimar small
 
 

Hjartahlaupið:

Vegalengd  – boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.
Skráning  – á www.hlaup.is eða við stúkuna fyrir hlaup (frá kl. 9:00 á hlaupadag)
Hlaupið af stað  – kl. 10:00
Verðlaun  – já, fyrir efstu sætin … vegleg

 

 

Hjartagangan:

Gengið af stað – strax í kjölfar hlaupsins
Gengið hvert – um Kópavogsdal
Leiðsögumaður – garðyrkjustjóri Kópavogsb
æjar.
Hve langt – klukkustund eða svo
Skráning – nei
 

Sund:

Frítt að loknu hlaupi (eða göngu).

 

Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun á vef Hjartaheilla.

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – áfram Neistinn

By Fréttir

 

 

Nú verður Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn.  Neistinn verður að sjálfsögðu í eldlínunni.

 

Heitum á hlaupara – styrkjum Neistann – náum 1 milljón!


Velunnarar NeiReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurstans eru hvattir til að láta eitthvað af hendi rakna og heita á hlaupara Neistans.   Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.

 

Við erum komin með hátt í kr. 800.000 í áheit á Neistahlaupara.  Hvernig væri að ná 1 milljón?
 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

Netskráningu á www.marathon.is lýkur í dag, fimmtudag) en hægt verður að skrá sig á skráningarhátíðinni í Laugardal í dag og á morgun (föstudag) kl. 14-19 báða daga.

 

Hvetjum okkar menn – mætum hjá JL-húsinu kl. 9:00

Neistafólk ætlar að safnast saman við JL-húsið (sjávarmegin – nær göngustígnum) og hvetja sína menn þegar þeir hlaupa hjá.  Heitt kakó verður á könnunni.

 

Sjá á korti hér fyrir neðan…

 

Read More

Lína langsokkur

By Fréttir

Lína langsokkur - Eva ÁgústaHvísl hvísl hvísl …

 

… ekki segja neinum en við vitum að leynigesturinn á Sumarhátíðinni verður Lína langsokkur.

 

Hún mætir á slaginu 3!  Svo ekki koma of seint.

Sumarhátíð Neistans 2014

By Fréttir

hoppikastali

 

Sunnudaginn 17. ágúst n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Guðmundarlundi.


Hátíðin stendur frá kl 15:00 til kl. 17:00.

 

Ratleikur, Hoppukastalar, leynigestur (Lí.. La..) og fleira skemmtilegt. 

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
, drykki og ís.


 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.Hey, okkur vantar fólk til að aðstoða við að frussa sinnepi á pulsurnar, fylgjast með hoppuköstulunum o.fl.  Þeir sem eru til meldi sig á neistinn@neistinn.is eða á Fésbókarsíðunni okkar.


Hér er leiðarlýsing að Guðmundarlundi frá Breiðholtsbraut:

(smellið hér til að sjá hana á Google Maps)


Guðmundarlundur - leið

Hverjir vilja vera memm?

By Fréttir

 

Nú leitum við að hjálparhöndum. 

 

Þeir sem eru til í að vera með hafi samband á neistinn@neistinn.is.

 Hendur

Sumarhátið Neistans  17. ágúst

 1. Hverjir vilja vera með í veitingunum?
  Pylsur ís o.fl.
 2. Vill einhver vera með skemmtiatriði?
 3. … eða bara koma með hugmynd?

 

Reykjavíkurmaraþon 2014

Þeir sem geta hugsað sér að hlaupa fyrir Neistann eru minntir á það hér.  Nánar hér.

Þeir sem ekki hlaupa geta mætt að hlaupaleiðinni og hvatt hlaupara Neistans.  Hvernig staðið verður að þessu að hálfu Neistans er ekki enn ákveðið en verður rækilega tilkynnt hér og á Fésbókarsíðunni okkar.

 

Allir geta styrkt Neistann með áheitum á þá sem hlaupa.  Nánar hér.

 

Dagatal Neistans 2015

Við leitum að ljósmyndafyrirsætum í dagatalið, hjartabörnum og/eða systkinum.  Ef fleiri en 12 gefa sig fram förum við að skrá fyrirsætur á þarnæsta ár, 2016.

 

Og bara hvað sem er

Þeir sem vilja bara yfir höfuð taka virkari þátt í starfinu, s.s. vera í skemmtinefnd fyrir árshátíð eða bara hvernig sem er, hafi einfaldlega samband strax (neistinn@neistinn.is)

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 Reykjavikkurmarathon 2014

Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið 23. ágúst.  Búist er við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 25. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 23. ágúst 2014.
 
Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn “Já, ég vil hlaupa til góðs” og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir.  Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.

Ný stjórn – nýr formaður

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn þriðjudaginn 3. júní, 2014.

 

 Guðrún Bergmann og Guðný Sigurðardóttir

Þar bar helst til tíðinda að tveir reyndustu stjórnarmennirnir, þær Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður og Guðný Sigurðardóttir, gjaldkeri, gengu úr stjórn.  Tveir nýir menn voru kosnir í þeirra stað, þau Arna Bjartmarsdóttir og Árni Finnsson.

 

Nýr formaður var kosinn, Fríða Björk Arnardóttir.

 

 

Stjórn Neistans þakkar þeim Guðrúnu og Guðnýju sérstaklega vel unnin störf og mikilsvert framlag til málefna hjartafólks.

 

Skipan stjórnarinnar allrar má sjá hér.

 

 

Þá voru samþykktar lagabreytingar í þá veru að félagið nær nú utan um hjartafólk á öllum aldri – ekki bara börn.  Þetta kemur til vegna framfara og frábærs árangurs í lækningu og meðferð hjartagalla á börnum og fjölgar því fullorðnum með hjartagalla eftir því sem börnin okkar vaxa úr grasi.

Aðalfundur Neistans 2014

By Fréttir

verður haldinn þriðjudaginn 3. júní kl. 20:00 að Síðumúla 6. (2. hæð).

 

Léttar veitingar.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

4. Kosning nýs formanns*

5. Kosning stjórnar**

6. Lagabreytingar***
7. Önnur mál

 

* Núverandi formaður Guðrún Bergmann gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá Fríðu Björk Arnardóttur, núverandi varaformanni.

**Tveir menn ganga úr stjórn.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

*** Sjá tillögu hér.

 

Tillaga að lagabreytingu fyrir Neistann 2014

By Fréttir


Nú líður að aðalfundi Neistans.  Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum fyrir Neistann.  Þær eru kynntar hér til sögunnar og verður greitt um þær atkvæði á aðalfundinum.  Aðalfundur verður boðaður fljótlega.

Lagt er til að lögin verði eins og hér stendur:

Read More

Árshátíð Neistans 2014 fellur niður/frestast

By Fréttir


Ari Eldjárn


Elsku vinir.


Okkur til mikillar armæðu tilkynnist hér með að árshátíðin í ár verður slegin af
– eða a.m.k. frestað.


Ónóg þátttaka veldur.


Hvað veldur hins vegar þátttökuskortinum verður nú greint í þaula og blásið til úrvalsárshátíðar að ári
– eða fyrr.

Árshátíð Neistans 2014

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin vofir yfir!Ari og GísliHvenær: Föstudaginn 2. maí, 2014.


Klukkan: 19:30-Fordrykkur, 20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk
Tónlistaratriði: Jú takk
Uppistand: ARI ELDJÁRN (say no more)


Veislustjóri: GÍSLI EINARSSON (Landinn sjálfur)


Dans: Auðvitað!

 – Hinn síkáti ÖRLYGUR SMÁRI tryggir stuðið.


Happdrætti:  Auðvitað!
Fordrykkur:  Jebbs!
Eitthvað ætt?  Smellið hér ->  Matseðill


Prís5.900 (greiðist helst fyrir 30. apríl*)

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309

    reikn. 345-26-141

    staðfesting á: neistinn@neistinn.is

*Þeir sem vilja komast yfir mánaðamótin eða nota greiðslukort hringi í Guðrúnu í síma 899 1823. Það reddast!


Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Bingó 2014

By Fréttir

Páska-BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á þriðjudaginn 8. apríl

kl. 17 – 19

 

Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. 

Hjarta-pizza

Fullt, fullt af flottum vinningum!


SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr.

 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Orlofshús sumarið 2014

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2014 rennur út 24. mars nk.

 • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
 • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
  Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
 • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
  Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
 • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
 • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Sendið tölvupóst á netfangið: umhyggja@umhyggja.is 

Eða hringið í síma 552-4242

Dagatal Neistans 2014

By Fréttir

Dagatal 2014

 

Dagatal Neistans 2014 er komið út!

 

 

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

 


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is
eða í síma 552-5744.

Allir á bíó – Laugarásbíó býður á FURÐUFUGLA

By Fréttir

Furðufuglar

Laugardaginn 21. desember ætlar Laugarásbíó að bjóða Neistafólki – og þá erum við að meina hjartakrökkum, mömmum og pöbbum, öfum og ömmum, frænkum og frændum og …

– á fyndnustu fuglamynd allra tíma, FURÐUFUGLA.

 

Sýningin hefst kl. 12:00 (hádegi sumsé … ekki á miðnætti).


Varúð!  Menn verða að passa sig að springa ekki úr hlátri!


 


 

Munið fésbókarsíðuna okkar: https://www.facebook.com/Neistinn.StyrktarfelagHjartveikraBarna


ABC leikföng – afsláttur fyrir félagsmenn

By Fréttir

ABC-leikfongForeldrum og aðstandendum langveikra og fatlaðra barna stendur til boða að versla vörur í ABC leikföngum á lægra verði fram að jólum. ABC Leikföng er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í þroskaleikföngum. ABC leikföng varð til eftir að foreldrar fundu ekki viðeigandi þroskaleikföng fyrir barn sitt og fannst vanta vörur til að örva þroska barna.

 

Meðal þeirra vara sem ABC leikföng bjóða upp á eru málörvunarvörur frá Super Duper sem margir foreldrar þekkja og flestir talmeinafræðingar nota. Einnig er mikið af vörum frá Learning Resources sem hægt er að nota til þess að þjálfa og kenna m.a. liti, form, tölur og orðaforða. Nýjasta viðbótin eru síðan Stafakubbar með séríslensku stöfunum sem hægt er að tengja saman til að móta orð og jafnvel setningar. Á vefsíðu fyrirtækisins www.abcleikfong.is má sjá yfirlit yfir vörur sem eru í boði. Einnig er póstsending í boði en þá er best að senda tölvupóst á 

Opið verður fyrir félagsmenn á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum milli klukkan 20 og 22 fram að jólum. Almennur afgreiðslutími er á virkum dögum milli klukkan 12 og 18 en á laugardögum er opið klukkan 12 til 16.

 

Kristín Hlynsdóttir stofnandi ABC leikfanga þurfti að bíða lengi eftir þroskagreiningu á barni sínu og biðlistar eftir sérfræðiaðstoð voru langir.  Kristín reyndi ásamt starfsfólki leikskóla barnsins að örva það með þeim hjálpartækjum sem þau gátu fengið.  Þá uppgötvaði Kristín hversu mikil þörf er á sérkennslugögnum og leikföngum fyrir börn með sérþarfir. ABC Leikföng voru stofnuð sumarið 2010. Í byrjun var fyrirtækið í Súðarvog 7 á 2. hæð í 20 fm herbergi en er nú í nóvember að flytja í 120 fm verslunapláss í sama húsi.

 

 

ABC leikföng,  Súðarvogur 7,  sími 841 6600

www.abcleikfong.is –  info@abcleikfong.is

Spilakvöld foreldra 2013

By Fréttir

 Spilakvöld Ellý

Nú styttist í það – munum að skrá okkur!

 

Hið árlega spilakvöld Neistans brestur á föstudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn á vinstri hlið) .

 

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).

 

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér.

En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

 

Spilakvöld

 

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…

 • skemmtilegur félagsskapur
 • veglegir vinningar
 • snarl

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)Hjartaforeldrar, aðstandendur, mætum öll!


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 5. nóvember á neistinn@neistinn.is.

Á döfinni – haust 2013

By Fréttir

Guðrún og jólasveinn

Nú er eins gott að draga fram almanakið og setja hring um nokkra daga. 

Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá okkur.

 

Vídeókvöld (Unglingahópurinn)

Unglingahópurinn ætlar að hittast fljótlega heima hjá Guðrúnu og Jóa (höfum við heyrt) og hangsa og chatta yfir vídeói eða eitthvað.  Nánar seinna.

 

Spilakvöld (foreldrar)

Spilakvöld fyrir foreldra hjartabarna verður haldið föstudaginn 8. nóvember.  Menn ráða því hvað þeir taka spilið alvarlega en þarna verða veglegir vinningar í boði.  Og fullt af þeim.

 

Á spilakvöldin kippa menn gjarnan með sér einhverri hressingu til að liðka um spilafingurna (og málpípuna).

 

Bíó – öll fjölskyldan

Eins og vanalega verður okkur boðið í bíó á einhverja frábæra fjölskyldumynd þegar nær dregur jólum.  Öll smáatriðin verða hér á vefnum þegar nær dregur.

 

Jólaball

Að vanda verður jólaballið á sínum stað.  Jólasveinninn kemur með pokann góða.  Dansað verður í kringum jólatréð og allt það.  Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði.  Jólaböllin hafa verið rosalega vel sótt enda stemningin bara frábær. 

Takið frá sunnudaginn 8. desember, kl. 14 – 16.

 

 

Munið Fésbókarsíðuna okkar:

      https://www.facebook.com/neistinn.styrktarfelaghjartveikrabarna

 

Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Styrkjum hjartaþræðina – söfnun fyrir nýju hjartaþræðingartæki

By Fréttir


styrkjumhjartaNeistinn og Hjartaheill hafa hrundið af stað átakinu Styrkjum hjartaþræðina, til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landsspítalans. Elsta hjartaþræðingartækið á Landspítalanum er nú orðið 16 ára gamalt og aðeins tímaspursmál hvenær notkun þess verður alfarið hætt.  Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er algerlega óviðunandi ástand.

 

Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla og rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðir í hverjum mánuði.


Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti, greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. 


LEIÐ 1:

Valgreiðslur munu birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilsfangs á næstu dögum.

 

LEIÐ 2

Styrktarsímanúmer

907-1801 – 1000 kr. framlag

907-1803 – 3000 kr. framlag

907-1805 – 5000 kr. framlag

 

LEIÐ 3

Leggja inn á reikning. Hentar fyrirtækjum og öðrum sem vilja láta meira af hendi rakna.

0513-26-1600
kt: 511083-0369

Alþjóðlegi hjartadagurinn: Leikhópurinn Lotta

By Fréttir


Leikhópurinn Lotta

Haldið verður uppá 30 ár afmæli Hjartaheilla og Alþjóðlega hjartadaginn sunnudaginn 29. september 2013.   Þá munum við efna til 3 km göngu frá Síðumúla 6, kl. 11:00 og ganga um Laugardalinn.


Kl. 12:00 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum sem fullorðnum og að því loknu býður Subway gestum upp á samlokur. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

 


Einnig verður Hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir.

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon – 50 hlupu fyrir Neistann

By Fréttir

 

Reykjavikurmaraþon - Jakob hleypur

 

Reykjavíkurmaraþonið fór vel fram að vanda og hlupu um 50 hlauparar til góðs fyrir Neistann.  Ekki er enn ljóst hve mikið safnaðist fyrir okkur, en þó það að upphæðin nemur hundruðum þúsunda og er hærri en nokkru sinni. 

 

Á myndinni hér til vinstri koma hjartastrákurinn Jakob Smári og systir hans, Malín, í mark en þau hlupu ásamt bróður sínum og föður og söfnuðu áheitum fyrir Neistann.

 

Hægt er að sjá alla hlauparana okkar með því að smella hér.

 

Neistinn þakkar af öllu hjarta þessu góða fólki fyrir framgöngu þeirra svo og þeim sem tóku upp veskið og hétu á hlaupara Neistans.

Jólakortasamkeppni 2013

By Fréttir

Jólakortasamkeppni 2013Nú styttist í jólin … eða þannig.  Í ár ætlar Neistinn að leita til allra hjartabarna og systkina þeirra um hugmynd að jólakorti Neistans 2013


Það sem þið þurfið að gera er að teikna fallega mynd sem tengist jólunum og senda til okkar í Síðumúla 6, 108-Reykjavík eða á netfang okkar neistinn@neistinn.is í síðasta lagi 30. ágúst.  Jólakort Neistans í ár verður valið úr innsendum myndum, svo einhver krakkanna okkar fær heiðurinn af Jólakorti Neistans 2013. 


Hlökkum til að taka á móti fallegum myndum.

Reykjavíkurmaraþon 2013 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 

Reykjavíkurmarathon 2013Reykjavíarkurmaraþon verður hlaupið 24. ágúst.  Maraþonið er 30 ára í ár og má því búast við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
 
Hlaupara Neistans má sjá hér á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490695-2309.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn “Já, ég vil hlaupa til góðs” og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir

 

Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.

Ása Ásgeirsdóttir , okkar maður í Lundi

By Fréttir

asa asgeirsdottir

Þann 1. ágúst tekur Ása Ásgeirsdóttir við starfi tengiliðar Sjúkratrygginga Íslands í Lundi, spítalans og okkar.  Hún verðu því okkar maður þar. 


Hjartaforeldrar á leið til Lundar geta leitað til hennar með hvað sem er. Hvað sem er! 

Sendið henni línu áður en þið leggið í hann (asaasg@gmail.com) eða sláið á þráðinn þegar út er komið.  Sími Ásu er +46 (0)72 938 3475.
 
Ása tekur við af Níní Jónasdóttur, sem verið hefur okkur innan handar í Lundi síðan íslensku börnin fóru að fara þangað í hjartaaðgerðir.  Hún hefur reynst okkur óskaplega vel og viljum við hér þakka henni alla aðstoðina og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Sumarhátíð Neistans 2013

By Fréttir

Solla stirða og íþróttaálfurinn

 

Sunnudaginn 2. júní n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.


Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Íþróttaálfurinn og Solla stirða koma í heimsókn og skemmta okkur á sviðinu við Víkingavelli

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
og drykki.


Frítt verður í garðinn fyrir félaga í Neistanum þennan dag.  Það nægir að láta vita við innganginn að þið séuð í Neistanum.


Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

Aðalfundur Neistans 2013

By Fréttir

verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6.

 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

HJÖRTUR er mættur á Barnaspítala Hringsins

By Fréttir
Bjóðum hann velkominn og fögnum afmæli Neistans

Í tilefni af 18 ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður nýja hjartaómskoðunartækið Hjörtur tekið formlega í notkun miðvikudaginn 8. maí kl. 10:00 á leikstofu Barnaspítala Hringsins, 2. hæð.
 
Það var árið 2011, í þjóðarátakinu Á allra vörum, sem safnað var fyrir tækinu sem gerir læknum kleift að greina betur og fyrr hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum og skapar þannig gjörbreyttar og betri aðstæður fyrir bæði lækna og sjúklinga. 
 
Okkur þætti vænt um að sem flestir létu sjá sig og tækju þátt í þessum merku tímamótum með okkur
      – og þiggja um leið tertur að hætti Hilla Hjall í boði Sveinsbakarí.

Stjórn Neistans

Bingó 2013

By Fréttir

Páska-BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 20. mars

kl. 17 – 19

 

Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. 

Hjarta-pizza

Fullt, fullt af flottum vinningum!


 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.

Árshátíð Neistans 2013 – útkall

By Fréttir


Árshátíð 2Viljum minna menn á að árshátíðin verður á laugardaginn.   Á morgun (þriðjud. 5. mars.) eru síðustu forvöð að fá miðann á lægra verðinu (3.900 kr.).  
 
Hera Björk er klár – svo og Þorsteinn Guðmundsson.  
 
Þá er Örlygur Smári farinn að hita græjurnar (býður örugglega upp á “Ég á líf”).

 

Allt um árshátíðina, matseðil, tímasetningar o.fl. hér.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Orlofshús sumarið 2013

By Fréttir

 

Orlofshús Umhyggju í VaðlaborgumUmsóknarfrestur til að leigja orlofshús Umhyggju í sumar er til 
15. mars. Það er eingöngu leigð vika í senn og kostar hún kr. 25.000.
 
Sumarhúsin eru tvö, annað er í Vaðlaborgum, rétt utan við Akureyri og hitt er í Brekkuskógi, rétt austan við Laugarvatn.
 
Nánari upplýsingar um orlofshúsin er á heimasíðu félagsins www.umhyggja.is.
 

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda fyrirspurn á umhyggja@umhyggja.is og verður þá send til baka umsóknareyðublað til útfyllingar. Gert er ráð fyrir að úhlutun ljúki í apríl.

Norrænu sumarbúðirnar 2013 – opið fyrir umsóknir

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga, 14 – 18 ára (fædd 95 -99), verða í Noregi að þessu sinni dagana 20. – 27. júlí 2013.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2013.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Á döfinni – vor 2013

By Fréttir

 

Nú er eins gott að draga fram rauða pennann og setja hring um nokkra daga á almanakinu. Það stefnir í sérstaklega skemmtilegt vor hjá okkur.


 

Árshátíð foreldra/aðstandenda

Árshátíð Neistans 2013Nú er bara að koma að því.  Eflum samstöðu aðstandenda og mætum öll á árshátíðina 9. mars á Panorama

 

Flott atriði (Hera Björk, Þorsteinn Guðmundsson, Örlygur Smári o.fl.).  Frábær matur. 

 

Prís: Aðeins 3.900 kr.

 

Allt um árshátíðina (matseðil o.fl.) má finna hér.

 

 

Páska-BINGO !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGO Neistans brestur á miðvikudaginn 20. mars

kl. 17 – 19.  Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóin eru fyrir alla fjölskylduna og er alltaf sérstaklega góð stemning á þeim og vel mætt. 

 

Fullt, fullt af flottum vinningum!


Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.


 

Sumarhátíð 2012Sumarhátíðin

Sumarhátíð Neistans verður á sínum stað.  Á sumarhátíðunum hafa menn eytt bróðurparti dags í hópi félagsmanna, skemmt sér við leiki alls kyns og notið veitinga saman.

 

Meira um hátíðina þegar nær dregur.

 

 

Norrænu sumarbúðirnar – opið fyrir umsóknir

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga, 14 – 18 ára (fædd 95 -99), verða í Noregi að þessu sinni dagana 20. – 27. júlí 2013.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2013.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Árshátíð Neistans 2013

By Fréttir


Nú verður stuð!

Foreldrar, aðstandendur … (ca. 20 ára +) skemmtum okkur nú!Árshátíð 2Hvenær: Laugardaginn 9. mars, 2013.


Klukkan: 19:00-Fordrykkur, 19:30-Borðhald
Hvar: PANORAMA (Vá! Klassi) Ingólfsstr. 1
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk.
Tónlistaratriði: Jú takk, HERA BJÖRK
Uppistand: ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON (stefnir í góðan hlátur).


Veislustjóri: Leynigestur (Vísbending: Ráðherra í ríkisstjórn Íslands)
Dans: Auðvitað!    Hinn baneitraði Eurovision-jöfur ÖRLYGUR SMÁRI tryggir stuðið.

Happdrætti:  Auðvitað!
Ath.: Verið ekki að klæða ykkur allt of mikið upp á.  Höfum þetta frekar casual.


Prís3.900 (greiðist ekki seinna en 5. mars).

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309Matseðill

    reikn. 345-26-141

    staðfesting á: neistinn@neistinn.is

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Allir í bíó á laugardaginn

By Fréttir

 So undercover

 


Laugarásbíó býður okkur í Neistanum á bíó á morgun, laugardaginn 22. des. kl. 12.

 

Sýnd verður myndin So Undercover með Miley Cyrus í aðalhlutverki.

 

Fjölmennum og drögum með okkur gesti!

Jólaball Neistans 2012

By Fréttir

JlaballHó Hó Hó.  Jólaballið verður næstu helgi, laugardaginn 8. desember, kl. 14 – 16

í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 


Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það. 


Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði. 

 

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

 

Jólakort Neistans 2012

By Fréttir
 


Jólakortin komin !


Kortin eru seld til fyrirtækja í stykkjatali og á 100 kr./stk. með eða án texta.

Einnig er hægt að fá þau 10 stk. saman í pakka á 1.000 kr./pk. með texta.Kortin eru eftir listakonuna Helmu Þorsteinsdóttur.Allur ágóði kortanna rennur beint í Styrktarsjóð Neistans sem styrkir fjölskyldur sem þurfa að fara með börn sín í hjartaaðgerðir.Hægt er að panta kortin hjá Neistanum:

 • Hér á vefnum (á spássíu vinstra megin).
 • Í síma : 552 5744 

 • Með tölvupósti:  neistinn@neistinn.is

Spilakvöld foreldra

By Fréttir

Spilakvöld

 

Nú styttist í það – munum að skrá okkur!

 

Fyrsta spilakvöld Neistans verðurd núna á föstudagskvöldið 2. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn að baka til) .
Spiluð verður félagsvist, sem sumur kalla framsóknarvist.

 

Flestir kunna félagsvist,  þeir sem kunna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér til að sjá reglurnar en maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Í boði verður…

 • skemmtilegur félagsskapur
 • veglegir vinningar
 • snarl
  (komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)


Hjartaforeldrar, mætum öll!


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 30. október í neistinn@neistinn.is.

Rúm milljón safnaðist í afmælissöfnun Kringlunnar

By Fréttir

 

Kringlan safnar milljón„Láttu hjartað ráða“ var söfnun sem Rekstrarfélag Kringlunnar stóð fyrir til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Söfnunin var liður í hátíðahöldum í tilefni 25 ára afmælis Kringlunnar.

 

Afraksturinn hefur nú verið afhentur Neistanum og safnaðist rúmlega ein milljón króna í stóran hjartalaga risasparibauk. Söfnunarhjartað var staðsett í hjarta Kringlunnar og var fólk hvatt til að láta 500 kr. af hendi rakna og um leið að lita hjartað rautt.

 

Stærsta einstaka framlagið í söfnunina kom frá fasteignafélaginu Reitum, sem gaf 250 þúsund krónur.

 

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar, afhenti Guðrúnu Bergmann Franzdóttur, formanni Neistans, ávísun á söfnunarupphæðina. Með á myndinni er Anney Birta Jóhannesdóttir,dóttir Guðrúnar.

 

Morgunblaðið fimmtudaginn 25. október 2012

Unglingahópurinn: Adrenalin og hamborgarar!

By Unglingastarf


AdrenalinFöstudaginn 19. október ætlar unglingahópur Neistans að fjölmenna í Adrenalíngarðinn.  Þar ætlum við að skemmta okkur í ca. 2-3 tíma og skella okkur svo á Hamborgarabúlluna og fá okkur hamborgaramáltíð.


Allt í boði Neistans!    En þið verðið að skrá ykkur með því að senda á okkur póst neistinn@neistinn.is eða hringja í síma 899 1823.


Sjáumst vonandi sem flest!


Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tímasetningar o.fl. á Fésbók.


Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Á döfinni – haust 2012

By Fréttir

Dyrin i Halsaskogi

Nú er eins gott að draga fram almanakið ogsetja hring um nokkra daga. 

Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá okkur.

 

Ævintýragarðurinn (Unglingahópurinn)

Unglingahópurinn ætlar að fjölmenna í Adrenalingarðinn á Nesjavöllum (adrenalin.is) föstudaginn 19. október.  Þetta verður dúnduruppákoma og sennilegast frítt inn fyrir krakkana okkar.  Allt um þennan viðburð á næstu dögum hér á vefnum.

 

Leikhús – Dýrin í Hálsaskógi

Þjóðleikhúsið býður félagsmönnum Neistans 800 kr. afslátt á sýningum sínum á Dýrunum í Hálsaskógi.  Sýningar eru hafnar, svo það er um að gera að rífa upp símann (551 1200) og panta miða.  Muna að nefna Neistann og þá fæst 800 kr. afsláttur af hverjum miða.  Hægt er að panta miða með tölvupósti (midasala@leikhusid.is) en afsláttarmiðareru ekki seldir á netinu.

 

Spilakvöld (foreldra)

Spilakvöld fyrir foreldra hjartabarna verður haldið föstudaginn 2. nóvember.  Menn ráða því hvað þeir taka spilið alvarlega en þarna verða veglegir vinningar í boði.  Og takið eftið því að allir (já, mikið rétt; allir) fá óvæntan glaðning.  Kannski menn kippi með sér einhverri hressingu en spilakvöldið verður auglýst nánar mjög fljótlega.

 

Jólaball

Að vanda verður jólaballið á sínum stað.  Jólasveinninn kemur með pokann góða.  Dansað verður í kringum jólatréð og allt það.  Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði.  Jólaböllin hafa verið rosalega vel sótt enda stemningin bara frábær. 

Takið frá laugardaginn 8. desember, kl. 14 – 16.

 

Árshátíð – 2013

Stefnan hefur sett á árshátíð foreldra (og aðstandenda og áhugamanna og …) snemma á næsta ári.   Hún hefur ekki verið haldin fyrr en þetta verður alvöru, með skemmtiatriðum, DJ o.s.frv.  Leyilegt verður að beita hvaða trixum sem er, löglegum, til að örva mál- og dansstöðvarnar.  Meira seinna … en allt í lagi að fara að hita sig upp andlega.

 

BINGO – 2013

Að sjálfsögðu verður hið árlega BINGO Neistans á sínum stað.  Bingóin Neistans eru fyrir alla fjölskyldun og er alltaf sérstaklega góð stemning á þeim og vel mætt.  Verið vakandi gagnvart tilkynnungum þar að lútandi þegar næsta ár er komið í gang.

 

Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2012 – Bronsleikarnir og Hjartagangan

By Fréttir


Alþjóðlegi hjartadagurinn verður þann 29. september.

Í tilefni dagsins hvetur Neistinn alla til að koma í Laugardalinn og taka þátt Bronsleikunum og Hjartagöngunni.

Bronsleikarnir (kl. 9:30)

Bronsleikarnir verða nú í fyrsta skipti hluti af hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlega hjartadagsins.

Keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum sem passa öllum aldurshópum, þ.a. allir fá viðfangsefni við hæfi.

Hjartabörn verða saman í hópi og fara þrautirnar hvert á sínum hraða.  Allir eru því velkomnir – já, og allir fá verðlaun.

 

Tilkynnið þátttöku á neistinn@neistinn.is eða í síma 5525744 – ekki síðar en á hádegi föstudaginn 28. september.

Hjartagangan (kl. 10:30)

Lagt verður af stað fyrir framan Laugardalshöllina.  Farnar verða 2 vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Endilega bjallið í okkur í síma 5525744 til að fá frekari upplýsingar.

 

Meira um Bronsleikana hér fyrir neðan:

Read More

Nordic Youth Camp 2012 í sumar

By Fréttir

 

forsíðumyndNorðurlandasumarbúðirnar voru haldnar í Nyköping í Svíþjóð í ár.  Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að komast í búðirnar.  Um leið og við fögnum því hvað unglingahópurinn okkar stækkar, þá er það sárt að þurfa hafna umsóknum.  En það kemur sumar aftur að ári og nýjar búðir!


Í sumar sendum við sendum 10 unglinga ásamt 2 fararstjórum og ferðin gekk vel fyrir sig, allir skemmtu sér vel og var hópurinn fljótur að blandast.  Sumarbúðirnar eru ekki bara skemmtun heldur eru þær fræðandi líka.  Krakkarnir sem farið hafa munu aldrei gleyma þessari upplifun.


Hér eru nokkrar myndir frá Nyköping í sumar, sem tala sínu máli:

Uppboð á húfum til styrktar Neistanum

By Fréttir

Uppboð á húfum


Dagana 5.-10. sept. verður uppboð á húfum til styrktar Neistanum.  


Húfurnar, sem eru 44 eru prjónaðar af Guðrúnu Magnúsdóttir, höfundi bókarinnar Húfuprjón sem er nýkomin út.  Þær er allar að finna í bókinni.


Hver einasta króna sem fólk greiðir fyrir húfurnar á uppboðinu fer til Neistans. 


Uppboðið er í samstarfi við Meba í KringlunniHúfunum er stillt upp í glugga Meba og inni í búðinni er bók þar sem fólk skráir tilboð sitt.

 

Kringlan með afmælissöfnun fyrir hjartveik börn

By Fréttir

hjartabaukurÍ tilefni þess að Kringlan er 25 ára hefur verið ákveðið að gefa einskonar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans á þessum tímamótum.

 

Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja þetta góða málefni.  Hugmyndin er að fylla hann af “rauðum” peningaseðlum, sem að söfnun lokinni munu verða afhentir Neistanum.

Helga Valdís Árnadóttir, grafískur hönnuður, hannaði hjartað en Format-Akron smíðaði það og gaf vinnuna. 

Sumarhátíð Neistans 2012 í Árbæjarsafni

By Fréttir

Sumarhátíð Neistans í ár verður haldin sunnudaginn 1. júlí n.k. í Árbæjarsafni.

 

Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Þarna ætlum við að njóta þess að eiga góðan dag saman. Leikhópurinn Lotta kemur og skemmtir okkur og Fornbílaklúbburinn verður með sýningu á bílum sínum. Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á samlokur og drykki.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

Myndin “70 lítil hjörtu” komin á vefinn

By Fréttir

70_litil_hjortuSjónvarpsmynd Páls Kristins Pálssonar, 70 lítil hjörtu, sem Neistinn lét gera og sýnd hefur verið í sjónvarpinu, er nú aðgengileg á Netinu.

 

– Með íslenskum texta: https://vimeo.com/43075759

– Ótextuð: https://vimeo.com/42640755).

– Með enskum texta:

http://www.youtube.com/watch?v=XDN1a47-khM&feature=share

 

Í myndinni er fjallað um meðfædda hjartagalla og þeir skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum. Rætt er við lækna, aðstandendur hjartabarna og konu með hjartagalla sem sjálf hefur eignast barn. Myndin hlaut góða dóma og þótti sérstaklega fræðandi. Við hvetjum aðstandendur hjartabarna til að benda vinum og vandamönnum á myndina.

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 20:00 að Síðumúla 6.

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins lagðir fram
3. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu Neistans.

 

Guðrún Bergmann Franzdóttir sitjandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu.

Norrænar sumarbúðir unglinga 14 – 18 ára

By Unglingastarf

noregi3

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga verða í Svíþjóð að þessu sinni og verður farið síðustu vikuna í júlí 2012.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á gudrun@hjartaheill.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2012.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

Stjórn Neistans

Bingó – BINGÓ

By Fréttir

Neistinn býður félagsmönnum sínum í bingó laugardaginn 18. febrúar n.k.  frá kl.12:00 til 14:00 í Seljakirkju.  Fullt, FULLT af flottum vinningum eins og ávallt.

 

Svo gæðum við okkur á dýrindis pizzum að bingói loknu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Neistans

Hjartaþegi hvetur þingheim

By Fréttir

„Það sem vakir fyrir mér er að fá íslensku þjóðina til að vera gjafmildari á líffæri og að stytta bið einstaklinga eftir nýjum líffærum vegna veikinda sem ekki er hægt að lækna á annan máta,“segir Kjartan Birgisson hjartaþegi, sem í morgun afhenti þingheimi áskorun um að taka frumvarp um líffæragjafir á dagskrá þingsins sem allra fyrst.

Read More

Jólaball Neistans ofl.

By Fréttir

Jólaball Neistans 2011, bíóferð og Unglingahópur

Jólaball Neistans verður haldið laugardaginn, 10. desember n.k. kl. 13:00 – 15:00 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þá syngjum við saman og dönsum við undirleik SÍBS bandsins, gæðum okkur á góðum kökum og meðlæti. Og að sjálfsögðu mætir Sveinki á svæðið og aldrei að vita nema hann laumi á einhverju handa börnunum.

Read More

Dagatal Neistans 2012

By Fréttir

dagatal2012Gefum út nú þriðja árið í röð þetta flotta dagatal fyrir árið 2012. Dagatalið kostar 1500 kr. og rennur óskert til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga geta pantað dagatal hér til vinstri og fengið það sent heim eða hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 552-5744

eða sendið mail á neistinn@neistinn.is

Sérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum til styrktar Umhyggju

By Fréttir

 

sveppi

 

Sérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum til styrktar Umhyggju verður haldin sunnudaginn 30. október kl. 12 í Kringlubíói en þá mun Sveppi mæta á sýninguna og bíómiðinn gildir sem happdrætti.

Reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á á ógnarhraða í myndinni verða í vinning.

 

Allur ágóði rennur til Umhyggju

 

http://www.umhyggja.is/   umfelagid/frettir/nr/331

 
Read More

Fræðsla fyrir foreldra langveikrabarna

By Fréttir

 

Laugardaginn 22. október 2011 verður fræðsla fyrir foreldra langveikra barna á Norðurlandi.

 

Hulda S. Guðmundsdóttir sálfræðingur mun koma til okkar og vera með erindi sem hún nefnir;

,,sátt við sjálfan mig´´: Sjálfsmynd og sjálfstyrking (langveikra) barna“.

 

Fundurinn hefst kl: 12:00 og stendur til u.þ.b. 14:00 í Zontahúsinu

Aðalstræti 54 á Akureyri.

 

Auk þess kemur hluti úr stjórn Neistans til að hitta félagsmenn.

Foreldrar og ættingjar langveikra barna velkomnir.

 

Kveðja

Stjórn Neistans.

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie

By Fréttir

 dalecarnige

 

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie bjóða upp á námskeið fyrir ungt fólk. Námskeiðin eru fyrir 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og 21-25 ára. Yfir 3000 unglingar hafa útskrifast af námskeiðunum síðan í mars 2004 með mjög góðum árangri.

Félagsmenn Neistans (og systkini þeirra undir 25 ára) frá 25% afslátt af námskeiðunum.

 Í nútímaumhverfi er mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa gott sjálfstraust, kunna að setja sér markmið, hafa jákvætt hugarfar, kunna að vinna í hópum, geta tjáð sig af öryggi og tekist á við ábyrgð og það álag sem oft skapast í þeirra lífi.

 Námskeiðið byggist upp á sex meginmarkmiðum:

 • Efla sjálfstraustið
 • Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
 • Efla tjáningarhæfileika
 • Þróa leiðtogahæfileika
 • Bæta lífsviðhorf
 • Læra markmiðasetningu

Þess má geta að Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og Einstök börn hafa verið í samstarfi við Dale Carnegie til að styrkja sitt unga fólk undanfarin ár, með mjög góðum árangri.

 Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 13.september kl.19 fyrir 10-12 ára og 13-15 ára (æskilegt að foreldrar mæti með) og kl.20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára. Fundurinn er haldinn í Ármúla 11, 3.hæð – allir velkomnir.

 Skráning fer fram á kynningarfundi, síma 555-7080 eða á netfanginu anna@dale.is           

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.naestakynslod.is

Sundferð Neistans

By Fréttir

lgafellslaug

 

Nú er sumarfrí Mömmuklúbbsins á enda og ætlum við að fara í Lágafellslaugina Mosfellsbæ sunnudaginn 4.september og skemmta okkur saman, hittumst í anddyrinu kl. 11 :=)

 

Allir velkomnir mömmur,pabbar,ömmur,afar,systkini og frændsystkini, sjáumst hress!!

Á allra vörum

By Fréttir

allravrum

 

Ríflega 40 milljónir króna  söfnuðust í átakinu „Á allra vörum“ 2011.  Söfnunarféð verður notað til að kaupa nýtt hjartaómskoðunartæki fyrir börn,  

sem staðsett verður á Barnaspítala Hringsins. Tækið hefur verið nefnt „Hjörtur“, en sú tillaga kom fram með þessum orðum: „Megi Hjörtur bjarga mörgum litlum hjörtum“ – í beinni útsendingu á Skjá einum á föstudagskvöldið s.l.

Átakið hófst formlega 12. ágúst með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“ glossum frá Dior og lauk á föstudaginn með söfnunarþætti á Skjá einum.

 Enn er hægt að leggja átakinu lið með því að hringja í símanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000.

Söfnunarþáttur í opinni á SkjáEinum á föstudaginn

By Fréttir

aallravorum

Á föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21:00 verður söfnunar- og skemmtiþáttur í opinni dagskrá á SkjáEinum. 

Þar geta landsmenn tekið þátt og safnað fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Á meðan á söfnuninni stendur verður fjöldi skemmtiatriða auk þess sem landsþekktir svara í síma og taka á móti styrkjum. 

Allir sem koma að útsendingunni leggja átakinu lið í sjálfboðavinnu.

Einnig er hægt að horfa á þáttinn á netinu á http://www.skjarinn.is/live/ og www.mbl.is.

Hafið stórt hjarta fyrir lítil, og hjálpið okkur að safna fyrir lífsnauðsynlegu tæki fyrir börn með meðfædda hjartagalla.

Á ALLRA VÖRUM KVÖLD Í KRINGLUNNI 18. ÁGÚST

By Fréttir

aallravorum_18agust

Á allra vörum kvöldið verður í Krinlgunni fimmtudagskvöldið 18. ágúst kl. 18:00 – 21:00.  Frábært kvöld sem enginn má missa af.  Á allra vörum glossinn og bolir frá Aunts Design verða til sölu.  Neistinn kynnir starfsemi sína og aðrar frábærar kynningar og tilboð, s,s. Dior kynning og meðferðir til betra útlits.   Drykkir í boði Ölgerðarinnar.  Kynnir kvöldsins verður hin yndislega Sigga Lund.  Helgi Björns, Bogomil Font, Helga Mölller, Sigga Kling og fleiri mæta á svæðið.

Á allra vörum styður hjartveik börn

By Fréttir

Á allra vörum
Góðgerðarfélagið „Á allra vörum“ leggur nú af stað í sína fjórðu landssöfnun. Um er að ræða kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast og lætur gott af sér leiða. Félagið velur árlega eitt viðráðanlegt verkefni og hefur m.a. safnað fyrir SKB, Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands.

Í ár beinir „Á allra vörum“ kastljósinu að Neistanum og málefnum hjartveikra barna, en um 70 börn greinast með hjartagalla árlega. Sérstakt hjartatæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins er nú komið til ára sinna og er veruleg vöntun á endurnýjun. Mikið álag er á tækið þar sem það er eitt sinnar tegundar á landinu og notað oft á dag til að greina tilfelli í fóstrum svo og nývoðungum. Það er alveg ljóst að með endurnýjuðu tæki má bæði spara peninga og bjarga mannslífum.

„Það er með gleði og bjartsýni í hjarta sem við leggjum af stað í þessa fjórðu ferð okkar því málefnið er bæði þarft og viðráðanlegt. Tilhugsunin um að svona tæki bjargi litlum mannslífum og hjörtum barnanna okkar, gerir það einnig auðveldara og vonumst við stöllur til þess að þjóðin taki okkur jafn vel og undanfarin ár“
– segir Gróa Ásgeirsdóttir ein forsvarskvenna félagsins.

Átakið hefst 12. ágúst og þá með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“ varaglossum frá Dior. Tveir nýir litir verða í boði og fást þeir hjá viðurkenndum Dior snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig verður hægt að panta gloss hjá Neistanum, Síðumúla 6.

Sjónvarpsþáttur og konukvöld í Kringlunni

„Á allra vörum“ konukvöld er fyrirhugað í Kringlunni fimmtudaginn 18. ágúst þar sem kennir ýmissa grasa, m.a. frábær tilboð í verslunum, ýmsar kynningar auk þess sem landsþekktir skemmtikraftar láta sjá sig.

Átakinu lýkur með landssöfnun 26. ágúst í beinni útsendingu á Skjá Einum. Maríanna Friðjónsdóttir stýrir henni ásamt fjölda sjálfboðaliða úr íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum, sem tekið hafa saman höndum umliðin ár til að setja ómetanlegan og veglegan lokahnykk á átakið.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

By Fréttir

reykjavik-marathon-2011

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 20.ágúst nk. Eins og fyrri ár verður hægt að hlaupa fyrir Neistann og heita á viðkomandi hlaupara. Smelltu hér til að fara inná hlaupastyrkur.is og heita á hlaupara.

Hefur ágóðin af maraþoninu verið aðalstyrktarleið okkar til að fjármagna Unglingahóp Neistans styrktarfélags hjartveikra barna en tækninni að þakka þá eigum við orðið stóran unglingahóp sem þarf að halda utan um.

Sumarhátíð Neistans 2011

By Fréttir

Sumarhátíð 2011

Sumarhátíð Neistans 2011 verður haldin fimmtudaginn 23. júní n.k. frá kl. 17:00 til 20:00 í skemmtigarðinum Grafarvogi. Þar gæðum við okkur á grilluðum pylsum með tilheyrandi í frábærri aðstöðu garðsins.

 

Neistinn ætlar að bjóða fjölskyldum í ævintýra minigolf sem er í dag ein vinsælasta afþreying garðsins.Þeir sem ætla að þiggja boð Neistans og fara í golfið þurfa að skrá sig fyrir 21. júní n.k. í síma 899 1823 eða senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is svo hægt sé að raða upp í brautirnar.

 

Staðsetning

Frá Gullinbrú í Grafarvogi er ekið um 1 km leið að garðinum og sést stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd þegar þið nálgist garðinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi.

Stjórn Neistans

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn í gærkveldi, það var ágæt mæting og fundarhöld gengur vel.

Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og voru þeir samþykktir einróma.

Úr stjórn gengur Berglind Sigurðardóttir, Gróa Jónsdóttir og Hallgrímur Hafsteinsson og færum við þeim hjartans þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu Neistans.

Ný stjórn Neistans skipa því nú Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður, Andri Júlíusson, Guðný Sigurðardóttir, Fríða Arnardóttir, Karl Roth, Olga Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir.

Bjóðum við nýjum stjórnarmönnum hjartanlegar velkomna.

Skoðunar menn reikninga voru einnig kostnir og eru það  Martha Richart og S.Andrea Ásgeirsdóttir.

Bjóðum við þeim öllum hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins með þeim.

Hjartans þakkir

By Óflokkað

Hjartans þakkir

fyrir að slást í hóp mánaðarlegra styrktaraðila Neistans,

styrktarfélags hjartveikra barna.hjartahendur og peningar Styrktarmannasöfnun - takk

Mánaðarlegur stuðningur þinn og annarra velviljaðra landsmanna gerir okkur meðal annars kleift að styrkja fjölskyldur fjárhagslega sem þurfa að fara með barn sitt í hjartaaðgerð.


Við munum fljótlega hafa samband og ræða helstu atriði varðand fyrirkomulag stuðningsins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að taka upp símann og
hringja í 899-1823 eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

Fræðslufundur á Norðurlandi

By Fréttir

Fræðsla fyrir foreldra hjartveikra barna á Norðurlandi
Fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16:30 ætlar dr. Sigríður Halldórsdóttir í Háskólanum á Akureyri
að fræða foreldra og aðra aðstandendur hjartveikra barna um sál- og taugaónæmisfræði.
Fræðslan fer fram í Zontahúsinu á Akureyri, Aðalstræti 54.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fræðast um hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfið og hitta aðra foreldra og félagsmenn í Neistanum.

Mömmuklúbbur 11 mai 2011

By Fréttir

MÖMMUKLÚBBUR!!
Breyting á degi en við ætluðum að hittast í kvöld 10. maí en vegna Eurovision höfum við ákveðið að fresta því um einn dag og hittast í staðinn miðvikudaginn 11.maí kl.20 á Kaffi Mílanó Faxafeni 11.

Hlökkum til að sjá sem flestar mömmur 🙂

Fjölskyldu & húsdýragarðurinn

By Fréttir

Sunnudaginn 15. maí nk. frá  kl.ca. 12-16 er öllum félagsmönnum Neistans boðið frítt í Fjölskyldu & húsdýragarðinn með fjölskylduna sína.

Sumarhátíðin okkar verður í júlí með svipuðu sniði og síðustu ár en við sendum boð á hana er nær dregur.

Vonumst við til að sjá sem flesta á í Húsdýragarðinum.

 

Kær sumarkveðja frá stjórn Neistans.

 

 

 

Ný heimasíða Neistans

By Fréttir

„Ágætu félagsmenn og aðrir velunnarar Neistans“
Í dag miðvikudaginn 20. apríl 2011 fór í loftið nýr vefur Neistans. Markmiðið með vefnum er að veita sem bestu upplýsingar um starf samtakanna, fræðslu svo og fréttir af starfi Neistans.  

Read More

Keila

By Fréttir

Nú er komið að fyrsta hittingi unglingahópsins okkar á þessu ári en við ætlum að skella okkur í keilu miðvikudaginn 30. mars kl. 16 og fáum okkur svo smá snarl á eftir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu okkar í síma 552-5744 eða sendið póst á Guðrúnu gudrun@hjartaheill.is í síðasta lagi mánudaginn 28. mars.

Unglingahópurinn okkar eru hjartveikir krakkar á aldrinum ca. 13-20 ára.

Bingó

By Fréttir

Minnum alla á bingóið nk laugardag 12. mars frá kl. 11-14 í safnaðarheimili Seljakirkju. Fullt af flottum vinningum og eins og endranær endum við bingóið á pizzaveislu.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í bingóstuði!

Dagatal 2011

By Fréttir

Dagatal Neistans 2011Annað árið í röð gefum við út dagatal með myndum af 13 hjartveikum börnum á aldrinum 2-18 ára.

Þau eru til sölu á skrifstofu samtakanna að Síðumúla 6, s: 552-5744 eða í gsm 899-1823 og í versluninni Engey Smáralind.  Dagatölin verða líka seld á Akureyri og Ísafirði.

Árni Rúnarsson tók myndirnar og færum við honum hjartans þakkir fyrir en hann gaf alla sína vinnu við dagatalið.

Dagatalið kostar 1500 kr. Ágóðinn rennur óskertur til handa hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra.  Hafðu stórt hjarta fyrir lítil.

Upplýsingasíður

By Fréttir

Minnum ykkur á frábærar upplýsingasíður.

Hjartagáttin sem er íslensk síða og með allar eða flestar upplýsingar fyrir fólk sem er að fara með börn sín í aðgerðir bæði hér heima og í Boston.

Svo er það Corience sem er upplýsingasíða á ensku um allt mögulegt tengt börnum og fullorðnum með meðfædda hjartagalla.

Endilega kynnið ykkur þessar frábæru síður.

http://hjartagattin.neistinn.is/

http://www.corience.org/

Stjórn Neistans.

Breytt afsláttarkort frá 1. janúar 2010

By Fréttir

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) munu þann 1. janúar 2010 hefja rafræna útgáfu á afsláttarkortum og greiðsluskjölum til einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Hætt verður útgáfu kortsins á plastformi en greiðsluskjöl verða fyrst um sinn send á pappírsformi til viðbótar við rafræna útgáfu. Nálgast má kortin og skjölin í Réttindagátt á www.sjukra.is. Þetta er liður í frekari rafvæðingu stjórnsýslunnar og hagræðingu í heilbrigðiskerfinu.

Frekari upplýsingar á·www.sjukra.is

Bláa lónið

By Fréttir

Minnum félagsmenn á kortin í

Bláa lónið – hver fjölskylda getur haft kortið yfir helgi

Bláa lónið styrkir Umhyggju og félögin undir þeim. 

Bláa lónið hefur veitt Umhyggju, félagi langveikra barna og fjölskyldna þeirra, styrk. Styrkurinn felst í 10 fjölskyldukortum og hvert kort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa lónið fyrir tvo fullorðna og fjögur börn, 16 ára og yngri. Heildarverðmæti styrksins er 360.000 krónur.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf., afhenti Rögnu K. Marínósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, og Hafsteini Helgasyni, 15 ára félaga í Umhyggju, kortin fimmtudaginn 8. janúar í Bláa lóninu.

Bláa lónið styrkir góð málefni á ári hverju í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort. „Okkur hjá Bláa lóninu finnst það sérstaklega ánægjulegt að geta með þessum hætti veitt langveikum börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að slaka á og endurnæra kraftana í Bláa lóninu,“ sagði Grímur Sæmundsen.

Hafsteinn sem er 15 ára nemandi í Njarðvíkurskóla og jafnframt hjartabarn veitti fyrsta kortinu viðtöku. Hann sagði það skemmtilegt að hafa möguleika á að bjóða fjölskyldunni í Bláa lónið þar sem  hún gæti  átt góða stund saman.

blaalonid

10 – 12 ára hittingur í Keiluhöllinni

By Fréttir

Miðvikudaginn 15.maí hittust 7 hressir krakkar fæddir 2012-2014 í Keiluhöllinni. Með þessum hitting hófst loksins hópefli fyrir þennan aldurshóp til að undirbúa þau fyrir unglingahittingana og frægu sumarbúðirnar okkar.

Það er ómetanlegt að geta haldið viðburði þar sem krakkarnir geta leikið og haft gaman og kynnst öðrum krökkum með hjartagalla. Það er svo gott að hitta jafningja sem þekkja reynsluna við að þurfa stundum að stoppa daglega lífið og fara í aðgerð, geta ekki hlaupið eins mikið og bekkjarfélagarnir eða mega ekki fara í öll leiktæki með vinunum.

Hópurinn sem kom í keilu sýndi frábæra takta og hlógu og skemmtu sér mikið. Eftir keiluna þá var sest niður og hópurinn fékk sér pizzu. Þar var rætt um heima og geima og hent fram hugmyndum af því sem þau hafa gaman að gera fyrir næstu hittinga.

Stefnt er að því að hafa viðburði fyrir þennan aldurshóp 2 x á ári og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta viðburð í haust.

Elín Eiríksdóttir

10-12 ára hittingur

By Fréttir

Neistinn býður hjartabörnum á aldrinum 10-12 ára í keilu miðvikudaginn 15. Maí kl. 17:30 í Egilshöll.

Hópurinn mun vera undir handleiðslu Elínar Eiríksdóttur hjartamömmu og varaformanns Neistans ( foreldrar sækja svo börnin eftir pizzuveisluna).

Einstakt tækifæri fyrir krakkana að kynnast öðrum hjartabörnum, eiga saman skemmtilegan tíma þar sem þau spila keilu og borða saman pizzu.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is – ATH mikilvægt er að skrá sig fyrir hádegi 13,maí

Ráðstefna og aðalfundur ECHDO

By Fréttir

AEPC

Neistinn tók þátt dagana 13. til 15. mars, á ráðstefnu um taugaþroska og sálfélagslega umönnun frá fóstri til fullorðinna með meðfædda hjartagalla (Biennial meeting of the AEPC working group on neurodevelopment and psychosocial care, from fetus to adult). Ráðstefnan var á vegum European Association of Pediatric Cardiology (AEPC) og var haldinn í Mílanó (Ítalíu). Á ráðstefnunni komu saman heilbrigðisstarfsmenn auk samtaka barna og fullorðna með meðfædda hjartagalla.

 

Á ráðstefnunni var  meðal annars fjallað um áhrif ákveðinna meðfæddra hjartasgalla á heilaþroska sem getur komið vegna súrefnisskorts;  námserfiðleikar sem geta komið upp í skólaumhverfi; of fáar rannsóknir á meðfæddum hjartagöllum á unglingsárum eða hvernig eigi að bregðast við greiningu á meðgöngu. Einnig var lögð áhersla á mikilvægi geðheilbrigðis og vellíðan þeirra sem fæðast með meðfæddan hjartagalla. 

 

Aðalfundur ECHDO

Í kjölfarið af AEPC ráðstefnunni, var aðalfundur ECHDO (European Congenital Heart Disease Organisation) haldinn. Sem meðlimur af ECHDO  tók Neistinn þátt á þessum fundi ásamt fulltrúum frá Finnlandi, Noregi, Bretlandi, Spánni, Kýpur, Króatíu, Þýskalandi, Möltu, Sviss, Búlgaríu, Ítalíu, Hollandi, Rúmaníu og einnig fulltrúar frá Global Arch. Neistinn er búinn að byggja upp gott tengslanet út um allan heim og vegna þess getum við leitað ráða og stuðning hjá systrafélögum okkar, sem er ómetanlegt fyrir okkur ❤️

Fríða og Katja frá Finnlandi fjölluðu um Evrópu sumarbúðirnar fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára  með meðfædda hjartagalla, sem haldnar verða í ár á Íslandi. Mikil áhugi var frá öðrum löndum að taka þátt í þeim og hlökkum við til að sjá þessar sumarbúðir stækka og dafna næstu árin. 

Kosið var í nýja stjórn ECHDO og er Fríða framkvæmdastjóri Neistans ný í stjórn félagsins.

Fríða Björk og Guðrún Kristín

Styrkur frá Kiwanisklúbbnum Hraunborgir

By Fréttir

14.febrúar síðastliðinn var Neistanum afhentur styrkur í minningu Jóns Gests Viggóssonar. En Þorbjörg ekkja Jóns og börn lögðu til þess að Neistinn fengi styrk Hraunborgar í nafni hans ❤️

Við Elín Eirikísdóttir, varaformaður Neistans áttu yndislega kvöldstund með félagsmönnum Hraunborgar þar sem styrkurinn var veitur.

Við þökkum þeim í Kiwanisklúbbi Hraunborgar hjartanlega fyrir okkur ❤️

Þessi styrkur mun fara í sumarbúðir hjartveikra unglinga sem verða haldnar hér á landi í sumar.

 

Fyrir hönd Neistans,

Fríða Björk Arnardóttir

 

 

 

Unglingahittingur 6.mars

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi miðvikudag, 6. mars !

Neistinn býður hjarta – unglingum 13 – 18 ára i Lasertag í Smárabíó, kl 17:15. Eftir fjörið verður fengið sér pizzu og gos/vatn þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Skráning fer fram með því að  senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 5. mars !

ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

Hægt er að sjá viðburð hér.

Sálfræðiþjónusta

By Fréttir

Álag á foreldra langveikra barna er oft og tíðum gríðarlega mikið.

Fyrir utan hefðbundið amstur venjulegra barnafjölskylda þurfa fjölskyldur þessara barna að mæta auknum áskorunum á borð við sérhæfða umönnun, læknaheimsóknir og ýmiss konar meðferð, innlagnir á spítala, áhyggjur af horfum barnsins, öðrum fjölskyldumeðlimum og margt fleira.

Oft er um að ræða ítrekuð áföll sem eðlilega hefur mikil áhrif á sálræna heilsu foreldra og fjölskyldunnar allrar. Þar ofan á bætast gjarnan fjárhagsáhyggjur, þar sem möguleikar foreldra á að stunda fulla vinnu samhliða umönnun barnsins er stundum skert, auk kostnaðarliða sem til koma vegna sjúkra- og lyfjakostnaðar og þjálfunar.

Þess vegna er ómetanlegt að hafa aðgang að gjaldfrjálsi sálfræðiþjónustu við foreldra til að hjálpa þeim að takast á við tilfinningar sínar, streitu, áhyggjur og álag, sorg, samskipti innan fjölskyldunnar og eigin uppbyggingu svo fátt eitt sé nefnt.

Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem Neistinn er, upp á stuðningsviðtöl sálfræðings ef þeir óska, en ráðgjöf er veitt bæði á skrifstofu Umhyggju og í gegnum fjarfundarbúnað.  Ekki er um að ræða sérhæfðar meðferðir eða greiningar.

Sálfræðingur Umhyggju er Berglind Jensdóttir. Hægt er að óska eftir viðtali með því að sækja um hér.

 

 

Sumarbúðir hjartveikra unglinga 2024

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2006 -2010), verða á Íslandi í  sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 9. – 16. júlí 2024. 

 

Sumarbúðirnar eru með breyttu sniði í ár þar sem þetta verða Evrópubúðir – löndin sem taka þátt í ár eru Ísland, Finnland og Spánn (en er möguleiki á að fleiri lönd bætist við ! )

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í sumarbúðirnar.

Umsóknarfrestur er til 15. mars, 2024.

Emil Óli 🩵

By Fréttir, Reynslusögur

Emil Óli fæddist í september 2008 og var það strax um 6 vikna sem kom í ljós leki í hjartaloku. Hann var því í  reglulegu eftirliti hjá Gunnlaugi hjartalækni en þar sem allt gekk nokkuð vel, alltaf alltaf leið lengra og lengra milli skoðana 👏🏻

Sem barn var Emil úthaldsminni en systkini og jafnaldrar enn það getur oft fylgt hjartabörnum svo við vorum alveg vön því að taka tillit til þess. Einnig ef hann fékk pest lá hann oft mun lengur en systkini og varð oft mjög veikur af lítilli umgangspest.

Það var árið 2022 sem heilsu Emils Óla hrakar mikið og gekk ég milli lækna sem alltaf sögðu mér að gefa honum bara hitalækkandi og mun hvíld 👏🏻
Að vera unglingur í þessari stöðu var erfitt og flókið og ekki hjálpaði skilningsleysi skólakerfisins þar sem lítill skilningur var á fjarveru Emils.
Veikindin voru furðuleg í fyrstu eins og mæði,hár hiti,úthaldsleysi,svaf mikið og okkur fannst hann líka stundum svolítið vatnaður í framan…svo komu dagar sem honum leið betur,vakti meira,hitaminni og leið almennt betur svo ég í raun skyldi ekki sjálf hvað væri að.

Eftir nokkrar læknisheimsóknir,svefnlausar nætur,mikinn kvíða útaf skilningsleysi skóla og ofaná það baráttu við félagsbústaði útaf mikilli myglu og raka í húsnæði þá loks arkaði ég með Emil til læknis og hitti á frábæran lækni sem neitaði að gefast uppá Emil og mér í leiðinni enda mölbrotin og extra þreytt móðir og orkan orðin af engu eftir að hafa misst heimili og innbú útaf raka og myglu enn auðvitað feginn að komast í hreint húsnæði.
Þessi læknir hélt að Emil gæti verið með einkirningasótt og sendi inn allskonar blóðprufur enn það kom neikvætt hann bað okkur þá að koma og vildi hlusta betur á auka hljóð í hjarta sem heyrist oft þegar börn eru með leka enn honum þótti hljóðið ansi mikið til að hunsa það svo hann vildi senda á Gunnlaug lækni um að skoða hann sem fyrst.
Degi eftir hringir Gulli og býður okkur að koma strax kl 17,30 sama dag við mætum til hans og um leið og ómtæki er sett á bringu Emils segir hann við okkur að Emil þurfi að fara rakleiðis í innlögn á barnadeild landspítalans og ég megi búast við nokkra vikna innlögn.

Auðvitað var sjokkið okkar mikið en vá hvað ég var þakklát fyrir að loksins hafði einhver hlustað og nú kom að rannsóknum 👏🏻👏🏻👏🏻þvílíkur léttir þrátt fyrir kvíða líka ❤️

Næstu vikurnar fóru í innlögn, rannsóknir og eftirlit. Lekinn var orðinn meiri en hann var þegar hann var yngri,hann fékk þríþætta nýrnabilun,hann var með hjartaþelsbólgu, Þrengingu í ósæðarloku og míturloku. Enn mesta spurning lækna var fyrirferð, hnútur, æxli á loku!!!

Við tók sýklalyf í æð í margar vikur, kom í ljós bráðaofnæmi vegna tveggja sýklalyfja og fékk Emil ofnæmislost sem tók mikið á enda virkilega vont að fá andrenalín í æð.
Hann var bjúgaður, allur í útbrotum með háan hita, slappur, orkulaus, þreyttur, lystalítill, stundum mikil uppköst og verkir í líkama og liðum .
Beinmergur var tekinn til rannsókna sem og allskonar myndir og speglanir af maga,nýrum,hjarta og fl stöðum. Hann fékk sýklagjafir,blóðgjafir,plasma og fl í æð.

Um tíma átti að senda Emil í opna hjartaaðgerð til Lundar í Svíþjóð og var búið að undirbúa okkur í það enn þar sem fyrirferð, æxli,hnútur á loku hefur staðið í stað í langan tíma svo sem ekki minnkað né stækkað var ákveðið að bíða með aðgerð því lokan virkar eins og er og því betra að bíða því þegar þetta er gert þarf að skipta um loku í leiðinni.

Versta er að aldrei hefur neinn getað sagt hvað þetta er á loku, mjög hættulegt að taka sýni og því nr 1 að fylgjast með.
Emil þreytist enn fljótt og þarf að passa vel allar umgangspestir, en enginn dagur er eins.
Stundum er hann mega hress og allt gengur vel og stundum sefur hann og sefur og hefur enga orku.
Við vorum lengi í einangrun inná spítala ofaná allt á covid tímum svo samskipti fóru öll fram í gegnum tölvu 👏🏻❤️

Við erum ofboðslega þakklát okkar læknateymi þó við hefðum viljað fá oft frekari svör við því sem er á loku en við vitum að Emil er í góðum höndum ❤️👏🏻
Við erum mjög þakklát því að vera partur af Neistanum og þiggja styrk og stuðning þaðan 👏🏻

Takk fyrir okkur Neistinn og Takk fyrir að lesa part úr sögu okkar ❤️👏🏻

Umfram allt erum við þakklátust fyrir Besta grínistan Emil Óla sem við erum svo ótrúlega stolt af❤️❤️❤️

Einn dagur í einu ,munum að veikindi sjást ekki alltaf á manni ❤️

Mbk Stolt Móðir Hjartahetju❤️❤️❤️

Mikael Ísarr 💙

By Fréttir, Reynslusögur

Mikael Ísarr fæddist 22. Janúar 2015 💙

Eins dags gamall var han greindur  með alvarlegan hjartagalla sem kallast ósæðarþrensgsli.

Þar sem gallin er greindur snemma fer Mikael 4 daga gamall í hjartaaðgerð sem heppnaðist vonum framar.
Síðan þá hefur hann verið í reglulegu eftirliti á Íslandi og síðar í Lundi eftir flutninga til Svíþjóðar.
Í dag spilar þessi hrausti strákur bæði íshokkí og fótbolta.

María Kristín ❤️

By Fréttir, Reynslusögur

Ég heiti María Kristín, er 20 ára og bý í Keflavík. Ég greindist með sjúkdóminn ARVD/C þegar ég var 16 ára.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, var að æfa dans frá ungum aldri og byrjaði í CrossFit í 10.bekk. Ég var heilbrigð, hraust og nýbyrjuð að æfa fyrir mitt fyrsta mót í ólympískum lyftingum.
Í covid var ég mikið að æfa heima með pabba og stjúpmömmu minni og í eitt skipti leið næstum yfir mig.

Okkur datt í hug að þetta væri kolvetnaskortur svo ég fékk mér banana og vatn. Nokkrum dögum seinna, 24.apríl 2020 vorum við að æfa þegar ég skyndilega hneig niður og það leið yfir mig. Stjúpmamma mín áttaði sig fljótt á því að eitthvað alvarlegt hafi gerst. Pabbi og stjúpmamma mín eru bæði í lögreglunni og voru því viðbrögð þeirra mjög skjót, þau hringdu í sjúkrabíl og hófu endurlífgun. Sjúkraflutningamennirnir, sem komu fljótt héldu áfram endurlífgun og settu mig í hjartalínurit þar sem kom í ljós að ég hafði farið í hjartastopp. Eftir þrjár tilraunir með hjartastuðtæki náði hjartað takti. Þeir héldu þá áfram að hnoða hjartað með tæki sem heitir Lucas.

Við tók forgangsflutningur til Reykjavíkur þar sem lögregla fór á undan. Haft var samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem lokaði öllum gatnamótum á leiðinni á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi. Þar var tekin ákvörðun að svæfa mig og kæla líkaman. Næsta sólarhringinn voru gerðar rannsóknir til að finna út hvað olli hjartastoppinu.

Í ljós kom að ég er með sjaldgæfan hjartasjúkdóm sem heitir ARVD/C sem er genasjúkdómur sem veldur alvarlegum hjartsláttartruflunum. Ég var svo færð á hjartadeild á Landspítalanum á Hringbraut og var þar í þrjár vikur. Á þeim tíma var ég lyfjastillt og var ákveðið að ég færi í litla aðgerð þar sem græddur var í mig bjargráður.

Eftir heimkomu tók við nýr raunveruleiki, ARVD/C er einn af fáum hjartasjúkdómum sem versnar við hreyfingu og ég þurfti að læra mörk hjartans. Það var erfitt fyrir mig að sætta mig við þann raunveruleika að ég fengi aldrei það tækifæri að fá að keppa í íþrótt. Lífið hefur heldur betur verið rússíbani eftir fyrsta hjartastoppið en ég er alltaf þakklát fyrir það að vera á lífi og þakklát fyrir bjargráðinn sem hefur tvisvar þurft að gefa mér stuð.

Ég er ein af þeim heppnu sem lifir af hjartastopp, því miður greinast margir með sjúkdóminn ARVD/C eftir andlát 💔